Leikmenn AG söfnuðu peningum til þess að bjarga félaginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2012 21:30 Kasper Hvidt fagnar bronsverðlaunum AG í Meistaradeild Evrópu í vor. Nordicphotos/Getty Leikmenn, þjálfarar og styrktaraðilar danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar voru vel á veg komnir með að bjarga félaginu. Þetta segir markvörðurinn Kasper Hvidt í samtali við Jyllands-Posten. Jesper Nielsen, aðaleigandi AG, fór á þriðjudagsmorgun fram á gjaldþrotaskipti danska félagsins. Tíðindin bárust leikmönnum félagsins í kjölfarið. Stór hluti hópsins leikur með landsliðum sínum á Ólympíuleikunum en aðrir leikmenn dvöldu í æfingabúðum danska félagsins á Kanaríeyjum. Þeir neituðu að játa sig sigraða. Með farsímann að vopni hringdu þeir heim til Danmerkur en fyrsta verkefni var að safna tveggja milljóna króna þátttökugjaldi í efstu deild danska félagsins. Gjaldið átti að greiðast fyrir miðvikudaginn 1. ágúst. Að sögn Hvidt reyndist lítið vandamál að afla fjárins. Leikmennirnir voru klárir í að greiða það sjálfir en styrktaraðilar hafi þó boðist til að greiða reikninginn. „Við fundum fyrir miklum stuðningi frá styrktaraðilunum. Stuðningurinn og loforð um greiðslur sem við fengum á aðeins hálfum degi segir allt um glæsileika AG Kaupmannahafnar og framtíðarmöguleika þess," segir Hvidt. Seinni part miðvikudags bárust þau tíðindi að samkvæmt reglum danska handknattleikssambandsins hæfi félag sem færi fram á gjaldþrotaskipti sjálfkrafa leik í C-deild. Að sögn danska markvarðarins, sem lagt hefur landsliðsskóna á hilluna, voru styrktaraðilar tilbúnir að veita enn meira fé til félagsins en gert hafði verið í eigendatíð Jesper Nielsen. „Því er virkilega svekkjandi að það hafi ekki gengið eftir vegna regluverks," segir Hvidt. „Hefði Nielsen-fjölskyldan látið nægja að fresta greiðslu á reikningum þá hefði félagið átt möguleika. Ég er mjög mjög bitur og pirraður. Nú er félagið AG Kaupmannahöfn steindautt en þetta hefði ekki þurft að enda svona. Við höfðum möguleika á að halda áfram án fjárhagslegs stuðnings Nielsen-fjölskyldunnar. Ég er 100 prósent viss um það," segir Hvidt. Hvidt segist sjálfur hafa rætt við nokkra styrktaraðila en starfsmenn félagsins hafi haft samband við aðra. Í ljós kom að ýmislegt hafði verið reynt til þess að bjarga félaginu en þó kom annað undarlegt í ljós. „Einn stór styrktaraðili hafði ekki heyrt neitt frá AG Kaupmannahöfn síðan Jesper Nielsen hætti afskiptum um miðjan júlí," segir Hvidt. Skrýtið í ljósi þess að framkvæmdastjóri félagsins og hægri hönd Nielsen, Sören Colding, hefði eðlilega átt að leita allra leiða til að halda rekstri félagsins gangandi. „Ég hef enga hugmynd. Þín spurning gæti allt eins verið mín. Þetta er skrýtið," segir Hvidt aðspurður um hvers vegna Colding hafði ekki samband við styrktaraðilann mikilvæga. Hvidt, sem nú er atvinnulaus líkt og aðrir leikmenn Kaupmannahafnarliðsins, hrósar Nielsen um leið og hann gagnrýnir hann. „Hann og fjölskylda hans hafa gert vel í því að koma AG Kaupmannahöfn á toppinn. Leikmenn og hæfileikaríkt starfsfólk félagsins á þó ekki síður hrós skilið. Mér fannst við eiga skilið tækifæri til þess að rétta skútuna við. Tækifærið var raunverulega fyrir hendi," segir Hvidt. Frétt danska vefmiðilsins má sjá hér. Tengdar fréttir AGK, lið Ólafs Stefánssonar, er gjaldþrota AGK, handboltaliðið sem Ólafur Stefánsson og fleiri Íslendingar leika með í Kaupmannahöfn, er gjaldþrota. 31. júlí 2012 09:26 Sören Colding hættur hjá AG Sören Colding, framkvæmdastjóri danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, hefur sagt upp störfum. Ekstraxbladed greinir frá þessu. 30. júlí 2012 21:00 Snorri Steinn og Arnór fengu báðir útborgað í gær Danska liðið AG Kaupamannahöfn var tekið til gjaldþrotaskipta í gær en systir Kasi Jesper Nielsen segir í viðtali við Ekstra blaðið að allir leikmenn félagsins hafi fengið útborgað um þessi mánaðamót. 1. ágúst 2012 11:00 Guðjón Valur um gjaldþrot AGK: Ég er í sjokki Guðjón Valur Sigurðsson segir það vitaskuld afar slæmar fréttirnar sem bárust af gjaldþroti danska handboltafélagsins AGK nú í morgunsárið. 31. júlí 2012 10:41 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Leikmenn, þjálfarar og styrktaraðilar danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar voru vel á veg komnir með að bjarga félaginu. Þetta segir markvörðurinn Kasper Hvidt í samtali við Jyllands-Posten. Jesper Nielsen, aðaleigandi AG, fór á þriðjudagsmorgun fram á gjaldþrotaskipti danska félagsins. Tíðindin bárust leikmönnum félagsins í kjölfarið. Stór hluti hópsins leikur með landsliðum sínum á Ólympíuleikunum en aðrir leikmenn dvöldu í æfingabúðum danska félagsins á Kanaríeyjum. Þeir neituðu að játa sig sigraða. Með farsímann að vopni hringdu þeir heim til Danmerkur en fyrsta verkefni var að safna tveggja milljóna króna þátttökugjaldi í efstu deild danska félagsins. Gjaldið átti að greiðast fyrir miðvikudaginn 1. ágúst. Að sögn Hvidt reyndist lítið vandamál að afla fjárins. Leikmennirnir voru klárir í að greiða það sjálfir en styrktaraðilar hafi þó boðist til að greiða reikninginn. „Við fundum fyrir miklum stuðningi frá styrktaraðilunum. Stuðningurinn og loforð um greiðslur sem við fengum á aðeins hálfum degi segir allt um glæsileika AG Kaupmannahafnar og framtíðarmöguleika þess," segir Hvidt. Seinni part miðvikudags bárust þau tíðindi að samkvæmt reglum danska handknattleikssambandsins hæfi félag sem færi fram á gjaldþrotaskipti sjálfkrafa leik í C-deild. Að sögn danska markvarðarins, sem lagt hefur landsliðsskóna á hilluna, voru styrktaraðilar tilbúnir að veita enn meira fé til félagsins en gert hafði verið í eigendatíð Jesper Nielsen. „Því er virkilega svekkjandi að það hafi ekki gengið eftir vegna regluverks," segir Hvidt. „Hefði Nielsen-fjölskyldan látið nægja að fresta greiðslu á reikningum þá hefði félagið átt möguleika. Ég er mjög mjög bitur og pirraður. Nú er félagið AG Kaupmannahöfn steindautt en þetta hefði ekki þurft að enda svona. Við höfðum möguleika á að halda áfram án fjárhagslegs stuðnings Nielsen-fjölskyldunnar. Ég er 100 prósent viss um það," segir Hvidt. Hvidt segist sjálfur hafa rætt við nokkra styrktaraðila en starfsmenn félagsins hafi haft samband við aðra. Í ljós kom að ýmislegt hafði verið reynt til þess að bjarga félaginu en þó kom annað undarlegt í ljós. „Einn stór styrktaraðili hafði ekki heyrt neitt frá AG Kaupmannahöfn síðan Jesper Nielsen hætti afskiptum um miðjan júlí," segir Hvidt. Skrýtið í ljósi þess að framkvæmdastjóri félagsins og hægri hönd Nielsen, Sören Colding, hefði eðlilega átt að leita allra leiða til að halda rekstri félagsins gangandi. „Ég hef enga hugmynd. Þín spurning gæti allt eins verið mín. Þetta er skrýtið," segir Hvidt aðspurður um hvers vegna Colding hafði ekki samband við styrktaraðilann mikilvæga. Hvidt, sem nú er atvinnulaus líkt og aðrir leikmenn Kaupmannahafnarliðsins, hrósar Nielsen um leið og hann gagnrýnir hann. „Hann og fjölskylda hans hafa gert vel í því að koma AG Kaupmannahöfn á toppinn. Leikmenn og hæfileikaríkt starfsfólk félagsins á þó ekki síður hrós skilið. Mér fannst við eiga skilið tækifæri til þess að rétta skútuna við. Tækifærið var raunverulega fyrir hendi," segir Hvidt. Frétt danska vefmiðilsins má sjá hér.
Tengdar fréttir AGK, lið Ólafs Stefánssonar, er gjaldþrota AGK, handboltaliðið sem Ólafur Stefánsson og fleiri Íslendingar leika með í Kaupmannahöfn, er gjaldþrota. 31. júlí 2012 09:26 Sören Colding hættur hjá AG Sören Colding, framkvæmdastjóri danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, hefur sagt upp störfum. Ekstraxbladed greinir frá þessu. 30. júlí 2012 21:00 Snorri Steinn og Arnór fengu báðir útborgað í gær Danska liðið AG Kaupamannahöfn var tekið til gjaldþrotaskipta í gær en systir Kasi Jesper Nielsen segir í viðtali við Ekstra blaðið að allir leikmenn félagsins hafi fengið útborgað um þessi mánaðamót. 1. ágúst 2012 11:00 Guðjón Valur um gjaldþrot AGK: Ég er í sjokki Guðjón Valur Sigurðsson segir það vitaskuld afar slæmar fréttirnar sem bárust af gjaldþroti danska handboltafélagsins AGK nú í morgunsárið. 31. júlí 2012 10:41 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
AGK, lið Ólafs Stefánssonar, er gjaldþrota AGK, handboltaliðið sem Ólafur Stefánsson og fleiri Íslendingar leika með í Kaupmannahöfn, er gjaldþrota. 31. júlí 2012 09:26
Sören Colding hættur hjá AG Sören Colding, framkvæmdastjóri danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, hefur sagt upp störfum. Ekstraxbladed greinir frá þessu. 30. júlí 2012 21:00
Snorri Steinn og Arnór fengu báðir útborgað í gær Danska liðið AG Kaupamannahöfn var tekið til gjaldþrotaskipta í gær en systir Kasi Jesper Nielsen segir í viðtali við Ekstra blaðið að allir leikmenn félagsins hafi fengið útborgað um þessi mánaðamót. 1. ágúst 2012 11:00
Guðjón Valur um gjaldþrot AGK: Ég er í sjokki Guðjón Valur Sigurðsson segir það vitaskuld afar slæmar fréttirnar sem bárust af gjaldþroti danska handboltafélagsins AGK nú í morgunsárið. 31. júlí 2012 10:41