Handbolti

Dagur: Romero hjálpaði okkur mikið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Berlín skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara Füchse Berlin, á blaðamannafundi eftir sigur sinna manna á Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur voru 24-20 og Dagur var ánægður með sína menn - sérstaklega spænska leikstjórnandann Iker Romero.

„Við spiluðum afar góðan varnarleik í 60 mínútur," sagði Dagur. „Sóknin var líka góð en það komu kaflar inn á milli þar sem við misstum taktinn. Þá kom Iker inn og hann hjálpaði okkur að komast yfir þessa erfiðu kafla."

Framkvæmdarstjórinn Bob Hanning sat einnig fundinn og lofaði frammistöðu Romero sérstaklega. „Hann er maður þessara augnablika og hefur reynst liðinu ótrúlega vel. En ekki bara innan vallar heldur í hefur hann afar góð áhrif innan leikmannahópsins og hjálpar öðrum leikmönnum mikið."

Stemningin í höllinni var mögnuð í kvöld og Dagur sagði að það hlyti að vera gaman að vera áhorfandi á heimaleikjum liðsins. „Ef ég væri áhorfandi þá var ég í það minnsta ánægður. Það virðist alltaf vera stórskemmtilegt á leikjum."

Hér fyrir neðan má lesa ítarlega frásögn frá blaðamanni Vísis sem var á vellinum í kvöld.




Tengdar fréttir

Dagur og refirnir frá Berlín gefa ekkert eftir

Vísir fékk stemninguna beint í æð í Max-Schmeling-höllinni í kvöld þar sem að heimamenn í Füchse Berlin unnu góðan sigur á grannliðinu Magdeburg, 24-20, í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×