Handbolti

Hlynur og Anton áttu að fá leik í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Leifsson, handboltadómari.
Hlynur Leifsson, handboltadómari. Mynd/Valli
Þeir Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson hefðu átt að dæma í dag á Evrópumeistaramótinu í Serbíu en veikindi Hlyns komu í veg fyrir það.

Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Hlynur sagði að þeim hafi verið tilkynnt að þeir myndu fá leik í dag en þá fara fram leikir í undanúrslitum sem og leikur um fimmta sæti mótsins.

En svo veiktist Hlynur og því gátu þeir ekki gefið kost á sér. „Þessu móti er lokið hjá okkur. Svona er þetta og maður verður bara að taka þessu," sagði Hlynur en þeir höfðu dæmt þrjá leiki á mótinu og staðið sig vel.

„Við höfum fengið mjög góða dóma fyrir okkar leiki. Menn hafa verið mjög ánægðir með okkur. Það hefur verið frábært að vera hérna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×