Draumariðill í Lundúnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ólafur Stefánsson mun að öllum líkindum ljúka glæsilegum landsliðsferli á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Mynd/AFP Í gær var dregið í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Liðunum tólf sem höfðu tryggt sér þátttökurétt á leikunum var skipt í tvo riðla og er óhætt að fullyrða að Ísland hafi lent í „léttari" riðlinum þar sem gríðarsterk lið skipa hinn riðilinn. Ísland er í A-riðli með Frakklandi, Svíþjóð, Túnis, Argentínu og Bretlandi. Argentína var í sama styrkleikaflokki og Evrópumeistarar Danmerkur, þó svo að mikill getumunur hafi verið á þessum liðum undanfarin ár. Danir voru til að mynda afar ósáttir við það hlutskipti að teljast jafnir liði Argentínu að styrkleika – sem þó er Suður-Ameríkumeistari. Það lá því fyrir að liðin myndu dragast hvort í sinn riðil. Bretland, sem var með Serbíu í styrkleikaflokki, fékk svo að velja sér riðil þegar búið var að draga úr öðrum styrkleikaflokkum. Það kom ekki á óvart að Dragan Djukic, landsliðsþjálfari Breta, valdi að spila frekar við Suður-Ameríkumeistarana en Evrópumeistarana. Frakkland, Svíþjóð og Túnis eru einnig í riðli með Íslandi en fjögur efstu liðin munu komast áfram í fjórðungsúrslit. Skiptir máli að lenda eins ofarlega og mögulegt er til að sleppa við sterkustu liðin úr B-riðlinum strax í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Ef Ísland kemst áfram upp úr riðlakeppninni er ljóst að það verður erfið leið sem bíður strákanna ætli þeir sér að komast aftur alla leið í úrslitaleikinn, rétt eins og í Peking fyrir fjórum árum síðan. Fimm sterkar Evrópuþjóðir eru í B-riðli auk Asíumeistara Suður-Kóreu sem hefur ávallt reynst hættulegur andstæðingur. Má búast við harðri baráttu um efstu fjögur sætin í þeim riðli. Ólympíuleikarnir hefjast föstudaginn 27. júlí og keppni í handbolta karla tveimur dögum síðar. Keppt verður annan hvorn dag frá því en úrslitaleikurinn verður háður sunnudaginn 12. ágúst, á lokakeppnisdegi leikanna. Íslenska landsliðið hefur ekki undirbúning sinn fyrir leikana fyrr en eftir að leikjum Íslands gegn Hollandi í undankeppni HM 2013 lýkur. Fyrri leikurinn fer fram 10. júní hér heima og sá síðari í Hollandi sex dögum síðar. Þessa dagana er keppnistímabilinu í atvinnumannadeildunum í Evrópu að ljúka og fá því flestir landsliðsmanna Íslands frí í aðeins nokkra daga áður en þeir hefja æfingar með landsliðinu hér á landi. Ekki náðist í landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í gær. Handbolti Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Í gær var dregið í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Liðunum tólf sem höfðu tryggt sér þátttökurétt á leikunum var skipt í tvo riðla og er óhætt að fullyrða að Ísland hafi lent í „léttari" riðlinum þar sem gríðarsterk lið skipa hinn riðilinn. Ísland er í A-riðli með Frakklandi, Svíþjóð, Túnis, Argentínu og Bretlandi. Argentína var í sama styrkleikaflokki og Evrópumeistarar Danmerkur, þó svo að mikill getumunur hafi verið á þessum liðum undanfarin ár. Danir voru til að mynda afar ósáttir við það hlutskipti að teljast jafnir liði Argentínu að styrkleika – sem þó er Suður-Ameríkumeistari. Það lá því fyrir að liðin myndu dragast hvort í sinn riðil. Bretland, sem var með Serbíu í styrkleikaflokki, fékk svo að velja sér riðil þegar búið var að draga úr öðrum styrkleikaflokkum. Það kom ekki á óvart að Dragan Djukic, landsliðsþjálfari Breta, valdi að spila frekar við Suður-Ameríkumeistarana en Evrópumeistarana. Frakkland, Svíþjóð og Túnis eru einnig í riðli með Íslandi en fjögur efstu liðin munu komast áfram í fjórðungsúrslit. Skiptir máli að lenda eins ofarlega og mögulegt er til að sleppa við sterkustu liðin úr B-riðlinum strax í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Ef Ísland kemst áfram upp úr riðlakeppninni er ljóst að það verður erfið leið sem bíður strákanna ætli þeir sér að komast aftur alla leið í úrslitaleikinn, rétt eins og í Peking fyrir fjórum árum síðan. Fimm sterkar Evrópuþjóðir eru í B-riðli auk Asíumeistara Suður-Kóreu sem hefur ávallt reynst hættulegur andstæðingur. Má búast við harðri baráttu um efstu fjögur sætin í þeim riðli. Ólympíuleikarnir hefjast föstudaginn 27. júlí og keppni í handbolta karla tveimur dögum síðar. Keppt verður annan hvorn dag frá því en úrslitaleikurinn verður háður sunnudaginn 12. ágúst, á lokakeppnisdegi leikanna. Íslenska landsliðið hefur ekki undirbúning sinn fyrir leikana fyrr en eftir að leikjum Íslands gegn Hollandi í undankeppni HM 2013 lýkur. Fyrri leikurinn fer fram 10. júní hér heima og sá síðari í Hollandi sex dögum síðar. Þessa dagana er keppnistímabilinu í atvinnumannadeildunum í Evrópu að ljúka og fá því flestir landsliðsmanna Íslands frí í aðeins nokkra daga áður en þeir hefja æfingar með landsliðinu hér á landi. Ekki náðist í landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í gær.
Handbolti Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira