Þessir mættu Brynhildur Björnsdóttir skrifar 27. október 2012 06:00 Á fimmtudagskvöldið var sögulegur knattspyrnuleikur háður á Laugardalsvellinum. Aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á völlinn til að hvetja kvennalandsliðið í knattspyrnu til dáða. Um sjö þúsund áhorfendur létu sig hafa það að sitja eða standa úti að kvöldlagi um haust, í kaldri rigningu/slyddu, til að sýna stolt, tiltrú og samstöðu með þessu frábæra fótboltaliði. Þetta var frábær leikur og sigurinn dísætur. Ég fann stoltið ólga í mér og hrópaði með hvatningarkórnum í sjónvarpinu. Áfram Ísland! En liðið heyrði ekki í mér því ég var ekki á staðnum. Ég var þreytt, er engin sérstök áhugakona um íþróttir, sýndist veður vott og var að kvefast. Það að ég skyldi ekki mæta á völlinn í fyrrakvöld segir ekkert um afstöðu mína til landsliðs kvenna í knattspyrnu. Það er ekki yfirlýsing um að mér finnist fótbolti óþörf íþrótt eða kvennafótbolti ómerkilegri en karlabolti (það er öfugt ef eitthvað er), sé ósátt við aðstöðuna á Laugardalsvellinum eða vilji mótmæla veðurfari á Íslandi. Þeir sem mættu, hrópuðu og fögnuðu voru verðugir fulltrúar mínir á staðnum og ég er líka stolt af þeim fyrir að mæta. Margir vilja þakka þessa góðu mætingu bréfi, eða ávarpi öllu heldur, sem fór sem eldur í sinu um vef og miðla í vikunni. Í þessu ávarpi bauð þjálfari kvennalandsliðsins okkur að breyta heiminum. Með því að fjölmenna á völlinn gæti þjóðin sýnt íþróttakonum og stelpum, og kannski í leiðinni öllum konum og stelpum, að þær séu jafnmerkilegar og karlar og strákar. Eitt af því sem hann sagði í þessu bréfi var: „Það er hægt að breyta heiminum. Ég og þú getum það saman!" Ég gerði orð Sigga Ragga að mínum, viku áður en þau náðu flugi á netinu. Ég mætti niður í Laugardal, stóð í þremur biðröðum í næstum því klukkutíma, missti af hádegismatnum og varð of sein á fund. Allt til að krota tákn á blað. Ég mætti og nýtti kosningaréttinn minn af því að mér fannst það skipta máli. Þeir sem heima sátu og mættu ekki hafa allir sínar ástæður fyrir því og þeirra hvatningarhróp eða óánægjuraddir verða þeirra einkamál, alveg eins og þegar ég hrópa Áfram Ísland! heima í stofu. Aðeins þeir sem mæta eru taldir með, það eru bara þeirra raddir sem heyrast. Það er bara svo einfalt. Að nýta kosningaréttinn, ekki síður en að mæta á völlinn og styðja liðið sitt, er með betri aðferðum til að byrja að breyta heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Á fimmtudagskvöldið var sögulegur knattspyrnuleikur háður á Laugardalsvellinum. Aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á völlinn til að hvetja kvennalandsliðið í knattspyrnu til dáða. Um sjö þúsund áhorfendur létu sig hafa það að sitja eða standa úti að kvöldlagi um haust, í kaldri rigningu/slyddu, til að sýna stolt, tiltrú og samstöðu með þessu frábæra fótboltaliði. Þetta var frábær leikur og sigurinn dísætur. Ég fann stoltið ólga í mér og hrópaði með hvatningarkórnum í sjónvarpinu. Áfram Ísland! En liðið heyrði ekki í mér því ég var ekki á staðnum. Ég var þreytt, er engin sérstök áhugakona um íþróttir, sýndist veður vott og var að kvefast. Það að ég skyldi ekki mæta á völlinn í fyrrakvöld segir ekkert um afstöðu mína til landsliðs kvenna í knattspyrnu. Það er ekki yfirlýsing um að mér finnist fótbolti óþörf íþrótt eða kvennafótbolti ómerkilegri en karlabolti (það er öfugt ef eitthvað er), sé ósátt við aðstöðuna á Laugardalsvellinum eða vilji mótmæla veðurfari á Íslandi. Þeir sem mættu, hrópuðu og fögnuðu voru verðugir fulltrúar mínir á staðnum og ég er líka stolt af þeim fyrir að mæta. Margir vilja þakka þessa góðu mætingu bréfi, eða ávarpi öllu heldur, sem fór sem eldur í sinu um vef og miðla í vikunni. Í þessu ávarpi bauð þjálfari kvennalandsliðsins okkur að breyta heiminum. Með því að fjölmenna á völlinn gæti þjóðin sýnt íþróttakonum og stelpum, og kannski í leiðinni öllum konum og stelpum, að þær séu jafnmerkilegar og karlar og strákar. Eitt af því sem hann sagði í þessu bréfi var: „Það er hægt að breyta heiminum. Ég og þú getum það saman!" Ég gerði orð Sigga Ragga að mínum, viku áður en þau náðu flugi á netinu. Ég mætti niður í Laugardal, stóð í þremur biðröðum í næstum því klukkutíma, missti af hádegismatnum og varð of sein á fund. Allt til að krota tákn á blað. Ég mætti og nýtti kosningaréttinn minn af því að mér fannst það skipta máli. Þeir sem heima sátu og mættu ekki hafa allir sínar ástæður fyrir því og þeirra hvatningarhróp eða óánægjuraddir verða þeirra einkamál, alveg eins og þegar ég hrópa Áfram Ísland! heima í stofu. Aðeins þeir sem mæta eru taldir með, það eru bara þeirra raddir sem heyrast. Það er bara svo einfalt. Að nýta kosningaréttinn, ekki síður en að mæta á völlinn og styðja liðið sitt, er með betri aðferðum til að byrja að breyta heiminum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun