Viðskipti innlent

Mætti til vinnu í morgun og fundaði með starfsfólki

Gunnar Þ. Andersen forstjóri fjármálaeftirlitsins kom til vinnu í morgun.
Gunnar Þ. Andersen forstjóri fjármálaeftirlitsins kom til vinnu í morgun.
Gunnar Þ. Andersen forstjóri fjármálaeftirlitsins kom til vinnu í morgun en hann hefur daginn í dag til að skila andmælum við ákvörðun stjórnar FME sem tilkynnti á föstudag að til standi að segja honum upp störfum.

Sú ákvörðun var byggð á álitsgerð Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttarlögmanns, og Ásbjörn Björnssonar, endurskoðanda, en sá síðarnefndi mun koma fyrir efnahags og viðskiptanefnd alþingis nú í hádeginu og svara spurningum nefndarmanna um málið.

Gunnar fundaði síðan með starfsflólki Fjármálaeftirlitsins í morgun þar sem hann fór stuttlega yfir málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×