Samstarf Iceland Express og Holidays Czech Airlines framlengt 1. mars 2012 15:50 Samstarfssamningur Iceland Express og tékkneska flugfélagsins Holidays Czech Airlines hefur verið framlengdur fram til vors 2013. Skrifað var undir samninginn í Prag í dag en flugvöllur borgarinnar er heimahöfn Holidays. Prag er einmitt einn af nokkrum nýjum áfangastöðum Iceland Express og hefjast ferðir þangað í júní og verða í boði að minnsta kosti út ágúst. Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Iceland Express segir að samningurinn við Holidays sé mikið ánægjuefni. Samstarfið hingað til hafi gengið afar vel og samningurinn sem undiritaður var í dag sé hagstæður fyrir báða aðila. Tékkneska félagið hóf að fljúga fyrir Iceland Express í nóvember í fyrra og síðan þá hafa um 400 ferðir verið farnar. Stundvísi hefur aukist til muna og engar tæknilegar bilanir hafa átt sér stað. Þær smávægilegu tafir sem orðið hafa á brottförum hefur eingöngu mátt rekja til veðurs enda sé HCA annálað fyrir stundvísi. Þá hefur einnig verið ákveðið að bjóða upp á flugferðir frá Akureyri til Kaupmannahafnar frá júlí og fram í miðjan ágúst. Að því loknu verður boðið upp á ferðir frá Egilsstöðum fram í miðjan september. Þá segir hann Prag vera frábæra borg sem sé góð viðbót í flóru áfangastaða félagsins. Því til viðbótar gefst Íslendingum nú gott tækifæri til að líta enn lengra til austurs frá Prag er þéttriðið áætlunarnet, sérstaklega til austurs og suðurs. Hann segist ennfremur vonast til þess að Tékkar nýti sér vel möguleikann á að heimsækja Ísland. Jan Cejka, forstjóri Holiday Czech Airlines, segir félagið staðráðið í því að gera sitt besta í samstarfinu við Iceland Express. Samningurinn gerir ráð fyrir því að Holidays leggi til tvær þotur og eina til viðbótar yfir háannatímann. Hann segir samninginn mikilvægan fyrir félagið en á blaðamannafundi í Prag í dag kom fram að samningurinn við Iceland Express sé um 25 prósent af áætlaðri veltu félagsins. Celik sagðist einnig vonast til að framhald verði á samkomulaginu að ári liðnu. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Iceland Express ítrekar að bæði félögin líti til áframhaldandi samstarfs. Mikill hugur sé hjá báðum félögum að hefja flug til Bandaríkjanna og segir hann í skoðun að hefja flug þangað vorið 2013. Verðmæti samningsins er ekki gefið upp en í máli Cejka á fundinum kom þó fram að það hlaupi á milljörðum íslenskra króna. Skarphéðinn bætti því við að samningurinn þýði að Iceland Express getur teflt fram yngsta flugvélaflota í áætlunarflugi til og frá Íslandi en flogið verður á nýlegum Airbus A320 farþegaþotum. Holidays Czech Airlines er sjálfstætt dótturfélag Czech Aeroholding og systurfélag Czech Airlines. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Samstarfssamningur Iceland Express og tékkneska flugfélagsins Holidays Czech Airlines hefur verið framlengdur fram til vors 2013. Skrifað var undir samninginn í Prag í dag en flugvöllur borgarinnar er heimahöfn Holidays. Prag er einmitt einn af nokkrum nýjum áfangastöðum Iceland Express og hefjast ferðir þangað í júní og verða í boði að minnsta kosti út ágúst. Skarphéðinn Berg Steinarsson forstjóri Iceland Express segir að samningurinn við Holidays sé mikið ánægjuefni. Samstarfið hingað til hafi gengið afar vel og samningurinn sem undiritaður var í dag sé hagstæður fyrir báða aðila. Tékkneska félagið hóf að fljúga fyrir Iceland Express í nóvember í fyrra og síðan þá hafa um 400 ferðir verið farnar. Stundvísi hefur aukist til muna og engar tæknilegar bilanir hafa átt sér stað. Þær smávægilegu tafir sem orðið hafa á brottförum hefur eingöngu mátt rekja til veðurs enda sé HCA annálað fyrir stundvísi. Þá hefur einnig verið ákveðið að bjóða upp á flugferðir frá Akureyri til Kaupmannahafnar frá júlí og fram í miðjan ágúst. Að því loknu verður boðið upp á ferðir frá Egilsstöðum fram í miðjan september. Þá segir hann Prag vera frábæra borg sem sé góð viðbót í flóru áfangastaða félagsins. Því til viðbótar gefst Íslendingum nú gott tækifæri til að líta enn lengra til austurs frá Prag er þéttriðið áætlunarnet, sérstaklega til austurs og suðurs. Hann segist ennfremur vonast til þess að Tékkar nýti sér vel möguleikann á að heimsækja Ísland. Jan Cejka, forstjóri Holiday Czech Airlines, segir félagið staðráðið í því að gera sitt besta í samstarfinu við Iceland Express. Samningurinn gerir ráð fyrir því að Holidays leggi til tvær þotur og eina til viðbótar yfir háannatímann. Hann segir samninginn mikilvægan fyrir félagið en á blaðamannafundi í Prag í dag kom fram að samningurinn við Iceland Express sé um 25 prósent af áætlaðri veltu félagsins. Celik sagðist einnig vonast til að framhald verði á samkomulaginu að ári liðnu. Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Iceland Express ítrekar að bæði félögin líti til áframhaldandi samstarfs. Mikill hugur sé hjá báðum félögum að hefja flug til Bandaríkjanna og segir hann í skoðun að hefja flug þangað vorið 2013. Verðmæti samningsins er ekki gefið upp en í máli Cejka á fundinum kom þó fram að það hlaupi á milljörðum íslenskra króna. Skarphéðinn bætti því við að samningurinn þýði að Iceland Express getur teflt fram yngsta flugvélaflota í áætlunarflugi til og frá Íslandi en flogið verður á nýlegum Airbus A320 farþegaþotum. Holidays Czech Airlines er sjálfstætt dótturfélag Czech Aeroholding og systurfélag Czech Airlines.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira