Guðmundur: Verðum áfram ljónsterkir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2012 07:00 Guðmundur stendur í ströngu með bæði íslenska landsliðinu og Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. nordic photos/getty Þýska úrvalsdeildin er komin aftur af stað eftir að Evrópumeistaramótinu í Serbíu lauk. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er því kominn aftur í sitt daglega starf – að þjálfa Rhein-Neckar Löwen. Þar hefur gengið á ýmsu en meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn auk þess sem miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá félaginu, bæði hjá yfirstjórn þess og í leikmannahópi. Guðmundur gat aðeins teflt fram níu útileikmönnum þegar Rhein-Neckar Löwen vann sigur á Balingen, 30-24, í þýsku úrvalsdeildinni á miðvikudag. Fékk smápening í augað„Börge Lund er til að mynda meiddur og Zarko Sesum fékk smápening í augað á EM sem var mjög alvarlegur áverki," segir Guðmundur en báðir eru þeir leikstjórnendur. „Zarko þarf að fara í uppskurð en hann er nú aðeins með tíu prósenta sjón á auganu." Atvikið átti sér stað eftir leik Serbíu og Króatíu í undanúrslitum keppninnar. Áhorfandi ætlaði sér að grýta myntinni í leikmann Króatíu en hæfði Sesum á versta stað. Guðmundur segir ágætar horfur á að Sesum geti byrjað að spila á ný. „Augað er enn bólgið og uppskurðurinn getur ekki farið fram fyrr en það er búið að jafna sig. Menn eru þó vongóðir um að hann fái 50 prósenta sjón á auganu og geti spilað á ný." Hornamaðurinn Patrick Grötzki er einnig frá vegna meiðsla og þá er Krzysztof Lijewski tæpur. Má ekkert út af bregða„Þetta er því grafalvarleg staða. Ég hef í raun bara einn leikstjórnanda, eina skyttu vinstra megin og tvær hægra megin. Meira er það ekki í þessum stöðum og má því varla neitt út af bregða." Þetta hefur líka haft sitt að segja á æfingum. „Þetta hefur verið meira að segja svo slæmt að ég hef sjálfur þurft að standa vörn á æfingum," segir hann í léttum dúr. „Við erum að skoða hvaða möguleikar standa okkur til boða, til að mynda með því að fá leikmenn að láni." Á dögunum bárust svo þær fregnir að Pólverjarnir Lijewski og Karol Bielecki væru báðir á leið frá félaginu í sumar. Þar að auki myndi Jesper Nielsen, aðalstyrktaraðili félagsins og stjórnarformaður, hætta afskiptum af félaginu. Guðmundur segir að verið sé að hugsa upp á nýtt hvernig beri að byggja upp félagið og koma upp sterku liði. „Það á að yngja liðið upp og vera með 8-9 toppleikmenn. Þó svo að við séum að missa leikmenn fáum við líka afar spennandi leikmenn í staðinn, til að mynda Alexander Petersson (hægri skytta), Kim Ekdahl du Rietz (vinstri skytta) og Niklas Landin (markvörður). Það er líka verið að skoða að bæta við hægri skyttu og línumanni fyrir næsta tímabil." Hann segir að brotthvarf Nielsens þýði meira aðhald í fjármálum. „Það þarf að skera niður kostnað en engu að síður teljum við að við verðum með mjög öflugt lið. Pólverjarnir eru dýrustu leikmenn liðsins og brotthvarf þeirra er hluti af niðurskurðinum." Hann segir að það hafi lengi staðið til að Nielsen myndi hætta afskiptum af félaginu. „Jesper hefur önnur plön í dag og við verðum að taka þessum breytingum. Ég hef átt mjög gott samstarf við hann í gegnum tíðina en þó svo að hann sé nú farinn breytir það engu um mína stöðu hjá félaginu. Ég er með samning hér til 2015 og þó að maður viti aldrei í þessum bransa hvernig framtíðin verður veit ég ekki annað en að menn hér séu ánægðir með mín störf," sagði Guðmundur Guðmundsson. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Þýska úrvalsdeildin er komin aftur af stað eftir að Evrópumeistaramótinu í Serbíu lauk. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er því kominn aftur í sitt daglega starf – að þjálfa Rhein-Neckar Löwen. Þar hefur gengið á ýmsu en meiðsli leikmanna hafa sett strik í reikninginn auk þess sem miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá félaginu, bæði hjá yfirstjórn þess og í leikmannahópi. Guðmundur gat aðeins teflt fram níu útileikmönnum þegar Rhein-Neckar Löwen vann sigur á Balingen, 30-24, í þýsku úrvalsdeildinni á miðvikudag. Fékk smápening í augað„Börge Lund er til að mynda meiddur og Zarko Sesum fékk smápening í augað á EM sem var mjög alvarlegur áverki," segir Guðmundur en báðir eru þeir leikstjórnendur. „Zarko þarf að fara í uppskurð en hann er nú aðeins með tíu prósenta sjón á auganu." Atvikið átti sér stað eftir leik Serbíu og Króatíu í undanúrslitum keppninnar. Áhorfandi ætlaði sér að grýta myntinni í leikmann Króatíu en hæfði Sesum á versta stað. Guðmundur segir ágætar horfur á að Sesum geti byrjað að spila á ný. „Augað er enn bólgið og uppskurðurinn getur ekki farið fram fyrr en það er búið að jafna sig. Menn eru þó vongóðir um að hann fái 50 prósenta sjón á auganu og geti spilað á ný." Hornamaðurinn Patrick Grötzki er einnig frá vegna meiðsla og þá er Krzysztof Lijewski tæpur. Má ekkert út af bregða„Þetta er því grafalvarleg staða. Ég hef í raun bara einn leikstjórnanda, eina skyttu vinstra megin og tvær hægra megin. Meira er það ekki í þessum stöðum og má því varla neitt út af bregða." Þetta hefur líka haft sitt að segja á æfingum. „Þetta hefur verið meira að segja svo slæmt að ég hef sjálfur þurft að standa vörn á æfingum," segir hann í léttum dúr. „Við erum að skoða hvaða möguleikar standa okkur til boða, til að mynda með því að fá leikmenn að láni." Á dögunum bárust svo þær fregnir að Pólverjarnir Lijewski og Karol Bielecki væru báðir á leið frá félaginu í sumar. Þar að auki myndi Jesper Nielsen, aðalstyrktaraðili félagsins og stjórnarformaður, hætta afskiptum af félaginu. Guðmundur segir að verið sé að hugsa upp á nýtt hvernig beri að byggja upp félagið og koma upp sterku liði. „Það á að yngja liðið upp og vera með 8-9 toppleikmenn. Þó svo að við séum að missa leikmenn fáum við líka afar spennandi leikmenn í staðinn, til að mynda Alexander Petersson (hægri skytta), Kim Ekdahl du Rietz (vinstri skytta) og Niklas Landin (markvörður). Það er líka verið að skoða að bæta við hægri skyttu og línumanni fyrir næsta tímabil." Hann segir að brotthvarf Nielsens þýði meira aðhald í fjármálum. „Það þarf að skera niður kostnað en engu að síður teljum við að við verðum með mjög öflugt lið. Pólverjarnir eru dýrustu leikmenn liðsins og brotthvarf þeirra er hluti af niðurskurðinum." Hann segir að það hafi lengi staðið til að Nielsen myndi hætta afskiptum af félaginu. „Jesper hefur önnur plön í dag og við verðum að taka þessum breytingum. Ég hef átt mjög gott samstarf við hann í gegnum tíðina en þó svo að hann sé nú farinn breytir það engu um mína stöðu hjá félaginu. Ég er með samning hér til 2015 og þó að maður viti aldrei í þessum bransa hvernig framtíðin verður veit ég ekki annað en að menn hér séu ánægðir með mín störf," sagði Guðmundur Guðmundsson.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira