Handbolti

Svíinn Du Rietz á leið til Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svínn Du Rietz mun styrkja lið Löwen mikið enda eitt mesta efnið í handboltaheiminum í dag.nordic photos/getty images
Svínn Du Rietz mun styrkja lið Löwen mikið enda eitt mesta efnið í handboltaheiminum í dag.nordic photos/getty images
Þýska liðið Rhein Neckar-Löwen tilkynnti í gær um enn frekari breytingar sem verða á liðinu í sumar. Pólverjarnir Karol Bielecki og Krzysztof Lijewski hverfa á braut til félags Þóris Ólafssonar í Póllandi, Kielce, en sænska skyttan Kim Ekdahl Du Rietz kemur til Löwen frá franska félaginu Nantes.

„Ég sé fram á að geta tekið enn meiri framförum sem leikmaður hjá Löwen og get ekki beðið eftir að spila með félaginu," sagði Du Rietz en hann er 22 ára gamall og eitt almesta efnið í handboltaheiminum í dag. Hann sló í gegn með sænska landsliðinu á HM í fyrra og einnig á EM í Serbíu í síðasta mánuði. Mikill styrkur fyrir Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar samhliða þjálfun íslenska landsliðsins..

Du Rietz er þriðji leikmaðurinn sem Guðmundur nælir í en Alexander Petersson og danski markvörðurinn Niklas Landin koma einnig til Löwen í sumar.

Bielecki hefur spilað með Löwen undanfarin ár en Lijewski nær aðeins einu tímabili með félaginu en hann hefur ekki þótt standa undir væntingum síðan hann kom frá Hamburg.

Báðir leikmenn munu styrkja lið Kielce mikið og hefur pólska liðið verið duglegt að taka á móti leikmönnum frá Löwen. en markvörðurinn Slawomir Szmal kom til félagsins frá Löwen síðasta sumar.

Svo var einnig greint frá því í gær að danski skartgripajöfurinn Jesper Nielsen væri við það að hætta sem stjórnarformaður Löwen en hann mun fara að einbeita sér alfarið að danska liðinu AG sem fjórir Íslendingar leika með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×