Dagur og refirnir frá Berlín gefa ekkert eftir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Berlín skrifar 15. febrúar 2012 20:19 Alexander Petersson gat ekki spilað í kvöld vegna meiðsla. Mynd/E.Stefán Vísir fékk stemninguna beint í æð í Max-Schmeling-höllinni í kvöld þar sem að heimamenn í Füchse Berlin unnu góðan sigur á grannliðinu Magdeburg, 24-20, í þýsku úrvalsdeildinni. Füchse Berlin styrkti þar með stöðu sína í þýsku úrvalsdeildinni en gott gengi liðsins þykir varla fréttnæmt lengur. Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins og hefur náð frábærum árangri, bæði í fyrra og nú aftur í ár. Kiel virðist vera í algjörum sérflokki á toppi deildarinnar en í baráttunni stendur Füchse fremst og ætlar greinilega ekkert að gefa eftir á þeim vettvangi. Alexander Petersson leikur með liðinu en er því miður frá vegna meiðslanna sem tóku sig upp í leik með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu. Hann mátti því sætta sig við að sitja í borgaraklæðum í stúkusæti, rétt fyrir aftan varamannabekk sinna manna. Björgvin Páll Gústavsson er annar tveggja markvarða Magdeburg og er samkeppnin við hollenska landsiðsmarkvörðinn Gert Eijlers hörð. Sá síðarnefndi fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og átti góðan leik. Björgvin Páll kom aðeins við sögu í einu vítakasti - sem honum tókst ekki að verja. Meira var það því miður ekki í þetta skiptið. Þess má reyndar geta að þeir Björgvin og Eijlers munu mætast á vellinum þegar að Ísland og Holland eigast við í undankeppni HM 2013 í vor. Annar lykilmaður í hollenska landsliðsinu var reyndar á vellinum í kvöld - Mark Bult, öflug örvhent skytta hjá Füchse Berlin. Skemmtikrafturinn SilioMarkvörðurinn Silvio HeinevetterMynd/Nordic Photos/BongartsHeimamenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu með öflugum varnarleik að komast í 5-1 forystu eftir sjö mínútur. Gestirnir náðu þó að bæta sóknarleikinn og koma sér betur inn í leikinn en Füchse Berlin leiddi allt þar til í hálfleik, 13-9. Markvörðurinn Silvio Heinevetter er gosi - skrautlegur karakter eins og stundum er sagt. Afar skondið atvik átti sér stað á tíundu mínútu þegar að vörn Füchse fékk dæmt á sig vítakast. Heinevetter kastaði boltanum að dómranum eins og eðlilegt er en dómarinn var ekki að fylgjast með - og fékk boltann í hausinn. Heinevetter baðst innilegrar afsökunar en varði svo auðvitað vítið. Þó svo að um algert óviljaverk var að ræða voru heimamenn ekki ánægðir með dómara leiksins, þá Baumgart og Wild. Þeir lögðu snemma stranga línu og fengu menn því að komast upp með lítið. Dagur var óhræddur við að láta í ljós óánægju sína með dóma sem honum fannst ósanngjarnir, eins og hann hefur ávallt gert. Þess má geta að það verður enginn svikinn af því að fylgjast með Heinevetter heilan leik. Tilþrifin eru slík og innlifun hans í leikinn með ólíkindum. Dagur með sinn eigin stíl á hliðarlínunniDagur Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/BongartsDagur er líflegur á hliðarlínunni en ólíkur kollegum sínum sem íslenska þjóðin þekkir vel - til að mynda þá Guðmundi Guðmundssyni og Alfreði Gíslasyni. Dagur er yfirvegaður, segir sínum mönnum til og skammar þá eða hrósar ef þannig ber við. Það fyrrnefnda var ef til vill meira áberandi. Dagur fagnar helst ekki mörkum, flottum varnartilburðum eða markvörslu. Fagmennskan er í fyrirrúmi og greinilegt að hann lætur tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Það dró saman með liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Gestirnir frá Magdeburg stórbættu varnarleikinn sinn og uppskáru eftir því nokkur auðveld mörk. Dagur ákvað að hressa upp á sóknarleik sinn með því að setja inn spænska leikstjórandann Iker Romero og hann átti eftir að draga vagninn. Hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir sína menn um miðbik hálfleiksins og sá til þess að refirnir væru enn með undirtökin. Munurinn var enn þrjú mörk, 20-17, þegar fimm mínútur voru eftir en eins og sjá mátti á tölunum var það markvarslan og varnarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld. Þeir Heinevetter og Eijlers voru í stuði og varnarleikur liðanan sterkur. En heimamenn voru með undirtökin, með Romero enn í fyrirrúmi í sókninni, héldu þeim til loka og unnu góðan fjögurra marka sigur. Þess verður að geta sérstaklega að innkoma spænska refsins var með ólíkindum í kvöld. Dagur vissi greinilega upp á hár hvað hann var að fá þegar hann lokkaði hann til sín í þýsku höfuðborgina. Frábær umgjörðMynd/Nordic Photos/BongartsUmgjörðin á leiknum í kvöld var glæsileg - vægast sagt. Um níu þúsund manns voru í Max-Schmeling-höllinni og þar af fjölmargir stuðningsmenn Magdeburg. Aðeins um 170 kílómetrar eru á milli borganna og því um hálfgerðan grannaslag að ræða í hinni stóru þýsku úrvalsdeild. Langflestir voru vitanlega á bandi heimamanna og létu þeir afar vel í sér heyra. Kynningin á leikmönnum fyrir leik var mikil sýning, þar sem meðal annars komu við sögu klappstýrur, lukkudýr, eiturhress kynnir og eldvörpur. Þetta kunnu áhorfendur að meta og tóku þeir vel undir - enda tilgangurinn. Þetta gaf tóninn fyrir leikinn sem reyndist svo hin besta skemmtun. Þar sást svo ekki var um villst að þýska úrvalsdeildin er sú stærsta í heimi. Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira
Vísir fékk stemninguna beint í æð í Max-Schmeling-höllinni í kvöld þar sem að heimamenn í Füchse Berlin unnu góðan sigur á grannliðinu Magdeburg, 24-20, í þýsku úrvalsdeildinni. Füchse Berlin styrkti þar með stöðu sína í þýsku úrvalsdeildinni en gott gengi liðsins þykir varla fréttnæmt lengur. Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins og hefur náð frábærum árangri, bæði í fyrra og nú aftur í ár. Kiel virðist vera í algjörum sérflokki á toppi deildarinnar en í baráttunni stendur Füchse fremst og ætlar greinilega ekkert að gefa eftir á þeim vettvangi. Alexander Petersson leikur með liðinu en er því miður frá vegna meiðslanna sem tóku sig upp í leik með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu. Hann mátti því sætta sig við að sitja í borgaraklæðum í stúkusæti, rétt fyrir aftan varamannabekk sinna manna. Björgvin Páll Gústavsson er annar tveggja markvarða Magdeburg og er samkeppnin við hollenska landsiðsmarkvörðinn Gert Eijlers hörð. Sá síðarnefndi fékk tækifærið í byrjunarliðinu í kvöld og átti góðan leik. Björgvin Páll kom aðeins við sögu í einu vítakasti - sem honum tókst ekki að verja. Meira var það því miður ekki í þetta skiptið. Þess má reyndar geta að þeir Björgvin og Eijlers munu mætast á vellinum þegar að Ísland og Holland eigast við í undankeppni HM 2013 í vor. Annar lykilmaður í hollenska landsliðsinu var reyndar á vellinum í kvöld - Mark Bult, öflug örvhent skytta hjá Füchse Berlin. Skemmtikrafturinn SilioMarkvörðurinn Silvio HeinevetterMynd/Nordic Photos/BongartsHeimamenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu með öflugum varnarleik að komast í 5-1 forystu eftir sjö mínútur. Gestirnir náðu þó að bæta sóknarleikinn og koma sér betur inn í leikinn en Füchse Berlin leiddi allt þar til í hálfleik, 13-9. Markvörðurinn Silvio Heinevetter er gosi - skrautlegur karakter eins og stundum er sagt. Afar skondið atvik átti sér stað á tíundu mínútu þegar að vörn Füchse fékk dæmt á sig vítakast. Heinevetter kastaði boltanum að dómranum eins og eðlilegt er en dómarinn var ekki að fylgjast með - og fékk boltann í hausinn. Heinevetter baðst innilegrar afsökunar en varði svo auðvitað vítið. Þó svo að um algert óviljaverk var að ræða voru heimamenn ekki ánægðir með dómara leiksins, þá Baumgart og Wild. Þeir lögðu snemma stranga línu og fengu menn því að komast upp með lítið. Dagur var óhræddur við að láta í ljós óánægju sína með dóma sem honum fannst ósanngjarnir, eins og hann hefur ávallt gert. Þess má geta að það verður enginn svikinn af því að fylgjast með Heinevetter heilan leik. Tilþrifin eru slík og innlifun hans í leikinn með ólíkindum. Dagur með sinn eigin stíl á hliðarlínunniDagur Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/BongartsDagur er líflegur á hliðarlínunni en ólíkur kollegum sínum sem íslenska þjóðin þekkir vel - til að mynda þá Guðmundi Guðmundssyni og Alfreði Gíslasyni. Dagur er yfirvegaður, segir sínum mönnum til og skammar þá eða hrósar ef þannig ber við. Það fyrrnefnda var ef til vill meira áberandi. Dagur fagnar helst ekki mörkum, flottum varnartilburðum eða markvörslu. Fagmennskan er í fyrirrúmi og greinilegt að hann lætur tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Það dró saman með liðunum í upphafi seinni hálfleiks. Gestirnir frá Magdeburg stórbættu varnarleikinn sinn og uppskáru eftir því nokkur auðveld mörk. Dagur ákvað að hressa upp á sóknarleik sinn með því að setja inn spænska leikstjórandann Iker Romero og hann átti eftir að draga vagninn. Hann skoraði þrjú mörk í röð fyrir sína menn um miðbik hálfleiksins og sá til þess að refirnir væru enn með undirtökin. Munurinn var enn þrjú mörk, 20-17, þegar fimm mínútur voru eftir en eins og sjá mátti á tölunum var það markvarslan og varnarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld. Þeir Heinevetter og Eijlers voru í stuði og varnarleikur liðanan sterkur. En heimamenn voru með undirtökin, með Romero enn í fyrirrúmi í sókninni, héldu þeim til loka og unnu góðan fjögurra marka sigur. Þess verður að geta sérstaklega að innkoma spænska refsins var með ólíkindum í kvöld. Dagur vissi greinilega upp á hár hvað hann var að fá þegar hann lokkaði hann til sín í þýsku höfuðborgina. Frábær umgjörðMynd/Nordic Photos/BongartsUmgjörðin á leiknum í kvöld var glæsileg - vægast sagt. Um níu þúsund manns voru í Max-Schmeling-höllinni og þar af fjölmargir stuðningsmenn Magdeburg. Aðeins um 170 kílómetrar eru á milli borganna og því um hálfgerðan grannaslag að ræða í hinni stóru þýsku úrvalsdeild. Langflestir voru vitanlega á bandi heimamanna og létu þeir afar vel í sér heyra. Kynningin á leikmönnum fyrir leik var mikil sýning, þar sem meðal annars komu við sögu klappstýrur, lukkudýr, eiturhress kynnir og eldvörpur. Þetta kunnu áhorfendur að meta og tóku þeir vel undir - enda tilgangurinn. Þetta gaf tóninn fyrir leikinn sem reyndist svo hin besta skemmtun. Þar sást svo ekki var um villst að þýska úrvalsdeildin er sú stærsta í heimi.
Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sjá meira