Viðskipti innlent

Kanadamenn jákvæðir gagnvart upptöku dollarsins á Íslandi

Mikil umræða hefur verið í öllum helstu fjölmiðlum Kanada um helgina um ráðstefnu Framsóknarfélags Reykjavíkur á laugardag þar sem rætt var um upptöku Kanadadollars í stað krónunnar.

Flest öll umræðan hefur verið jákvæð í garð hugmyndarinnar og menn hafa bent á ýmsan hag sem kanadísk stjórnvöld gætu haft af því að Ísland tæki upp dollarann.

Þannig segir viðskiptablaðið The Street að viðskipti myndu aukast milli landanna og áhrif Kanadamann á þróunina á Norðurskautssvæðinu myndu stóraukast. Á því svæði er talið að séu 22% af öllum olíubirgðum sem eftir eru í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×