Handbolti

Flott endurkoma hjá Kára og félögum

Kári Kristján.
Kári Kristján.
Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar nældu á stig á útivelli er þeir sóttu TuS N-Lübbecke heim í þýska handboltanum.

Lokatölur 25-25 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 17-12 fyrir Lübbecke. Wetzlar kom til baka í seinni hálfleik og nældi í stig.

Kári Kristján skoraði þrjú mörk fyrir Wetzlar í leiknum en virðist hafa misst vítaskyttustöðunni enda ekki fengið að fara á punktinn upp á síðkastið.

Wetzlar er í fjórða neðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×