Útlán ÍLS dragast áfram saman Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. ágúst 2013 07:00 Óíbúðarhæfum eignum Íbúðalánasjóðs hefur fækkað um eina milli mánaða, en þær voru 284 í júlí. Myndin tengist efni fréttarinner ekki beint. Fréttablaðið/Valli Almenn útlán Íbúðalánasjóðs í júlí voru fimmtungi lægri en á sama tíma í fyrra, að því er lesa má úr nýrri mánaðarskýrslu sjóðsins. Þá kemur fram hjá Greiningu Íslandsbanka að útlánin séu fjórðungi minni fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma 2012 og innan við helmingur tímabilsins 2011. Í mánaðarskýrslunni kemur fram að heildarútlán sjóðsins í síðasta mánuði hafi numið 1,1 milljarði króna. Þar af hafi 800 milljónir verið vegna almennra lána. Þá kemur fram að meðalfjárhæð almennra lána hafi í mánuðinum verið 10,2 milljónir króna. Vanskil hjá sjóðnum lækka lítillega milli mánaða samkvæmt skýrslunni. Alls voru 8,95 prósent heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok júlí 2013. Þá kemur fram að vanskil eða frystingar nái samtals til 14,37 prósenta lánasafns sjóðsins. Í júlí í fyrra var það hlutfall 15,97 prósent. Sömuleiðis kemur fram að í lok júlí hafi Íbúðalánasjóður átt að fullu 2.578 eignir um land allt og hafi þeim fjölgað um 35 frá fyrri mánuði. „Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila, en tæpur helmingur eignanna var áður í eigu einstaklinga.“ Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka er bent á að í landinu öllu hafi í árslok 2011 verið ríflega 131 þúsund íbúðir. Því láti nærri að tvö prósent íbúða landsins séu nú komin í eigu Íbúðalánasjóðs. „Íbúðum í eigu sjóðsins fjölgaði um 350 frá áramótum til júlíloka, eða um tæplega 16 prósent. Raunar er athyglisvert að vanskilahlutfallið hafi ekki lækkað meira í ljósi þessa,“ segir í umfjöllun Greiningar. Af þeim 2.578 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok júlí hafi 2.109 eignum verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. „Þá biðu 469 eignir frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu og/eða leigu,“ segir í skýrslu sjóðsins. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Almenn útlán Íbúðalánasjóðs í júlí voru fimmtungi lægri en á sama tíma í fyrra, að því er lesa má úr nýrri mánaðarskýrslu sjóðsins. Þá kemur fram hjá Greiningu Íslandsbanka að útlánin séu fjórðungi minni fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma 2012 og innan við helmingur tímabilsins 2011. Í mánaðarskýrslunni kemur fram að heildarútlán sjóðsins í síðasta mánuði hafi numið 1,1 milljarði króna. Þar af hafi 800 milljónir verið vegna almennra lána. Þá kemur fram að meðalfjárhæð almennra lána hafi í mánuðinum verið 10,2 milljónir króna. Vanskil hjá sjóðnum lækka lítillega milli mánaða samkvæmt skýrslunni. Alls voru 8,95 prósent heimila sem eru með fasteignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lánin í vanskilum í lok júlí 2013. Þá kemur fram að vanskil eða frystingar nái samtals til 14,37 prósenta lánasafns sjóðsins. Í júlí í fyrra var það hlutfall 15,97 prósent. Sömuleiðis kemur fram að í lok júlí hafi Íbúðalánasjóður átt að fullu 2.578 eignir um land allt og hafi þeim fjölgað um 35 frá fyrri mánuði. „Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarekstri eða annarra lögaðila, en tæpur helmingur eignanna var áður í eigu einstaklinga.“ Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka er bent á að í landinu öllu hafi í árslok 2011 verið ríflega 131 þúsund íbúðir. Því láti nærri að tvö prósent íbúða landsins séu nú komin í eigu Íbúðalánasjóðs. „Íbúðum í eigu sjóðsins fjölgaði um 350 frá áramótum til júlíloka, eða um tæplega 16 prósent. Raunar er athyglisvert að vanskilahlutfallið hafi ekki lækkað meira í ljósi þessa,“ segir í umfjöllun Greiningar. Af þeim 2.578 eignum sem Íbúðalánasjóður átti í lok júlí hafi 2.109 eignum verið ráðstafað í útleigu, sölumeðferð eða annað. „Þá biðu 469 eignir frekari greiningar. Margar þeirra eru á svæðum þar sem nokkurt offramboð er af eignum til sölu og/eða leigu,“ segir í skýrslu sjóðsins.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira