Viðskipti innlent

Nýherji sér um upplýsingakerfi Landsbjargar

Frá undirritun samnings: Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja og Kristinn Ólafsson, Landsbjörg.
Frá undirritun samnings: Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja og Kristinn Ólafsson, Landsbjörg.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur valið alrekstrarþjónustu Nýherja en hún felur í sér rekstur á upplýsingakerfum, notendabúnaði og miðlægum búnaði félagsins.

„Kannanir og reynsla sýna að fyrirtæki geta sparað sér tugi prósenta með því að vera í alrekstrarþjónustu í stað þess að sjá sjálf um rekstur sinna tölvukerfa," segir Emil Einarsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Nýherja í tilkynningu um málið.

"Með altækum samningi fá viðskiptavinir einnig aðgang að sérfræðingum Nýherja með áralanga reynslu og sérþekkingu. Þeir eru alltaf til taks og veita persónulega þjónustu. Um leið geta notendur gengið út frá því sem vísu að UT kerfi þeirra séu í öruggum rekstri."

Nýherji er einn af styrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×