Jóladagatal Skoppu og Skrítlu á Stöð 2 1. desember 2012 06:00 Bestu vinir barnanna, þær Skoppa og Skrítla, opna glugga í jóladagatali Stöðvar 2 á hverjum degi frá og með 1. desember og fram að jólum. Úr dagatalinu draga þær fram orð sem tengjast jólunum og jólaundirbúningi. Orð dagsins tekur á sig ýmsar myndir og tóna og leikurinn berst út um víðan völl. Orðin eiga það öll sameiginlegt að börn heyra þau notuð í aðdraganda jóla en vantar gjarnan að vita hvað þau virkilega þýða. Skoppa og Skrítla vita alls ekki hvað öll þessi orð þýða svo þær fá aðstoð frá Barnaorðabókinni og að sjálfsögðu frá vinkonu sinni henni Lúsí. Bakari Svakari lætur sig ekki vanta í jólabaksturinn. Þá mun jólasveinninn mjög líklega gægjast inn um gluggann, Snæfinnur snjókarl tekur lagið og jólaenglar svífa um svell. Eins og ávallt hjá Skoppu og Skrítlu munu tónlist og dans skipa stóran sess. Margir krakkar hjálpa Skoppu og Skrítlu í jóladagatalinu. Jólasveinninn lendir stundum í vandræðum. Heitt kakó og rjómi, ómissandi í jólaundirbúningnum. Snæfinnur snjókarl tekur lagið. Skoppa og Skrítla opna einn reit á dag. Jóladagatal Mest lesið Jóladagatal - 3. desember - Sultukrukkum breytt í snjókúlur Jól Jóladagatal - 10. desember - Heimatilbúinn jólagjafapappír Jól Jólatréð í forgrunni Jól „Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Jól Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Jól Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Jól Aldrei verið einmana á jólanótt Jól Fær stærstu gjöf lífsins Jól Jólastemningin heima hjá Esther Talíu og Ólafi Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól
Bestu vinir barnanna, þær Skoppa og Skrítla, opna glugga í jóladagatali Stöðvar 2 á hverjum degi frá og með 1. desember og fram að jólum. Úr dagatalinu draga þær fram orð sem tengjast jólunum og jólaundirbúningi. Orð dagsins tekur á sig ýmsar myndir og tóna og leikurinn berst út um víðan völl. Orðin eiga það öll sameiginlegt að börn heyra þau notuð í aðdraganda jóla en vantar gjarnan að vita hvað þau virkilega þýða. Skoppa og Skrítla vita alls ekki hvað öll þessi orð þýða svo þær fá aðstoð frá Barnaorðabókinni og að sjálfsögðu frá vinkonu sinni henni Lúsí. Bakari Svakari lætur sig ekki vanta í jólabaksturinn. Þá mun jólasveinninn mjög líklega gægjast inn um gluggann, Snæfinnur snjókarl tekur lagið og jólaenglar svífa um svell. Eins og ávallt hjá Skoppu og Skrítlu munu tónlist og dans skipa stóran sess. Margir krakkar hjálpa Skoppu og Skrítlu í jóladagatalinu. Jólasveinninn lendir stundum í vandræðum. Heitt kakó og rjómi, ómissandi í jólaundirbúningnum. Snæfinnur snjókarl tekur lagið. Skoppa og Skrítla opna einn reit á dag.
Jóladagatal Mest lesið Jóladagatal - 3. desember - Sultukrukkum breytt í snjókúlur Jól Jóladagatal - 10. desember - Heimatilbúinn jólagjafapappír Jól Jólatréð í forgrunni Jól „Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Jól Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Jól Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Jól Aldrei verið einmana á jólanótt Jól Fær stærstu gjöf lífsins Jól Jólastemningin heima hjá Esther Talíu og Ólafi Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól