Viðskipti innlent

Frjálsi er sá næstbesti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnaldur Loftsson er framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Arnaldur Loftsson er framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn næstbesti lífeyrissjóður smáþjóða af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Besti lífeyrissjóðurinn í flokknum var valinn Hotel Employees Provident Fund á Kýpur.

Undanfarin þrjú ár hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn verið valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi af IPE fagtímaritinu. Í fréttatilkynningu frá Arion banka segir að í ár hafi ekki verið veittar viðurkenningar fyrir Ísland sérstaklega heldur keppi sjóðir frá Íslandi nú í flokki smáþjóða, eins og sjóðir annarra Evrópulanda með færri en eina milljón íbúa.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 112 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru um 45 þúsund talsins. Sjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 12% lágmarksiðgjald og hentar jafnframt þeim sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×