Glitnir stefnir tugum og vill tuttugu milljarða króna 30. maí 2012 06:00 Þrotabú stóru bankanna munu halda kröfuhafafundi á næstunni. Á myndinni eru Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson. fréttablaðið/pjetur Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir málin snúast um að endurheimta greiðslur sem þrotabú bankans telur að hafi mismunað kröfuhöfum. „Riftunarreglur eru hlutlægar og eiga að tryggja jafnræði. Með þessum málshöfðunum er verið að leiðrétta ef einhver hefur fengið greiðslur sem voru til dæmis ekki á gjalddaga stuttu fyrir gjaldþrot bankans, sem undir eðlilegum kringumstæðum gætu verið eðlilegar greiðslur, þá er verið að vinda ofan af þeim. Það er verið að tryggja jafnræði kröfuhafa með því að höfða riftunarmál. Það er verið að tryggja að allir kröfuhafar sem eru í sama flokki fái sömu úthlutun og sitji við sama borð. Í þessum tilvikum er aðallega verið að höfða mál gegn íslenskum og erlendum fjármálastofnunum. Það eru engir einstaklingar í þessum hópi, en við höfum áður höfðað mál gegn einstaklingum." Málin eru höfðuð á grundvelli lagabreytingar sem var samþykkt á Alþingi í október 2011. Þar var slitastjórnum föllnu bankanna gert kleift að höfða riftunarmál gegn einstaklingum eða fyrirtækjum hérlendis þrátt fyrir að viðkomandi eigi lögheimili, og þar af leiðandi varnarþing, í öðru landi. Samhliða þessari lagabreytingu var frestur slitastjórnanna til að höfða riftunarmál lengdur úr 24 mánuðum í 30 mánuði frá því að kröfulýsingarfrestur rann út. Lagabreytingin síðasta haust kom í kjölfar þess að slitastjórn Landsbankans tapaði máli gegn spænskum banka, Banco del Gottardo S.A., sem hafði keypt skuldabréf af Landsbankanum í ársbyrjun 2007 á eina milljón evra, um 163 milljónir króna á virði dagsins í dag. Bréfið var á gjalddaga 29. desember 2008 en fjórum dögum áður en Landsbankinn féll, þann 3. október 2008, keypti bankinn skuldabréfið til baka á nánast sömu upphæð. Þessum gerningi vildi slitastjórnin rifta vegna þess að bréfið var ekki komið á gjalddaga. Nýr eigandi spænska bankans hafnaði þeirri kröfu og krafðist frávísunar þar sem hann ætti ekki varnarþing á Íslandi. Íslenskir dómstólar voru sammála þeirri túlkun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira