Draumariðill í Lundúnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ólafur Stefánsson mun að öllum líkindum ljúka glæsilegum landsliðsferli á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Mynd/AFP Í gær var dregið í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Liðunum tólf sem höfðu tryggt sér þátttökurétt á leikunum var skipt í tvo riðla og er óhætt að fullyrða að Ísland hafi lent í „léttari" riðlinum þar sem gríðarsterk lið skipa hinn riðilinn. Ísland er í A-riðli með Frakklandi, Svíþjóð, Túnis, Argentínu og Bretlandi. Argentína var í sama styrkleikaflokki og Evrópumeistarar Danmerkur, þó svo að mikill getumunur hafi verið á þessum liðum undanfarin ár. Danir voru til að mynda afar ósáttir við það hlutskipti að teljast jafnir liði Argentínu að styrkleika – sem þó er Suður-Ameríkumeistari. Það lá því fyrir að liðin myndu dragast hvort í sinn riðil. Bretland, sem var með Serbíu í styrkleikaflokki, fékk svo að velja sér riðil þegar búið var að draga úr öðrum styrkleikaflokkum. Það kom ekki á óvart að Dragan Djukic, landsliðsþjálfari Breta, valdi að spila frekar við Suður-Ameríkumeistarana en Evrópumeistarana. Frakkland, Svíþjóð og Túnis eru einnig í riðli með Íslandi en fjögur efstu liðin munu komast áfram í fjórðungsúrslit. Skiptir máli að lenda eins ofarlega og mögulegt er til að sleppa við sterkustu liðin úr B-riðlinum strax í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Ef Ísland kemst áfram upp úr riðlakeppninni er ljóst að það verður erfið leið sem bíður strákanna ætli þeir sér að komast aftur alla leið í úrslitaleikinn, rétt eins og í Peking fyrir fjórum árum síðan. Fimm sterkar Evrópuþjóðir eru í B-riðli auk Asíumeistara Suður-Kóreu sem hefur ávallt reynst hættulegur andstæðingur. Má búast við harðri baráttu um efstu fjögur sætin í þeim riðli. Ólympíuleikarnir hefjast föstudaginn 27. júlí og keppni í handbolta karla tveimur dögum síðar. Keppt verður annan hvorn dag frá því en úrslitaleikurinn verður háður sunnudaginn 12. ágúst, á lokakeppnisdegi leikanna. Íslenska landsliðið hefur ekki undirbúning sinn fyrir leikana fyrr en eftir að leikjum Íslands gegn Hollandi í undankeppni HM 2013 lýkur. Fyrri leikurinn fer fram 10. júní hér heima og sá síðari í Hollandi sex dögum síðar. Þessa dagana er keppnistímabilinu í atvinnumannadeildunum í Evrópu að ljúka og fá því flestir landsliðsmanna Íslands frí í aðeins nokkra daga áður en þeir hefja æfingar með landsliðinu hér á landi. Ekki náðist í landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í gær. Handbolti Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira
Í gær var dregið í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Liðunum tólf sem höfðu tryggt sér þátttökurétt á leikunum var skipt í tvo riðla og er óhætt að fullyrða að Ísland hafi lent í „léttari" riðlinum þar sem gríðarsterk lið skipa hinn riðilinn. Ísland er í A-riðli með Frakklandi, Svíþjóð, Túnis, Argentínu og Bretlandi. Argentína var í sama styrkleikaflokki og Evrópumeistarar Danmerkur, þó svo að mikill getumunur hafi verið á þessum liðum undanfarin ár. Danir voru til að mynda afar ósáttir við það hlutskipti að teljast jafnir liði Argentínu að styrkleika – sem þó er Suður-Ameríkumeistari. Það lá því fyrir að liðin myndu dragast hvort í sinn riðil. Bretland, sem var með Serbíu í styrkleikaflokki, fékk svo að velja sér riðil þegar búið var að draga úr öðrum styrkleikaflokkum. Það kom ekki á óvart að Dragan Djukic, landsliðsþjálfari Breta, valdi að spila frekar við Suður-Ameríkumeistarana en Evrópumeistarana. Frakkland, Svíþjóð og Túnis eru einnig í riðli með Íslandi en fjögur efstu liðin munu komast áfram í fjórðungsúrslit. Skiptir máli að lenda eins ofarlega og mögulegt er til að sleppa við sterkustu liðin úr B-riðlinum strax í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Ef Ísland kemst áfram upp úr riðlakeppninni er ljóst að það verður erfið leið sem bíður strákanna ætli þeir sér að komast aftur alla leið í úrslitaleikinn, rétt eins og í Peking fyrir fjórum árum síðan. Fimm sterkar Evrópuþjóðir eru í B-riðli auk Asíumeistara Suður-Kóreu sem hefur ávallt reynst hættulegur andstæðingur. Má búast við harðri baráttu um efstu fjögur sætin í þeim riðli. Ólympíuleikarnir hefjast föstudaginn 27. júlí og keppni í handbolta karla tveimur dögum síðar. Keppt verður annan hvorn dag frá því en úrslitaleikurinn verður háður sunnudaginn 12. ágúst, á lokakeppnisdegi leikanna. Íslenska landsliðið hefur ekki undirbúning sinn fyrir leikana fyrr en eftir að leikjum Íslands gegn Hollandi í undankeppni HM 2013 lýkur. Fyrri leikurinn fer fram 10. júní hér heima og sá síðari í Hollandi sex dögum síðar. Þessa dagana er keppnistímabilinu í atvinnumannadeildunum í Evrópu að ljúka og fá því flestir landsliðsmanna Íslands frí í aðeins nokkra daga áður en þeir hefja æfingar með landsliðinu hér á landi. Ekki náðist í landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í gær.
Handbolti Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Sjá meira