Snorri Steinn: Mætum óhræddir til leiks Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2012 08:00 Snorri er einn fjögurra Íslendinga hjá AG en allir gegna þeir mikilvægum hlutverkum í liðinu.mynd/ole nielsen Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast um helgina. Þá fara fram undanúrslit og úrslit en Íslendingar eru í þremur af fjórum liðunum. Dönsku meistararnir í AG stefna á að fara alla leið fyrsta árið sitt í Meistaradeildinni. Sex íslenskir landsliðsmenn í handbolta og tveir þjálfarar verða í eldlínunni með liðum sínum þegar úrslitin í Meistaradeild Evrópu ráðast um helgina. Þá fer fram hið svokallaða „Final Four" þar sem undanúrslitin verða leikin á laugardaginn og úrslitin á sunnudag. Leikið verður í hinni glæsilegu Lanxess-höll í miðborg Kölnar í Þýskalandi. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eigast við í öðrum undanúrslitaleiknum en þar munu mætast þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson, sem og landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin). Í hinni viðureigninni í undanúrslitum mætast dönsku meistararnir í AG og Atletico Madrid frá Spáni – sem hét áður Ciudad Real og er eitt allra sigursælasta handboltafélag Evrópu síðustu ára. Með AG leika sem kunnugt er fjórir Íslendingar; Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Sá síðastnefndi sagði mikla tilhlökkun ríkja í herbúðum AG fyrir átök helgarinnar. „Að þessu höfum við stefnt í allan vetur," sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. „Við ýttum þessu til hliðar á meðan undanúrslitin í deildinni hér heima fóru fram en okkur tókst að komast í úrslitaleikinn og höfum síðan þá einbeitt okkur að leiknum gegn Atletico." Þó svo að Meistaradeildin sé stærsta félagsliðakeppni heims segir Snorri að leikmönnum AG hafi tekist að einbeita sér ávallt að næsta leik. Árangurinn talar sínu máli – liðið orðið bikarmeistari og stefnir í að liðið vinni tvöfalt í Danmörku annað árið í röð. Gengi liðsins í Meistaradeildinni hefur verið glæsilegt. Liðið lenti í öðru sæti, einu stigi á eftir Kiel, í sterkum riðli og fékk fyrir vikið auðveldari andstæðing í 16-liða úrslitunum. Sænska liðið Sävehof reyndist ekki mikil fyrirstaða þar. En Evrópumeistarar Barcelona biðu í fjórðungsúrslitum. AG gerði sér þó lítið fyrir og vann samanlagðan þriggja marka sigur. Íslendingarnir áttu risavaxinn þátt í því og skoruðu til að mynda 22 af 33 mörkum liðsins í síðari leik liðanna. Þessi góði árangur kom Snorra ekki á óvart. „Við fundum það fljótt í riðlakeppninni að við áttum erindi í þessi lið. Jesper [Nielsen, eigandi AG] sá um að tilkynna umheiminum að það væri yfirlýst markmið liðsins að komast í Final Four og var það ekki gert í neinu gríni," sagði hann í léttum dúr. Snorri á vitanlega von á erfiðum leik gegn Atletico Madrid. „Þetta hefur verið besta liðið í heiminum undanfarin ár og auðvitað þarf allt að ganga upp hjá okkur. Atletico hefur þó gengið í gegnum breytingar síðustu ár og mér finnst þeir ekki jafn góðir og áður. Ég tel helmingslíkur á sigri okkar." Snorri segir að sínir menn mæti óhræddir til leiks á laugardaginn. „Við höfum sýnt að þetta voru ekki bara orðin ein hjá okkur. Okkur tókst að koma okkur þetta langt en ég finn það á liðinu að við ætlum okkur meira. Við erum ekki hættir." Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Sjá meira
Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast um helgina. Þá fara fram undanúrslit og úrslit en Íslendingar eru í þremur af fjórum liðunum. Dönsku meistararnir í AG stefna á að fara alla leið fyrsta árið sitt í Meistaradeildinni. Sex íslenskir landsliðsmenn í handbolta og tveir þjálfarar verða í eldlínunni með liðum sínum þegar úrslitin í Meistaradeild Evrópu ráðast um helgina. Þá fer fram hið svokallaða „Final Four" þar sem undanúrslitin verða leikin á laugardaginn og úrslitin á sunnudag. Leikið verður í hinni glæsilegu Lanxess-höll í miðborg Kölnar í Þýskalandi. Þýsku liðin Kiel og Füchse Berlin eigast við í öðrum undanúrslitaleiknum en þar munu mætast þjálfararnir Alfreð Gíslason og Dagur Sigurðsson, sem og landsliðsmennirnir Aron Pálmarsson (Kiel) og Alexander Petersson (Füchse Berlin). Í hinni viðureigninni í undanúrslitum mætast dönsku meistararnir í AG og Atletico Madrid frá Spáni – sem hét áður Ciudad Real og er eitt allra sigursælasta handboltafélag Evrópu síðustu ára. Með AG leika sem kunnugt er fjórir Íslendingar; Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson. Sá síðastnefndi sagði mikla tilhlökkun ríkja í herbúðum AG fyrir átök helgarinnar. „Að þessu höfum við stefnt í allan vetur," sagði Snorri Steinn þegar Fréttablaðið tók hann tali í gær. „Við ýttum þessu til hliðar á meðan undanúrslitin í deildinni hér heima fóru fram en okkur tókst að komast í úrslitaleikinn og höfum síðan þá einbeitt okkur að leiknum gegn Atletico." Þó svo að Meistaradeildin sé stærsta félagsliðakeppni heims segir Snorri að leikmönnum AG hafi tekist að einbeita sér ávallt að næsta leik. Árangurinn talar sínu máli – liðið orðið bikarmeistari og stefnir í að liðið vinni tvöfalt í Danmörku annað árið í röð. Gengi liðsins í Meistaradeildinni hefur verið glæsilegt. Liðið lenti í öðru sæti, einu stigi á eftir Kiel, í sterkum riðli og fékk fyrir vikið auðveldari andstæðing í 16-liða úrslitunum. Sænska liðið Sävehof reyndist ekki mikil fyrirstaða þar. En Evrópumeistarar Barcelona biðu í fjórðungsúrslitum. AG gerði sér þó lítið fyrir og vann samanlagðan þriggja marka sigur. Íslendingarnir áttu risavaxinn þátt í því og skoruðu til að mynda 22 af 33 mörkum liðsins í síðari leik liðanna. Þessi góði árangur kom Snorra ekki á óvart. „Við fundum það fljótt í riðlakeppninni að við áttum erindi í þessi lið. Jesper [Nielsen, eigandi AG] sá um að tilkynna umheiminum að það væri yfirlýst markmið liðsins að komast í Final Four og var það ekki gert í neinu gríni," sagði hann í léttum dúr. Snorri á vitanlega von á erfiðum leik gegn Atletico Madrid. „Þetta hefur verið besta liðið í heiminum undanfarin ár og auðvitað þarf allt að ganga upp hjá okkur. Atletico hefur þó gengið í gegnum breytingar síðustu ár og mér finnst þeir ekki jafn góðir og áður. Ég tel helmingslíkur á sigri okkar." Snorri segir að sínir menn mæti óhræddir til leiks á laugardaginn. „Við höfum sýnt að þetta voru ekki bara orðin ein hjá okkur. Okkur tókst að koma okkur þetta langt en ég finn það á liðinu að við ætlum okkur meira. Við erum ekki hættir."
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti