Nýtískuleg og traust 27. júní 2012 13:00 Hjörtur Emilsson við módel af fiskiskipinu SERENE LK 297. Navis tók þátt í hönnun skipsins sem var smíðað árið 2009 fyrir útgerð á Hjaltlandi. mynd/Gva Skipahönnun er okkar aðalfag. Við hönnum allar tegundir skipa frá A til Ö, en hönnun fiskiskipa er þó það sem stendur okkur næst,“ segir Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur og framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafarstofunnar Navis. Navis var stofnað snemma árs 2003 og er í dag stærsta verkfræðistofa landsins á skipasviði. Þar starfar nú tugur sérfræðinga við skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit í fjórum heimsálfum. „Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni Navis í nýhönnun og breytingum á fiskiskipum verið erlendis; í Suður-Ameríku, Asíu, Norður-Evrópu og Suður-Afríku. Vinnan fer að mestu leyti fram hér heima en við erum einnig talsvert á faraldsfæti til að sinna eftirlitsstörfum ytra,“ útskýrir Hjörtur. Um þessar mundir setur Navis mark sitt á víðtæka endurnýjun norska fiskveiðiflotans, í samstarfi við skipaverkfræðistofur í Noregi. „Íslensk skipahönnun vekur athygli erlendra útgerða. Hún byggir á reynslu Íslendinga sem gera út afkastamikil, öflug og traust skip. Því hafa æ fleiri erlendar útgerðir leitað til okkar þegar kemur að endurnýjun þeirra skipa og njótum við þannig góðs af því orðspori sem fer af íslenskum sjávarútvegi,“ upplýsir Hjörtur. Á Íslandi hefur lítil endurnýjun átt sér stað á fiskiskipaflotanum frá því um síðustu aldamót. „Stærstur hluti nýrri fiskiskipa hérlendis er íslensk hönnun og þegar endurnýjun fer aftur af stað býr Navis yfir nýhönnun á öllum tegundum fiskiskipa, fyrir allan flotann,“ segir Hjörtur. „Við getum tekið að okkur töluvert stór verkefni og samstarf við norska starfsbræður gerir okkur enn færari um að taka þátt í endurnýjun flotans þegar þar að kemur.“ Á teikniborði Navis eru tilbúnar margar skipagerðir sem Hjörtur telur að vekja muni áhuga og eftirspurn íslenskra útgerða þegar hugað verður að endurnýjun. „Við fylgjumst vel með þróun í hönnun fiskveiðiskipa og vél- og tæknibúnaðar fyrir fiskiskip. Með nýrri hönnun og vélbúnaði má bæta orkunýtingu skipa og afköst og vinnuaðstöðu um borð. Við teljum því mikið í húfi þegar kemur að endurnýjun íslenska skipaflotans með hagkvæmari rekstri nýrri skipa.“Navis er í Flatahrauni 5A í Hafnarfirði. Sjá nánar á navis.is. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Skipahönnun er okkar aðalfag. Við hönnum allar tegundir skipa frá A til Ö, en hönnun fiskiskipa er þó það sem stendur okkur næst,“ segir Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur og framkvæmdastjóri verkfræði- og ráðgjafarstofunnar Navis. Navis var stofnað snemma árs 2003 og er í dag stærsta verkfræðistofa landsins á skipasviði. Þar starfar nú tugur sérfræðinga við skipahönnun, ráðgjöf og eftirlit í fjórum heimsálfum. „Á undanförnum árum hafa stærstu verkefni Navis í nýhönnun og breytingum á fiskiskipum verið erlendis; í Suður-Ameríku, Asíu, Norður-Evrópu og Suður-Afríku. Vinnan fer að mestu leyti fram hér heima en við erum einnig talsvert á faraldsfæti til að sinna eftirlitsstörfum ytra,“ útskýrir Hjörtur. Um þessar mundir setur Navis mark sitt á víðtæka endurnýjun norska fiskveiðiflotans, í samstarfi við skipaverkfræðistofur í Noregi. „Íslensk skipahönnun vekur athygli erlendra útgerða. Hún byggir á reynslu Íslendinga sem gera út afkastamikil, öflug og traust skip. Því hafa æ fleiri erlendar útgerðir leitað til okkar þegar kemur að endurnýjun þeirra skipa og njótum við þannig góðs af því orðspori sem fer af íslenskum sjávarútvegi,“ upplýsir Hjörtur. Á Íslandi hefur lítil endurnýjun átt sér stað á fiskiskipaflotanum frá því um síðustu aldamót. „Stærstur hluti nýrri fiskiskipa hérlendis er íslensk hönnun og þegar endurnýjun fer aftur af stað býr Navis yfir nýhönnun á öllum tegundum fiskiskipa, fyrir allan flotann,“ segir Hjörtur. „Við getum tekið að okkur töluvert stór verkefni og samstarf við norska starfsbræður gerir okkur enn færari um að taka þátt í endurnýjun flotans þegar þar að kemur.“ Á teikniborði Navis eru tilbúnar margar skipagerðir sem Hjörtur telur að vekja muni áhuga og eftirspurn íslenskra útgerða þegar hugað verður að endurnýjun. „Við fylgjumst vel með þróun í hönnun fiskveiðiskipa og vél- og tæknibúnaðar fyrir fiskiskip. Með nýrri hönnun og vélbúnaði má bæta orkunýtingu skipa og afköst og vinnuaðstöðu um borð. Við teljum því mikið í húfi þegar kemur að endurnýjun íslenska skipaflotans með hagkvæmari rekstri nýrri skipa.“Navis er í Flatahrauni 5A í Hafnarfirði. Sjá nánar á navis.is.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira