Handbolti

Norðurlöndin 1 - Balkansskaginn 11

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slóvenar voru gríðarlega vel studdir á EM í Serbíu.
Slóvenar voru gríðarlega vel studdir á EM í Serbíu. Mynd/Vilhelm
Heimavöllurinn hefur oft reynst mikilvægur í handbolta. Svo virðist sem að það hafi í það minnsta verið tilfellið á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Serbíu.

Riðlakeppninni lauk í gær og ljóst hvaða tólf lið komust áfram í milliriðla og hvaða fjögur eru úr leik.

Fjórar Norðurlandaþjóðir tóku þátt í mótinu og fjórar þjóðir af Balkansskaganum. Munurinn á gengi þessara liða er sláandi.

Allar fjórar Balkansskagaþjóðirnar komust áfram og tóku samtals með sér ellefu stig í milliriðlana. Þrjár af fjórum Norðurlandaþjóunum komust áfram en tóku bara eitt (sænskt) stig með sér.

Þetta er mikil breyting frá því á HM í Svíþjóð í fyrra en þá voru þrjár Norðurlandaþjóðir á meðal sex efstu í keppninni. Sú fjórða, Noregur, endaði í níunda sæti. Af Balkansskagaþjóðunum náði Króatía náði fimmta sæti, Serbía tíunda en Slóvenía og Makedónía tóku ekki einu sinni þátt.

Balkansskaginn:

Serbía 4

Króatía 4

Makedónía 1

Slóvenía 2

Norðurlöndin:

Svíþjóð 1

Danmörk 0

Ísland 0

Noregur 0 - úr leik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×