Handbolti

Ernir og Ólafur í efstu deild

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur verið í lykilhlutverki hjá Emsdetten á leiktíðinni.
Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur verið í lykilhlutverki hjá Emsdetten á leiktíðinni.
Ernir Hrafn Arnarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson munu leika í efstu deild þýska handboltans á næstu leiktíð.

Þetta varð ljóst í gærkvöldi þegar TSV Emsdetten lagði Bietigheim 29-28 á útivelli í spennuþrungnum leik. Emsdetten situr í öðru sæti deildarinnar með 48 stig. Ernir Hrafn skoraði átta mörk fyrir Emsdetten og Ólafur Bjarki fimm.

Bergischer, lið Arnórs Þórs Gunnarssonar, tryggði sér einnig sæti í efstu deild í gær. Liðið er í toppsætinu með stigi meira en Emsdetten.


Tengdar fréttir

Öruggir upp þó sjö umferðir séu eftir

Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer þegar liðið lagði HC Erlangen 23:15 á útivelli í gærkvöldi. Bergischer hefur tryggt sér sæti í efstu deild þó enn séu sjö umferðir eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×