Danir komnir í úrslitaleikinn á EM - unnu Spánverja 25-24 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2012 16:15 Nordic Photos / AFP Danir eru komnir í úrslitaleik á öðru stórmótinu í röð eftir eins marks sigur á Spánverjum, 25-24, í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð í fyrra en mæta annaðhvort Serbum eða Króötum í úrslitleiknum á sunnudaginn. Mikkel Hansen skoraði sigurmark Dana 50 sekúndum fyrir leikslok en hann var með 4 mörk og fjölda stoðsendinga í leiknum. Rasmus Lauge Schmidt skoraði 6 mörk fyrir Dani og Rene Toft Hansen var með 4 mörk. Niklas Landin var líka öflugur í danska markinu en mótshaldarar voru sparir á vörðu skotin. Julen Aguinagalde var markhæstur hjá Spánverjum með 5 mörk. Spánverjar byrjuðu vel og virtust vera að stinga af í upphafi leiks. Þeir voru 7-3 yfir þegar fjórtán mínútur voru liðnar og þetta leit ekki vel út fyrir danska liðið. Danirnir hrukku hinsvegar í gang í seinni hluta hálfleiksins. Danir skoruðu fyrst þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 7-6 og náðu svo tveggja marka forskoti í hálfleik, 12-10, með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins. Mikkel Hansen endaði hálfleikinn á því að skora beint úr aukakasti. Danirnir unnu síðan fyrstu átta mínútur seinni hálfleiksins 5-2 og voru fyrir vikið komnir með fimm marka forskot, 17-12. Spænska liðið vann sig í gegnum þetta mótlæti og tókst að jafna metin í 19-19 á tæplega tólf mínútum. Spánverjum tókst hinsvegar ekki að komast yfir og Danir náðu síðan aftur þriggja marka forskoti, 22-19, þegar tæplega níu mínútur voru til leiksloka. Spánverjar náðu öðrum góðum kafla og jöfnuðu metin í 23-23 þegar þrjár og hálf mínúta var eftir. Staðan var síðan 24-24 þegar 75 sekúndur voru til leiksloka og Danir voru með boltann. Mikkel Hansen kom Dönum í 25-24 þegar 50 sekúndur voru eftir og Spánverjar skutu framhjá í næstu sókn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis. Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri Sjá meira
Danir eru komnir í úrslitaleik á öðru stórmótinu í röð eftir eins marks sigur á Spánverjum, 25-24, í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð í fyrra en mæta annaðhvort Serbum eða Króötum í úrslitleiknum á sunnudaginn. Mikkel Hansen skoraði sigurmark Dana 50 sekúndum fyrir leikslok en hann var með 4 mörk og fjölda stoðsendinga í leiknum. Rasmus Lauge Schmidt skoraði 6 mörk fyrir Dani og Rene Toft Hansen var með 4 mörk. Niklas Landin var líka öflugur í danska markinu en mótshaldarar voru sparir á vörðu skotin. Julen Aguinagalde var markhæstur hjá Spánverjum með 5 mörk. Spánverjar byrjuðu vel og virtust vera að stinga af í upphafi leiks. Þeir voru 7-3 yfir þegar fjórtán mínútur voru liðnar og þetta leit ekki vel út fyrir danska liðið. Danirnir hrukku hinsvegar í gang í seinni hluta hálfleiksins. Danir skoruðu fyrst þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 7-6 og náðu svo tveggja marka forskoti í hálfleik, 12-10, með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins. Mikkel Hansen endaði hálfleikinn á því að skora beint úr aukakasti. Danirnir unnu síðan fyrstu átta mínútur seinni hálfleiksins 5-2 og voru fyrir vikið komnir með fimm marka forskot, 17-12. Spænska liðið vann sig í gegnum þetta mótlæti og tókst að jafna metin í 19-19 á tæplega tólf mínútum. Spánverjum tókst hinsvegar ekki að komast yfir og Danir náðu síðan aftur þriggja marka forskoti, 22-19, þegar tæplega níu mínútur voru til leiksloka. Spánverjar náðu öðrum góðum kafla og jöfnuðu metin í 23-23 þegar þrjár og hálf mínúta var eftir. Staðan var síðan 24-24 þegar 75 sekúndur voru til leiksloka og Danir voru með boltann. Mikkel Hansen kom Dönum í 25-24 þegar 50 sekúndur voru eftir og Spánverjar skutu framhjá í næstu sókn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis.
Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri Sjá meira