Jesper Nielsen: Ákvarðanir dómaranna engin tilviljun | Tel að Ólafur haldi áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 26. maí 2012 18:56 „Handbolti er falleg íþrótt," sagði Jesper Nielsen, eigandi AG, eftir að hafa horft upp á sína menn tapa fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. „Maður fékk vissulega fyrir hjartað undir lokin en þetta var fallegur leikur og hafði allt það besta sem Meistaradeildin hefur upp á að bjóða." „Bæði lið stóðu sig vel og á endanum var lítið á milli liðanna." Dómarar leiksins, Króatarnir Matija Gubica og Boris Milosevic, höfðu mikil áhrif á gang leiksins síðustu mínúturnar og Nilsen vandaði þeim og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, ekki kveðjurnar. „Ég held að það sé áhorfenda að meta hvort að dómararnir voru ósanngjarnir í okkar garð. Ég held að 20 þúsund manns hafi látið skoðun sína greinilega í ljós á þeim atburðum sem höfðu úrslitaáhrif á leikinn." „Guðjón Valur var kominn einn í gegn en þá komu dómararnir með eitthvað nýtt í Meistaradeildina sem ég hef aldrei séð áður."Brottvísanirnar engin tilviljun „Dómararnir höfðu mikil áhrif á leikinn. Við fengum líka þrjár brottvísanir á okkur með mjög skömmu millibili. Það var nóg til að þeir gátu brúað bilið. Það kostar alltaf eitt mark að missa mann af velli þegar maður er að spila gegn bestu liðum heims." „Við fengum þessar þrjár brottvísanir á okkur á réttum tíma. Það er engin tilviljun - ég þekki handboltann vel." „En svona er þetta. Ég ætla að sinna mínu starfi næstu árin og snúa upp á nokkrar hendur í Handknattleikssambandi Evrópu, svo að AG muni einn daginn vinna Meistaradeildina."Vinnum á næsta ári „Markmið AG er alltaf að vinna. Við unnum ekki í dag og þess vegna náðum við ekki markmiði okkar. En þetta er nýtt félag og nýtt verkefni sem á eftir að lifa áfram í mörg ár til viðbótar. Við munum ekki vinna Meistaradeildina á hverju ári en við verðum alltaf með allt til loka." „Við munum því koma aftur til Kölnar á næsta ári og á næsta ári munum við vinna titilinn. Ég get ekki beðið eftir að nýtt tímabili hefjist enda erum við með alla þessa frábæru leikmenn." „Nú þurfum við að vinna Füchse Berlin á morgun og þá förum við mjög glaðir aftur heim til Danmerkur, reynslunni ríkari."Ólafur er snillingur Ólafur Stefánsson hefur ekki gefið það út að hann ætli að halda áfram á næsta ári en Jesper er vongóður um að hann geri það. „Ef ég gæti haldið Ólafi í tíu ár í viðbótar myndi ég gera það. Maðurinn er snillingur inni á vellinum. Ólafur fer alltaf sínar leiðir. En þetta lítur vel út og ég held að hann haldi áfram." „Kannski hvílir hann sig eftir Ólympíuleikana og tekur svo seinni hlutann af tímabilinu með okkur. Ég vona svo sannarlega að Ólafur verði áfram því hann á skilið að koma hingað aftur. Fólkið á líka skilið að sjá hann spila í Final Four á ný." Handbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
„Handbolti er falleg íþrótt," sagði Jesper Nielsen, eigandi AG, eftir að hafa horft upp á sína menn tapa fyrir Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. „Maður fékk vissulega fyrir hjartað undir lokin en þetta var fallegur leikur og hafði allt það besta sem Meistaradeildin hefur upp á að bjóða." „Bæði lið stóðu sig vel og á endanum var lítið á milli liðanna." Dómarar leiksins, Króatarnir Matija Gubica og Boris Milosevic, höfðu mikil áhrif á gang leiksins síðustu mínúturnar og Nilsen vandaði þeim og EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, ekki kveðjurnar. „Ég held að það sé áhorfenda að meta hvort að dómararnir voru ósanngjarnir í okkar garð. Ég held að 20 þúsund manns hafi látið skoðun sína greinilega í ljós á þeim atburðum sem höfðu úrslitaáhrif á leikinn." „Guðjón Valur var kominn einn í gegn en þá komu dómararnir með eitthvað nýtt í Meistaradeildina sem ég hef aldrei séð áður."Brottvísanirnar engin tilviljun „Dómararnir höfðu mikil áhrif á leikinn. Við fengum líka þrjár brottvísanir á okkur með mjög skömmu millibili. Það var nóg til að þeir gátu brúað bilið. Það kostar alltaf eitt mark að missa mann af velli þegar maður er að spila gegn bestu liðum heims." „Við fengum þessar þrjár brottvísanir á okkur á réttum tíma. Það er engin tilviljun - ég þekki handboltann vel." „En svona er þetta. Ég ætla að sinna mínu starfi næstu árin og snúa upp á nokkrar hendur í Handknattleikssambandi Evrópu, svo að AG muni einn daginn vinna Meistaradeildina."Vinnum á næsta ári „Markmið AG er alltaf að vinna. Við unnum ekki í dag og þess vegna náðum við ekki markmiði okkar. En þetta er nýtt félag og nýtt verkefni sem á eftir að lifa áfram í mörg ár til viðbótar. Við munum ekki vinna Meistaradeildina á hverju ári en við verðum alltaf með allt til loka." „Við munum því koma aftur til Kölnar á næsta ári og á næsta ári munum við vinna titilinn. Ég get ekki beðið eftir að nýtt tímabili hefjist enda erum við með alla þessa frábæru leikmenn." „Nú þurfum við að vinna Füchse Berlin á morgun og þá förum við mjög glaðir aftur heim til Danmerkur, reynslunni ríkari."Ólafur er snillingur Ólafur Stefánsson hefur ekki gefið það út að hann ætli að halda áfram á næsta ári en Jesper er vongóður um að hann geri það. „Ef ég gæti haldið Ólafi í tíu ár í viðbótar myndi ég gera það. Maðurinn er snillingur inni á vellinum. Ólafur fer alltaf sínar leiðir. En þetta lítur vel út og ég held að hann haldi áfram." „Kannski hvílir hann sig eftir Ólympíuleikana og tekur svo seinni hlutann af tímabilinu með okkur. Ég vona svo sannarlega að Ólafur verði áfram því hann á skilið að koma hingað aftur. Fólkið á líka skilið að sjá hann spila í Final Four á ný."
Handbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira