Fréttaskýring: Verðbólgan enn órafjarri markmiðinu Magnús Halldórsson skrifar 24. febrúar 2012 13:32 Verðbólga mælist nú 6,3 prósent á ársgrundvelli samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í morgun. Þrátt fyrir að það sé lækkun um 0,2 prósentustig frá því í janúar eru blikur á lofti hvað varðar verðbólguhorfur í augnablikinu.Veldur áhyggjum Peningastefnunefnd Seðlabankans eyddi miklu púðri í að ræða verðbólguhorfur á fundum nefndarinnar 6. og 7. febrúar sl. en tveir nefndarmanna töldu ástæðu til þess að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur vegna þess að verðbólguhorfur höfðu versnað frá síðasta vaxtaákvörðunardegi. Í fundargerð peningastefnunefndarinnar, sem gerð var opinber fyrr í vikunni, stendur orðrétt: "Nefndarmenn voru sammála um að verri verðbólguhorfur væru meginrökin fyrir hækkun vaxta. Fram kom í umræðunum að þótt þróun verðbólgunnar til skamms tíma væri í samræmi við væntingar væri nú spáð að hún hjaðnaði heldur hægar á árinu 2012 og yrði, miðað við nokkurn veginn óbreytt gengi, heldur lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið bankans en hafði verið spáð í nóvember. Ennfremur væru verðbólguvæntingar ennþá háar og raunvextir bankans hefðu lækkað frá síðasta fundi. Í ljósi mikillar verðbólgu og hárra verðbólguvæntinga og að teknu tilliti til þess að verðbólguhorfur fyrir þetta ár hefðu versnað, héldu því sumir nefndarmenn því fram að vaxtahækkun væri nauðsynleg á þessum tímapunkti. Með hliðsjón af umræðunni lagði seðlabankastjóri til að vöxtum bankans yrði haldið óbreyttum: innlánsvöxtum (vöxtum á viðskiptareikningum) í 3,75%, hámarksvöxtum á 28 daga innstæðubréfum í 4,5%, vöxtum af lánum gegn veði til sjö daga í 4,75% og daglánavöxtum í 5,75%. Þrír nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra en tveir nefndarmenn greiddu atkvæði gegn henni og kusu að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Þessir nefndarmenn álitu versnandi verðbólguhorfur og viðvarandi háar verðbólguvæntingar vega þyngra og töldu nauðsynlegt að snúa við lækkun raunvaxta frá síðasta fundi." Í nefndinni eiga sæti auk Más, Arnór Sighvatsson aðstðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Anne Sibert prófessor og Gylfi Zoega prófessor.Blikur á lofti Þessar deildu meiningar nefndarmanna sýna glöggt að blikur er á lofti þegar kemur að verðbólgunni. Í nýjustu Peningamálum seðlabankans sem komu út fyrr í mánuðinum, er því spáð að verðbólumarkmið seðlabankans, upp á 2,5 prósent náist í upphafi árs 2014. Ef svo fer, verður það í þriðja sinn á tíu ára tímabili. Í apríl 2004 mældist verðbólga á ársgrundvelli 2,2 prósent, en var farin upp fyrir markmiðið nokkrum mánuðum síðar og hækkaði síðan stöðugt í þegar hagkerfið hitnaði hratt á tímum fordæmalausrar eignabólu. Markmiðið náðist svo aftur í desember 2010, en þá mældist verðbólgan 2,5 prósent. Frá því í mars 2011 hefur hún hækkað jafnt og þétt, og mælist nú, eins og áður segir, 6,3 prósent. Án húsnæðisliðarins mælist hún 6 prósent og hefur hann því áhrif á vísitöluna til hækkunar. Margir óvissuþættir eru fyrir hendi þegar kemur að verðbólgunni. Þar á meðal er gengi krónunnar en hún hefur veikst jafnt og þétt að undanförnu þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Þar vega þungt vaxtagreiðslur fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins í erlendri mynt, að því er Már Guðmundsson seðlabankastjóri greindi frá á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Verðbólga mælist nú 6,3 prósent á ársgrundvelli samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í morgun. Þrátt fyrir að það sé lækkun um 0,2 prósentustig frá því í janúar eru blikur á lofti hvað varðar verðbólguhorfur í augnablikinu.Veldur áhyggjum Peningastefnunefnd Seðlabankans eyddi miklu púðri í að ræða verðbólguhorfur á fundum nefndarinnar 6. og 7. febrúar sl. en tveir nefndarmanna töldu ástæðu til þess að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur vegna þess að verðbólguhorfur höfðu versnað frá síðasta vaxtaákvörðunardegi. Í fundargerð peningastefnunefndarinnar, sem gerð var opinber fyrr í vikunni, stendur orðrétt: "Nefndarmenn voru sammála um að verri verðbólguhorfur væru meginrökin fyrir hækkun vaxta. Fram kom í umræðunum að þótt þróun verðbólgunnar til skamms tíma væri í samræmi við væntingar væri nú spáð að hún hjaðnaði heldur hægar á árinu 2012 og yrði, miðað við nokkurn veginn óbreytt gengi, heldur lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið bankans en hafði verið spáð í nóvember. Ennfremur væru verðbólguvæntingar ennþá háar og raunvextir bankans hefðu lækkað frá síðasta fundi. Í ljósi mikillar verðbólgu og hárra verðbólguvæntinga og að teknu tilliti til þess að verðbólguhorfur fyrir þetta ár hefðu versnað, héldu því sumir nefndarmenn því fram að vaxtahækkun væri nauðsynleg á þessum tímapunkti. Með hliðsjón af umræðunni lagði seðlabankastjóri til að vöxtum bankans yrði haldið óbreyttum: innlánsvöxtum (vöxtum á viðskiptareikningum) í 3,75%, hámarksvöxtum á 28 daga innstæðubréfum í 4,5%, vöxtum af lánum gegn veði til sjö daga í 4,75% og daglánavöxtum í 5,75%. Þrír nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra en tveir nefndarmenn greiddu atkvæði gegn henni og kusu að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Þessir nefndarmenn álitu versnandi verðbólguhorfur og viðvarandi háar verðbólguvæntingar vega þyngra og töldu nauðsynlegt að snúa við lækkun raunvaxta frá síðasta fundi." Í nefndinni eiga sæti auk Más, Arnór Sighvatsson aðstðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Anne Sibert prófessor og Gylfi Zoega prófessor.Blikur á lofti Þessar deildu meiningar nefndarmanna sýna glöggt að blikur er á lofti þegar kemur að verðbólgunni. Í nýjustu Peningamálum seðlabankans sem komu út fyrr í mánuðinum, er því spáð að verðbólumarkmið seðlabankans, upp á 2,5 prósent náist í upphafi árs 2014. Ef svo fer, verður það í þriðja sinn á tíu ára tímabili. Í apríl 2004 mældist verðbólga á ársgrundvelli 2,2 prósent, en var farin upp fyrir markmiðið nokkrum mánuðum síðar og hækkaði síðan stöðugt í þegar hagkerfið hitnaði hratt á tímum fordæmalausrar eignabólu. Markmiðið náðist svo aftur í desember 2010, en þá mældist verðbólgan 2,5 prósent. Frá því í mars 2011 hefur hún hækkað jafnt og þétt, og mælist nú, eins og áður segir, 6,3 prósent. Án húsnæðisliðarins mælist hún 6 prósent og hefur hann því áhrif á vísitöluna til hækkunar. Margir óvissuþættir eru fyrir hendi þegar kemur að verðbólgunni. Þar á meðal er gengi krónunnar en hún hefur veikst jafnt og þétt að undanförnu þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Þar vega þungt vaxtagreiðslur fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins í erlendri mynt, að því er Már Guðmundsson seðlabankastjóri greindi frá á síðasta vaxtaákvörðunardegi.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira