Viðskipti innlent

Glitnir stefnir líka PWC

Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðunarfyrirtækinu PriceWaterHouseCooper á Íslandi og í Bretlandi vegna rangra ársreikninga í aðdraganda hrunsins. Lögmaður slitastjórnarinnar segir bótakröfu fallna bankans vegna reikninganna geta hlaupið á tugum, jafnvel hundrað milljörðum króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Áður hefur slitastjórn Landsbankans stefnt PWC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×