Enginn betri en Þórir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 13. ágúst 2012 08:00 Þórir Hergeirsson fagnar í leikslok eftir að stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta voru orðnar ólympíumeistarar. Mynd/Valli Norska kvennalandsliðið í handbolta er nú ríkjandi heims-, Evrópu- og ólympíumeistari eftir sigur liðsins á Svartfjallalandi, 26-23, í úrslitaleik handboltakeppninnar á leikunum í London um helgina. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en þrátt fyrir að liðið hafi átt ótrúlegri velgengni að fagna á síðustu áratugum (21 verðlaun á stórmótum, þar af níu gull) er þetta í fyrsta sinn sem liðið er handhafi allra titlanna samtímis. Þórir var áður aðstoðarþjálfari Marit Breivik í átta ár áður en hann tók við liðinu árið 2009. Misstum aldrei trúna„Það er gott að spila fyrir Þóri enda er hann góður þjálfari," sagði hornamaðurinn Camilla Herrem við Fréttablaðið eftir leikinn, með gullið um hálsinn. „Hann fékk mikla gagnrýni á sig á meðan mótinu stóð en hann sýndi núna öllum Norðmönnum að hann er sá besti í faginu." Norska liðinu gekk illa í upphafi mótsins og endaði í fjórða sæti síns riðils. En eftir sigur á Brasilíu í fjórðungsúrslitum hefur liðið sýnt allar sínar bestu hliðar. „Við misstum aldrei trúna, allra síst Þórir. Við höfum alltaf stutt hann – sama hvað aðrir hafa sagt," bætti Herrem við. Sjálfur var Þórir yfirvegunin uppmáluð á meðan úrslitaleiknum stóð, sem og eftir hann þegar sigurinn var í höfn. „Þórir er alltaf mjög rólegur í leikjunum og það hentar okkur fullkomnlega. Við gætum aldrei verið með rússneskan þjálfara," sagði Herrem og hló. Lítil auðmýkt og miklar kröfurÞórir sagði sjálfur að leiðin að gullinu hafi verið erfið og að hann sé afar stoltur af leikmönnum og sínu samstarfsfólki. „Við vorum lengi að koma lykilmönnum í gang og þess fyrir utan eru geysilega miklar væntingar gerðar til liðsins. Það er lítið um auðmýkt í kringum okkur en mikið um kröfur," sagði Þórir. „En það er góður andi í liðinu og starfsteyminu. Það gerði það að verkum að við náðum að finna okkar gildi og aðferðir sem við viljum nota í móti sem þessu." Áskoranir hvetja mig áframÞórir er nýbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við norska handboltasambandið og fer því fljótlega að huga að því að byggja upp nýtt lið til framtíðar. „Auðvitað er maður algjör vitleysingur að skrifa undir svona lagað eftir þennan árangur," sagði hann í léttum dúr. „En ég hef mjög gaman af starfinu, bæði að vinna með þessum leikmönnum og sambandi sem hefur mikinn metnað og setur liðinu stór markmið. Það hvetur mann áfram enda er ég þannig gerður að ég nýt mín best þegar ég þarf að takast á við miklar áskoranir." Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta er nú ríkjandi heims-, Evrópu- og ólympíumeistari eftir sigur liðsins á Svartfjallalandi, 26-23, í úrslitaleik handboltakeppninnar á leikunum í London um helgina. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en þrátt fyrir að liðið hafi átt ótrúlegri velgengni að fagna á síðustu áratugum (21 verðlaun á stórmótum, þar af níu gull) er þetta í fyrsta sinn sem liðið er handhafi allra titlanna samtímis. Þórir var áður aðstoðarþjálfari Marit Breivik í átta ár áður en hann tók við liðinu árið 2009. Misstum aldrei trúna„Það er gott að spila fyrir Þóri enda er hann góður þjálfari," sagði hornamaðurinn Camilla Herrem við Fréttablaðið eftir leikinn, með gullið um hálsinn. „Hann fékk mikla gagnrýni á sig á meðan mótinu stóð en hann sýndi núna öllum Norðmönnum að hann er sá besti í faginu." Norska liðinu gekk illa í upphafi mótsins og endaði í fjórða sæti síns riðils. En eftir sigur á Brasilíu í fjórðungsúrslitum hefur liðið sýnt allar sínar bestu hliðar. „Við misstum aldrei trúna, allra síst Þórir. Við höfum alltaf stutt hann – sama hvað aðrir hafa sagt," bætti Herrem við. Sjálfur var Þórir yfirvegunin uppmáluð á meðan úrslitaleiknum stóð, sem og eftir hann þegar sigurinn var í höfn. „Þórir er alltaf mjög rólegur í leikjunum og það hentar okkur fullkomnlega. Við gætum aldrei verið með rússneskan þjálfara," sagði Herrem og hló. Lítil auðmýkt og miklar kröfurÞórir sagði sjálfur að leiðin að gullinu hafi verið erfið og að hann sé afar stoltur af leikmönnum og sínu samstarfsfólki. „Við vorum lengi að koma lykilmönnum í gang og þess fyrir utan eru geysilega miklar væntingar gerðar til liðsins. Það er lítið um auðmýkt í kringum okkur en mikið um kröfur," sagði Þórir. „En það er góður andi í liðinu og starfsteyminu. Það gerði það að verkum að við náðum að finna okkar gildi og aðferðir sem við viljum nota í móti sem þessu." Áskoranir hvetja mig áframÞórir er nýbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við norska handboltasambandið og fer því fljótlega að huga að því að byggja upp nýtt lið til framtíðar. „Auðvitað er maður algjör vitleysingur að skrifa undir svona lagað eftir þennan árangur," sagði hann í léttum dúr. „En ég hef mjög gaman af starfinu, bæði að vinna með þessum leikmönnum og sambandi sem hefur mikinn metnað og setur liðinu stór markmið. Það hvetur mann áfram enda er ég þannig gerður að ég nýt mín best þegar ég þarf að takast á við miklar áskoranir."
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Sjá meira