Guðmundur: Verðum áfram ljónsterkir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2012 07:00 Guðmundur stendur í ströngu með bæði íslenska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. nordic photos/getty Þýska úrvalsdeildin er komin aftur af stað eftir að Evrópumeistaramótinu í Serbíu lauk. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er því kominn aftur í sitt daglega starf – að þjálfa Rhein-Neckar Löwen. Þar hefur gengið á ýmsu en meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn auk þess sem miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá félaginu, bæði hjá yfirstjórn þess og í leikmannahópi. Guðmundur gat aðeins teflt fram níu útileikmönnum þegar Rhein-Neckar Löwen vann sigur á Balingen, 30-24, í þýsku úrvalsdeildinni á miðvikudag. Fékk smápening í augað„Börge Lund er til að mynda meiddur og Zarko Sesum fékk smápening í augað á EM sem var mjög alvarlegur áverki," segir Guðmundur en báðir eru þeir leikstjórnendur. „Zarko þarf að fara í uppskurð en hann er nú aðeins með tíu prósenta sjón á auganu." Atvikið átti sér stað eftir leik Serbíu og Króatíu í undanúrslitum keppninnar. Áhorfandi ætlaði sér að grýta myntinni í leikmann Króatíu en hæfði Sesum á versta stað. Guðmundur segir ágætar horfur á að Sesum geti byrjað að spila á ný. „Augað er enn bólgið og uppskurðurinn getur ekki farið fram fyrr en það er búið að jafna sig. Menn eru þó vongóðir um að hann fái 50 prósenta sjón á auganu og geti spilað á ný." Hornamaðurinn Patrick Grötzki er einnig frá vegna meiðsla og þá er Krzysztof Lijewski tæpur. Má ekkert út af bregða„Þetta er því grafalvarleg staða. Ég hef í raun bara einn leikstjórnanda, eina skyttu vinstra megin og tvær hægra megin. Meira er það ekki í þessum stöðum og má því varla neitt út af bregða." Þetta hefur líka haft sitt að segja á æfingum. „Þetta hefur verið meira að segja svo slæmt að ég hef sjálfur þurft að standa vörn á æfingum," segir hann í léttum dúr. „Við erum að skoða hvaða möguleikar standa okkur til boða, til að mynda með því að fá leikmenn að láni." Á dögunum bárust svo þær fregnir að Pólverjarnir Lijewski og Karol Bielecki væru báðir á leið frá félaginu í sumar. Þar að auki myndi Jesper Nielsen, aðalstyrktaraðili félagsins og stjórnarformaður, hætta afskiptum af félaginu. Guðmundur segir að verið sé að hugsa upp á nýtt hvernig beri að byggja upp félagið og koma upp sterku liði. „Það á að yngja liðið upp og vera með 8-9 toppleikmenn. Þó svo að við séum að missa leikmenn fáum við líka afar spennandi leikmenn í staðinn, til að mynda Alexander Petersson (hægri skytta), Kim Ekdahl du Rietz (vinstri skytta) og Niklas Landin (markvörður). Það er líka verið að skoða að bæta við hægri skyttu og línumanni fyrir næsta tímabil." Hann segir að brotthvarf Nielsens þýði meira aðhald í fjármálum. „Það þarf að skera niður kostnað en engu að síður teljum við að við verðum með mjög öflugt lið. Pólverjarnir eru dýrustu leikmenn liðsins og brotthvarf þeirra er hluti af niðurskurðinum." Hann segir að það hafi lengi staðið til að Nielsen myndi hætta afskiptum af félaginu. „Jesper hefur önnur plön í dag og við verðum að taka þessum breytingum. Ég hef átt mjög gott samstarf við hann í gegnum tíðina en þó svo að hann sé nú farinn breytir það engu um mína stöðu hjá félaginu. Ég er með samning hér til 2015 og þó að maður viti aldrei í þessum bransa hvernig framtíðin verður veit ég ekki annað en að menn hér séu ánægðir með mín störf," sagði Guðmundur Guðmundsson. Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Sjá meira
Þýska úrvalsdeildin er komin aftur af stað eftir að Evrópumeistaramótinu í Serbíu lauk. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er því kominn aftur í sitt daglega starf – að þjálfa Rhein-Neckar Löwen. Þar hefur gengið á ýmsu en meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn auk þess sem miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá félaginu, bæði hjá yfirstjórn þess og í leikmannahópi. Guðmundur gat aðeins teflt fram níu útileikmönnum þegar Rhein-Neckar Löwen vann sigur á Balingen, 30-24, í þýsku úrvalsdeildinni á miðvikudag. Fékk smápening í augað„Börge Lund er til að mynda meiddur og Zarko Sesum fékk smápening í augað á EM sem var mjög alvarlegur áverki," segir Guðmundur en báðir eru þeir leikstjórnendur. „Zarko þarf að fara í uppskurð en hann er nú aðeins með tíu prósenta sjón á auganu." Atvikið átti sér stað eftir leik Serbíu og Króatíu í undanúrslitum keppninnar. Áhorfandi ætlaði sér að grýta myntinni í leikmann Króatíu en hæfði Sesum á versta stað. Guðmundur segir ágætar horfur á að Sesum geti byrjað að spila á ný. „Augað er enn bólgið og uppskurðurinn getur ekki farið fram fyrr en það er búið að jafna sig. Menn eru þó vongóðir um að hann fái 50 prósenta sjón á auganu og geti spilað á ný." Hornamaðurinn Patrick Grötzki er einnig frá vegna meiðsla og þá er Krzysztof Lijewski tæpur. Má ekkert út af bregða„Þetta er því grafalvarleg staða. Ég hef í raun bara einn leikstjórnanda, eina skyttu vinstra megin og tvær hægra megin. Meira er það ekki í þessum stöðum og má því varla neitt út af bregða." Þetta hefur líka haft sitt að segja á æfingum. „Þetta hefur verið meira að segja svo slæmt að ég hef sjálfur þurft að standa vörn á æfingum," segir hann í léttum dúr. „Við erum að skoða hvaða möguleikar standa okkur til boða, til að mynda með því að fá leikmenn að láni." Á dögunum bárust svo þær fregnir að Pólverjarnir Lijewski og Karol Bielecki væru báðir á leið frá félaginu í sumar. Þar að auki myndi Jesper Nielsen, aðalstyrktaraðili félagsins og stjórnarformaður, hætta afskiptum af félaginu. Guðmundur segir að verið sé að hugsa upp á nýtt hvernig beri að byggja upp félagið og koma upp sterku liði. „Það á að yngja liðið upp og vera með 8-9 toppleikmenn. Þó svo að við séum að missa leikmenn fáum við líka afar spennandi leikmenn í staðinn, til að mynda Alexander Petersson (hægri skytta), Kim Ekdahl du Rietz (vinstri skytta) og Niklas Landin (markvörður). Það er líka verið að skoða að bæta við hægri skyttu og línumanni fyrir næsta tímabil." Hann segir að brotthvarf Nielsens þýði meira aðhald í fjármálum. „Það þarf að skera niður kostnað en engu að síður teljum við að við verðum með mjög öflugt lið. Pólverjarnir eru dýrustu leikmenn liðsins og brotthvarf þeirra er hluti af niðurskurðinum." Hann segir að það hafi lengi staðið til að Nielsen myndi hætta afskiptum af félaginu. „Jesper hefur önnur plön í dag og við verðum að taka þessum breytingum. Ég hef átt mjög gott samstarf við hann í gegnum tíðina en þó svo að hann sé nú farinn breytir það engu um mína stöðu hjá félaginu. Ég er með samning hér til 2015 og þó að maður viti aldrei í þessum bransa hvernig framtíðin verður veit ég ekki annað en að menn hér séu ánægðir með mín störf," sagði Guðmundur Guðmundsson.
Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Sjá meira