Fréttaskýring: Verðbólgan enn órafjarri markmiðinu Magnús Halldórsson skrifar 24. febrúar 2012 13:32 Verðbólga mælist nú 6,3 prósent á ársgrundvelli samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í morgun. Þrátt fyrir að það sé lækkun um 0,2 prósentustig frá því í janúar eru blikur á lofti hvað varðar verðbólguhorfur í augnablikinu.Veldur áhyggjum Peningastefnunefnd Seðlabankans eyddi miklu púðri í að ræða verðbólguhorfur á fundum nefndarinnar 6. og 7. febrúar sl. en tveir nefndarmanna töldu ástæðu til þess að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur vegna þess að verðbólguhorfur höfðu versnað frá síðasta vaxtaákvörðunardegi. Í fundargerð peningastefnunefndarinnar, sem gerð var opinber fyrr í vikunni, stendur orðrétt: "Nefndarmenn voru sammála um að verri verðbólguhorfur væru meginrökin fyrir hækkun vaxta. Fram kom í umræðunum að þótt þróun verðbólgunnar til skamms tíma væri í samræmi við væntingar væri nú spáð að hún hjaðnaði heldur hægar á árinu 2012 og yrði, miðað við nokkurn veginn óbreytt gengi, heldur lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið bankans en hafði verið spáð í nóvember. Ennfremur væru verðbólguvæntingar ennþá háar og raunvextir bankans hefðu lækkað frá síðasta fundi. Í ljósi mikillar verðbólgu og hárra verðbólguvæntinga og að teknu tilliti til þess að verðbólguhorfur fyrir þetta ár hefðu versnað, héldu því sumir nefndarmenn því fram að vaxtahækkun væri nauðsynleg á þessum tímapunkti. Með hliðsjón af umræðunni lagði seðlabankastjóri til að vöxtum bankans yrði haldið óbreyttum: innlánsvöxtum (vöxtum á viðskiptareikningum) í 3,75%, hámarksvöxtum á 28 daga innstæðubréfum í 4,5%, vöxtum af lánum gegn veði til sjö daga í 4,75% og daglánavöxtum í 5,75%. Þrír nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra en tveir nefndarmenn greiddu atkvæði gegn henni og kusu að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Þessir nefndarmenn álitu versnandi verðbólguhorfur og viðvarandi háar verðbólguvæntingar vega þyngra og töldu nauðsynlegt að snúa við lækkun raunvaxta frá síðasta fundi." Í nefndinni eiga sæti auk Más, Arnór Sighvatsson aðstðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Anne Sibert prófessor og Gylfi Zoega prófessor.Blikur á lofti Þessar deildu meiningar nefndarmanna sýna glöggt að blikur er á lofti þegar kemur að verðbólgunni. Í nýjustu Peningamálum seðlabankans sem komu út fyrr í mánuðinum, er því spáð að verðbólumarkmið seðlabankans, upp á 2,5 prósent náist í upphafi árs 2014. Ef svo fer, verður það í þriðja sinn á tíu ára tímabili. Í apríl 2004 mældist verðbólga á ársgrundvelli 2,2 prósent, en var farin upp fyrir markmiðið nokkrum mánuðum síðar og hækkaði síðan stöðugt í þegar hagkerfið hitnaði hratt á tímum fordæmalausrar eignabólu. Markmiðið náðist svo aftur í desember 2010, en þá mældist verðbólgan 2,5 prósent. Frá því í mars 2011 hefur hún hækkað jafnt og þétt, og mælist nú, eins og áður segir, 6,3 prósent. Án húsnæðisliðarins mælist hún 6 prósent og hefur hann því áhrif á vísitöluna til hækkunar. Margir óvissuþættir eru fyrir hendi þegar kemur að verðbólgunni. Þar á meðal er gengi krónunnar en hún hefur veikst jafnt og þétt að undanförnu þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Þar vega þungt vaxtagreiðslur fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins í erlendri mynt, að því er Már Guðmundsson seðlabankastjóri greindi frá á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Verðbólga mælist nú 6,3 prósent á ársgrundvelli samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í morgun. Þrátt fyrir að það sé lækkun um 0,2 prósentustig frá því í janúar eru blikur á lofti hvað varðar verðbólguhorfur í augnablikinu.Veldur áhyggjum Peningastefnunefnd Seðlabankans eyddi miklu púðri í að ræða verðbólguhorfur á fundum nefndarinnar 6. og 7. febrúar sl. en tveir nefndarmanna töldu ástæðu til þess að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur vegna þess að verðbólguhorfur höfðu versnað frá síðasta vaxtaákvörðunardegi. Í fundargerð peningastefnunefndarinnar, sem gerð var opinber fyrr í vikunni, stendur orðrétt: "Nefndarmenn voru sammála um að verri verðbólguhorfur væru meginrökin fyrir hækkun vaxta. Fram kom í umræðunum að þótt þróun verðbólgunnar til skamms tíma væri í samræmi við væntingar væri nú spáð að hún hjaðnaði heldur hægar á árinu 2012 og yrði, miðað við nokkurn veginn óbreytt gengi, heldur lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið bankans en hafði verið spáð í nóvember. Ennfremur væru verðbólguvæntingar ennþá háar og raunvextir bankans hefðu lækkað frá síðasta fundi. Í ljósi mikillar verðbólgu og hárra verðbólguvæntinga og að teknu tilliti til þess að verðbólguhorfur fyrir þetta ár hefðu versnað, héldu því sumir nefndarmenn því fram að vaxtahækkun væri nauðsynleg á þessum tímapunkti. Með hliðsjón af umræðunni lagði seðlabankastjóri til að vöxtum bankans yrði haldið óbreyttum: innlánsvöxtum (vöxtum á viðskiptareikningum) í 3,75%, hámarksvöxtum á 28 daga innstæðubréfum í 4,5%, vöxtum af lánum gegn veði til sjö daga í 4,75% og daglánavöxtum í 5,75%. Þrír nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra en tveir nefndarmenn greiddu atkvæði gegn henni og kusu að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Þessir nefndarmenn álitu versnandi verðbólguhorfur og viðvarandi háar verðbólguvæntingar vega þyngra og töldu nauðsynlegt að snúa við lækkun raunvaxta frá síðasta fundi." Í nefndinni eiga sæti auk Más, Arnór Sighvatsson aðstðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, Anne Sibert prófessor og Gylfi Zoega prófessor.Blikur á lofti Þessar deildu meiningar nefndarmanna sýna glöggt að blikur er á lofti þegar kemur að verðbólgunni. Í nýjustu Peningamálum seðlabankans sem komu út fyrr í mánuðinum, er því spáð að verðbólumarkmið seðlabankans, upp á 2,5 prósent náist í upphafi árs 2014. Ef svo fer, verður það í þriðja sinn á tíu ára tímabili. Í apríl 2004 mældist verðbólga á ársgrundvelli 2,2 prósent, en var farin upp fyrir markmiðið nokkrum mánuðum síðar og hækkaði síðan stöðugt í þegar hagkerfið hitnaði hratt á tímum fordæmalausrar eignabólu. Markmiðið náðist svo aftur í desember 2010, en þá mældist verðbólgan 2,5 prósent. Frá því í mars 2011 hefur hún hækkað jafnt og þétt, og mælist nú, eins og áður segir, 6,3 prósent. Án húsnæðisliðarins mælist hún 6 prósent og hefur hann því áhrif á vísitöluna til hækkunar. Margir óvissuþættir eru fyrir hendi þegar kemur að verðbólgunni. Þar á meðal er gengi krónunnar en hún hefur veikst jafnt og þétt að undanförnu þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Þar vega þungt vaxtagreiðslur fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins í erlendri mynt, að því er Már Guðmundsson seðlabankastjóri greindi frá á síðasta vaxtaákvörðunardegi.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira