Handbolti

Björgvin kom við sögu þegar Bergischer féll úr bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Björgvin Páll Gústavsson kom lítillega við sögu með Bergischer HC í kvöld þegar liðið tapaði 28-22 á móti Wetzlar í 2. umferð þýska bikarsins.

Bergischer-liðið hafði unnið 25-24 sigur á sama stað í deildinni á dögunum. Björgvin hefur farið á kostum með Bergischer en ekki var reiknað með því að hann myndi spila í kvöld. Hann kom lítillega við sögu en það dugði ekki til. Arnór Þór hefur ekkert verið með síðustu vikur enda kjálkabrotinn.

Björgvin Páll glímir aftur á móti við meiðsli í brjóstvöðva samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins en hann hefur verið í heimsklassaformi í síðustu leikjum liðsins.

Daniel Wernig var markahæstur hjá Bergischer HC með sjö mörk en Sven Pausch skoraði sex mörk. Lars Friedrich skoraði átta mörk fyrir Wetzlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×