Íslenska ríkið sýknað af kröfu þrotabús gamla Capacent 29. maí 2012 16:08 Héraðsdómur Reykjavíkur. Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þrotabús GH1, áður Capacent, um að það greiddi til baka 15,9 milljónir króna sem greiddar voru til ríkisins vegna skulda GH1 á opinberrum gjöldum skömmu fyrir þrot þess. Forsaga málsins er nokkuð löng. GH1 hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í október 2010 en í aðdraganda þrotsins deildu þáverandi forsvarsmenn félagsins við Íslandsbanka, viðskiptabanka félagsins, um hvernig ætti að taka á alvarlegum skuldavanda þess, en við gjaldþrotið voru skuldir félagsins um 1,6 milljarðar króna. Forsvarsmenn Capacent gerðu Íslandsbanka tilboð sem fól í sér að skuldir yrðu lækkaðar í 250 milljónir og nýtt hlutafé yrði gefið út. Bankinn varð ekki við þessu og taldi ekkert annað koma til greina en að setja félagið í þrot. Forsvarsmenn GH1 brugðust þá við með því að flytja eignir yfir á nýja kennitölu, félagsins CC200 (nú Capacent ehf.), í andstöðu við fyrirmæli Íslandsbanka. GH1 var síðan fljótlega gefið upp til skipta. Í framhaldi voru síðan meðal annars teknar útaf reikningi GH1 tugir milljóna, og var hluti af þeirri upphæð, um 15,9 milljónir, greiddur til Tollstjórans í Reykjavík, sem innheimtir opinber gjöld fyrir hönd ríkisins. Þessari greiðslu vildi þrotabúið rifta, en dómurinn felst ekki á það, þar sem fjármunir hafi verið teknir af launamönnum félagsins og eðlilegt hafi verið að gera upp skuldina. Sérstaklega er tekið fram í dómnum að flutningur eigna fyrir á nýja kennitölu, og samskipti Íslandsbanka og GH1 í aðdraganda gjaldþrots félagsins, hafi ekki verið til umfjöllunar í þessu máli, heldur einungis það hvort rifta bæri tiltekinni greiðslu vegna skulda á opinberum gjöldum. Þrotabú GH1 var dæmt til þess að greiða íslenska ríkinu 400 hundruð þúsund í málskostnað, og einnig þeim Yngva Þór Elliðasyni og Kristjáni Kristjánssyni, sem stefnt var sem forsvarsmönnum GH1, þegar greiðslan til ríkisins átti sér stað. Sjá má dóm Héraðsdóms frá því í dag hér. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þrotabús GH1, áður Capacent, um að það greiddi til baka 15,9 milljónir króna sem greiddar voru til ríkisins vegna skulda GH1 á opinberrum gjöldum skömmu fyrir þrot þess. Forsaga málsins er nokkuð löng. GH1 hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í október 2010 en í aðdraganda þrotsins deildu þáverandi forsvarsmenn félagsins við Íslandsbanka, viðskiptabanka félagsins, um hvernig ætti að taka á alvarlegum skuldavanda þess, en við gjaldþrotið voru skuldir félagsins um 1,6 milljarðar króna. Forsvarsmenn Capacent gerðu Íslandsbanka tilboð sem fól í sér að skuldir yrðu lækkaðar í 250 milljónir og nýtt hlutafé yrði gefið út. Bankinn varð ekki við þessu og taldi ekkert annað koma til greina en að setja félagið í þrot. Forsvarsmenn GH1 brugðust þá við með því að flytja eignir yfir á nýja kennitölu, félagsins CC200 (nú Capacent ehf.), í andstöðu við fyrirmæli Íslandsbanka. GH1 var síðan fljótlega gefið upp til skipta. Í framhaldi voru síðan meðal annars teknar útaf reikningi GH1 tugir milljóna, og var hluti af þeirri upphæð, um 15,9 milljónir, greiddur til Tollstjórans í Reykjavík, sem innheimtir opinber gjöld fyrir hönd ríkisins. Þessari greiðslu vildi þrotabúið rifta, en dómurinn felst ekki á það, þar sem fjármunir hafi verið teknir af launamönnum félagsins og eðlilegt hafi verið að gera upp skuldina. Sérstaklega er tekið fram í dómnum að flutningur eigna fyrir á nýja kennitölu, og samskipti Íslandsbanka og GH1 í aðdraganda gjaldþrots félagsins, hafi ekki verið til umfjöllunar í þessu máli, heldur einungis það hvort rifta bæri tiltekinni greiðslu vegna skulda á opinberum gjöldum. Þrotabú GH1 var dæmt til þess að greiða íslenska ríkinu 400 hundruð þúsund í málskostnað, og einnig þeim Yngva Þór Elliðasyni og Kristjáni Kristjánssyni, sem stefnt var sem forsvarsmönnum GH1, þegar greiðslan til ríkisins átti sér stað. Sjá má dóm Héraðsdóms frá því í dag hér.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira