Skuldarar kalla eftir aðstoð Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. nóvember 2012 09:35 Fólkið hitti fulltrúa ríkisstjórnarinnar í morgun. „Við undirrituð, sem tókum lán hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingabankanum, sættum okkur ekki við að vera undir oki slitastjórnarinnar Dróma, sem sett var á fót við fall þessara banka," segja lántakendur í ákalli til ríkisstjórnarinnar og alþingismanna sem þeim var afhent í morgun. „Samviskuleysi og óbilgirni gagnvart lántakendum þessara fjármálafyrirtækja hefur ítrekað orðið tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum og er flestum kunn," segja þeir enn fremur. Lántakendurnir heita á alþingismenn og ráðherra að sjá til þess að lánasöfnin verði færð til bankastofnana með hagsmuni af eðlilegum viðskiptum til frambúðar, líkt og gert var við útlán SpKef og Byrs á sínum tíma.Skora líka á Arion banka Þá hefur sami hópur lántakenda skorað á Arion banka að sýna jafnræði gagnvart fyrrum viðskiptavinum SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans. Þeir benda á að Arion banki hafi tekið við innistæðum þeirra, launareikningum og greiðslukortaviðskiptum eftir gjaldþrot SPRON, en skilið lánin eftir í þrotabúinu sem Drómi hf hefur yfirráð yfir. „Drómi er alræmt eignarhaldsfélag án starfsleyfis sem fjármálastofnun. Fjölmargir lántakendur hafa kvartað undan Dróma og Umboðsmaður skuldara staðfest ýmsar brotalamir í viðskiptaháttum þeirra og siðferði. Þar sem að Arion banki er stærsti kröfuhafinn í þrotabú SPRON ætti að vera hægt um vik að losa fyrrum viðskiptavini SPRON og FFb undna því oki að eiga við slitastjórn Dróma. Arion banki verður að sýna það í verki að hann standi með viðskiptavinjum sínum til þess að vera traustsins verður," segja lántakendurnir í áskorun sinni til Arion.Jóhanna vill grípa til aðgerða Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur rétt að grípa til aðgerða gegn Dróma vegna kvartana viðskiptavina og vill skoða hvort ástæða sé til að flytja eignasafn félagsins til Seðlabankans eða Arionbanka. Engu að síður birti Fjármálaeftirlitið í fyrradag gagnsæistilkynningu vegna athugunar á starfsháttum Dróma hf. Þar koma engar alvarlegar aðfinnslur fram varðandi starfsemi Dróma. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Við undirrituð, sem tókum lán hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingabankanum, sættum okkur ekki við að vera undir oki slitastjórnarinnar Dróma, sem sett var á fót við fall þessara banka," segja lántakendur í ákalli til ríkisstjórnarinnar og alþingismanna sem þeim var afhent í morgun. „Samviskuleysi og óbilgirni gagnvart lántakendum þessara fjármálafyrirtækja hefur ítrekað orðið tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum og er flestum kunn," segja þeir enn fremur. Lántakendurnir heita á alþingismenn og ráðherra að sjá til þess að lánasöfnin verði færð til bankastofnana með hagsmuni af eðlilegum viðskiptum til frambúðar, líkt og gert var við útlán SpKef og Byrs á sínum tíma.Skora líka á Arion banka Þá hefur sami hópur lántakenda skorað á Arion banka að sýna jafnræði gagnvart fyrrum viðskiptavinum SPRON og Frjálsa fjárfestingabankans. Þeir benda á að Arion banki hafi tekið við innistæðum þeirra, launareikningum og greiðslukortaviðskiptum eftir gjaldþrot SPRON, en skilið lánin eftir í þrotabúinu sem Drómi hf hefur yfirráð yfir. „Drómi er alræmt eignarhaldsfélag án starfsleyfis sem fjármálastofnun. Fjölmargir lántakendur hafa kvartað undan Dróma og Umboðsmaður skuldara staðfest ýmsar brotalamir í viðskiptaháttum þeirra og siðferði. Þar sem að Arion banki er stærsti kröfuhafinn í þrotabú SPRON ætti að vera hægt um vik að losa fyrrum viðskiptavini SPRON og FFb undna því oki að eiga við slitastjórn Dróma. Arion banki verður að sýna það í verki að hann standi með viðskiptavinjum sínum til þess að vera traustsins verður," segja lántakendurnir í áskorun sinni til Arion.Jóhanna vill grípa til aðgerða Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur rétt að grípa til aðgerða gegn Dróma vegna kvartana viðskiptavina og vill skoða hvort ástæða sé til að flytja eignasafn félagsins til Seðlabankans eða Arionbanka. Engu að síður birti Fjármálaeftirlitið í fyrradag gagnsæistilkynningu vegna athugunar á starfsháttum Dróma hf. Þar koma engar alvarlegar aðfinnslur fram varðandi starfsemi Dróma.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira