Viðskipti innlent

Intersport lokar verslun - 27 manns sagt upp

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Stærsta verslun Intersport á Íslandi lokar fljótlega. Verslunin er í Lindunum í Kópavogi og í kjölfarið mun verslunin Sports Direct opna á sama stað.

Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik staðfestir við Viðskiptablaðið að versluninni verði lokað. 

Að sögn Jóns Helga hefur 27 starfsmönnum verið sagt upp störfum vegna lokunarinnar. Hann segir að stór hluti starfsmannanna sé í hlutastörfum en heildarstöðugildi í versluninni séu um 10.

Jón Helgi segir reskstur verslunarinnar hafa verið erfiðan frá hruni. Fyrirtækið rekur tvær aðrar íþróttavöruverslanir á landsbyggðinni og tvær á höfuðborgarsvæðinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×