Viðskipti innlent

Fólkið fái sjálft að kjósa stjórnir lífeyrissjóðanna.

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Blöndal hefur lagt fram frumvarp um lífeyrissjóðina á Alþingi.
Pétur Blöndal hefur lagt fram frumvarp um lífeyrissjóðina á Alþingi.
Pétur Blöndal er þessa dagana að leggja lokahönd á frumvarp þess efnis að sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum geti sjálfir kosið stjórnir sjóðanna. Hann segir að frumvarpið sé eitt mikilvægasta hagsmunamál heimilanna. Pétur hefur áður lagt frumvarpið fram á fyrri þingum en það hefur ekki verið afgreitt. Pétur bendir á að hver fjölskylda eigi að meðaltali 17 milljónir í lífeyrissjóðum.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sjóðsfélagar eigi sjóðina, sjóðunum verði skylt að gefa mönnum upp verðmæti réttinda á hverju ári. Svo eigi að heimila mönnum að kjósa stjórn. „Þetta er gífurlegir hagsmunir, segir Pétur. „Ef eitthvað er hagsmunir heimilanna þá er það þetta," bætir hann við. Hann bendir á að hver fjölskylda eigi að meðaltali um 17 milljónir í lífeyrissjóðum. „Þetta er hrein eign, þetta er ekki skuldsett. Og þetta er miklu meira en hver fjölskylda á í íbúðum sínum eða bílunum," segir hann.

Pétur segir að í frumvarpinu verði áfram gengið út frá því að skylduaðild sé að lífeyrissjóðum. „Ég geng út frá því að lífeyrissjóðirnir verði áfram ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Þeir muni veita tekjuháðan lífeyri, öndvert við Tryggingastofnun sem veitir tekjuóháðan lífeyri," segir Pétur. Lífeyrissjóðirnir muni létta á Tryggingastofnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×