Leik lokið: Spánn 31 - Ísland 26 | Ísland úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2012 13:37 Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar mættu ofjörlum sínum þegar þeir töpuðu fyrir Spáni á EM í handbolta í dag. Þar með er ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum keppninnar. Spánverjar hafa verið besta liðið á Evrópumeistaramótinu til þessa og þeir sýndu í dag að þeir eru til alls líklegir á þessu móti. Þeir drápu spil íslenska liðsins með gríðarsterkum varnarleik í upphafi leiksins og var leikurinn aldrei spennandi eftir það. Spánn komst í sjö marka forystu, 10-3, eftir sautján mínútna leik. Á þessum kafla var lítið jákvætt við leik íslenska liðsins, bæði í vörn og sókn. Sérstaklega gekk þó illa í sókninni og sem fyrr var ljóst að þar var lykilmanna síðustu ára saknað. Guðmundur Guðmundsson ákvað þá að taka leikhlé til að skerpa á íslensku vörninni. Það gekk vel, Björgvin Páll varði nokkur góð skot í markinu og strákarnir byrjuðu loksins að skora að einhverju ráði. Strákarnir voru þó oft sjálfum sér verstir og töpuðu bæði mörgum boltum auk þess að fara illa með mörg góð færi. Fyrstu tvö vítaskot liðsins fóru forgörðum en það var svo sem líka tilfellið hjá spænska liðinu. Spánverjar gerðu einfaldlega nóg í seinni hálfleik til að halda íslenska liðinu í hæfilegri fjarlægð. Það verður þó ekki tekið af strákunum að það var margt jákvætt við þeirra leik, þá sérstaklega innkoma Rúnars Kárasonar og síðar Ólafs Guðmundssonar. Rúnar skoraði fjögur flott mörk og Ólafur komst einnig á blað. Þá átti Björgvin Páll reglulega fínan leik í markinu og varði 20 skot, þar af þrjú víti. Hann var sennilega besti leikmaður Íslands í leiknum en Rúnar og Kári Kristján línumaður áttu líka frábærar rispur. Kári Kristján fiskaði til að mynda öll fjögur víti Íslands í leiknum. Guðjón Valur var ódrepandi og gafst aldrei upp. En hann fór illa með tvö vítaskot og nýtti ekki fimm skot þar að auki sem er afar óvenjulegt hjá þessum skotvissa nagla. Hann skoraði þó nokkur afar lagleg mörk af miklu harðfylgi. Arnór reyndi hvað hann gat eins og reyndar allir leikmenn - strákarnir verða ekki sakaðir um dugleysi. Aðrir náðu sér ekki á strik í dag, því miður, þrátt fyrir ágætar rispur inn á milli. En það var bara of lítið gegn þessu gríðarlega sterka liði Spánverja sem virðast vera með sextán jafnsterka leikmenn. Virðist engu máli skipta hvaða leikmenn eru inn á hverju sinni - ávallt spilaði liðið eins og vel smurð vél. Spánverjar eru svo gott sem komnir áfram í undanúrslitin en Íslendingar eru úr leik. Það lá þó ávallt fyrir að það yrði nánast ógerningur að fara áfram í undanúrslit eftir að hafa komið stigalausir inn í milliriðilinn og má því segja að þessi barátta hafi í raun tapast í riðlakeppninni. Það sem stendur upp úr að aftur sýndu minni spámenn íslenska landsliðsins að þeir geta vel spjarað sig á stóra sviðinu. Lokaleikur Íslands verður gegn Frakklandi á sama tíma á morgun.Úrslit, dagskrá og staða allra riðla. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Strákarnir okkar mættu ofjörlum sínum þegar þeir töpuðu fyrir Spáni á EM í handbolta í dag. Þar með er ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum keppninnar. Spánverjar hafa verið besta liðið á Evrópumeistaramótinu til þessa og þeir sýndu í dag að þeir eru til alls líklegir á þessu móti. Þeir drápu spil íslenska liðsins með gríðarsterkum varnarleik í upphafi leiksins og var leikurinn aldrei spennandi eftir það. Spánn komst í sjö marka forystu, 10-3, eftir sautján mínútna leik. Á þessum kafla var lítið jákvætt við leik íslenska liðsins, bæði í vörn og sókn. Sérstaklega gekk þó illa í sókninni og sem fyrr var ljóst að þar var lykilmanna síðustu ára saknað. Guðmundur Guðmundsson ákvað þá að taka leikhlé til að skerpa á íslensku vörninni. Það gekk vel, Björgvin Páll varði nokkur góð skot í markinu og strákarnir byrjuðu loksins að skora að einhverju ráði. Strákarnir voru þó oft sjálfum sér verstir og töpuðu bæði mörgum boltum auk þess að fara illa með mörg góð færi. Fyrstu tvö vítaskot liðsins fóru forgörðum en það var svo sem líka tilfellið hjá spænska liðinu. Spánverjar gerðu einfaldlega nóg í seinni hálfleik til að halda íslenska liðinu í hæfilegri fjarlægð. Það verður þó ekki tekið af strákunum að það var margt jákvætt við þeirra leik, þá sérstaklega innkoma Rúnars Kárasonar og síðar Ólafs Guðmundssonar. Rúnar skoraði fjögur flott mörk og Ólafur komst einnig á blað. Þá átti Björgvin Páll reglulega fínan leik í markinu og varði 20 skot, þar af þrjú víti. Hann var sennilega besti leikmaður Íslands í leiknum en Rúnar og Kári Kristján línumaður áttu líka frábærar rispur. Kári Kristján fiskaði til að mynda öll fjögur víti Íslands í leiknum. Guðjón Valur var ódrepandi og gafst aldrei upp. En hann fór illa með tvö vítaskot og nýtti ekki fimm skot þar að auki sem er afar óvenjulegt hjá þessum skotvissa nagla. Hann skoraði þó nokkur afar lagleg mörk af miklu harðfylgi. Arnór reyndi hvað hann gat eins og reyndar allir leikmenn - strákarnir verða ekki sakaðir um dugleysi. Aðrir náðu sér ekki á strik í dag, því miður, þrátt fyrir ágætar rispur inn á milli. En það var bara of lítið gegn þessu gríðarlega sterka liði Spánverja sem virðast vera með sextán jafnsterka leikmenn. Virðist engu máli skipta hvaða leikmenn eru inn á hverju sinni - ávallt spilaði liðið eins og vel smurð vél. Spánverjar eru svo gott sem komnir áfram í undanúrslitin en Íslendingar eru úr leik. Það lá þó ávallt fyrir að það yrði nánast ógerningur að fara áfram í undanúrslit eftir að hafa komið stigalausir inn í milliriðilinn og má því segja að þessi barátta hafi í raun tapast í riðlakeppninni. Það sem stendur upp úr að aftur sýndu minni spámenn íslenska landsliðsins að þeir geta vel spjarað sig á stóra sviðinu. Lokaleikur Íslands verður gegn Frakklandi á sama tíma á morgun.Úrslit, dagskrá og staða allra riðla.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira