Aron: Þakklátur fyrir að vera hluti af þessu liði Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 27. maí 2012 19:29 Aron Pálmarsson varð í dag Evrópumeistari með Kiel eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði í viðtali við Vísi í gær að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að fá að lyfta styttunni eftirsóttu. „Tilfinningin var eiginlega betri en fyrir tveimur árum síðan. Nú er ég í aðeins stærra hlutverki," sagði Aron en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Mér fannst eins og við værum með þá í 40-45 mínútur í leiknum og bara tímaspursmál hvenær við okkur tækist að setja í annnan gír í seinni hálfleik og skríða aðeins fram úr þeim." Aron segir það ólýsanlega tilfinningu að spila og æfa með bestu handboltamönnum heims. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að fá að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem okkur hefur tekist að láta árangurinn fylgja með. Fólk er að tala um besta lið allra tíma og þó svo að ég ætli ekki að segja það beint út tel ég að við höfum sannað ansi mikið um þessa helgi." „Við erum með fjórtán heimsklassaleikmenn og það getur hver og einn skorað tíu mörk og unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Við bara spilum okkar kerfi sem eru ansi mörg. Við eru með óbreyttan hóp frá því í fyrra og margir hafa spilað saman lengi og þekkjast því mjög vel." Aron segir að leikmenn liðsins hafi verið staðráðnir í að komast aftur í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa misst af henni í fyrra. „Við vildum sýna að við eigum heima hér og við gerðum það svo sannarlega," sagði Aron. Hann lofaði einnig þjálfarann Alfreð Gíslason sem var að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn. „Tölfræðin talar sínu máli og erfitt að bæta einhverju við það. Hann er með frábæran hóp og allt það en það hefur margsýnt sig í öllum íþróttum að það skiptir ekki alltaf öllu máli. Hann hefur náð að stilla hópnum saman vel í ár og látið okkur vera mjög einbeitta í hverjum leik. Það sést best á því að við erum tveimur leikjum frá því að eiga fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni og er það met sem ekki er hægt að bæta. Yrði það ein stærsta viðurkenning sem þjálfari getur fengið." Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Aron Pálmarsson varð í dag Evrópumeistari með Kiel eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði í viðtali við Vísi í gær að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að fá að lyfta styttunni eftirsóttu. „Tilfinningin var eiginlega betri en fyrir tveimur árum síðan. Nú er ég í aðeins stærra hlutverki," sagði Aron en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Mér fannst eins og við værum með þá í 40-45 mínútur í leiknum og bara tímaspursmál hvenær við okkur tækist að setja í annnan gír í seinni hálfleik og skríða aðeins fram úr þeim." Aron segir það ólýsanlega tilfinningu að spila og æfa með bestu handboltamönnum heims. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að fá að vera hluti af þessu, sérstaklega þar sem okkur hefur tekist að láta árangurinn fylgja með. Fólk er að tala um besta lið allra tíma og þó svo að ég ætli ekki að segja það beint út tel ég að við höfum sannað ansi mikið um þessa helgi." „Við erum með fjórtán heimsklassaleikmenn og það getur hver og einn skorað tíu mörk og unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Við bara spilum okkar kerfi sem eru ansi mörg. Við eru með óbreyttan hóp frá því í fyrra og margir hafa spilað saman lengi og þekkjast því mjög vel." Aron segir að leikmenn liðsins hafi verið staðráðnir í að komast aftur í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa misst af henni í fyrra. „Við vildum sýna að við eigum heima hér og við gerðum það svo sannarlega," sagði Aron. Hann lofaði einnig þjálfarann Alfreð Gíslason sem var að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn. „Tölfræðin talar sínu máli og erfitt að bæta einhverju við það. Hann er með frábæran hóp og allt það en það hefur margsýnt sig í öllum íþróttum að það skiptir ekki alltaf öllu máli. Hann hefur náð að stilla hópnum saman vel í ár og látið okkur vera mjög einbeitta í hverjum leik. Það sést best á því að við erum tveimur leikjum frá því að eiga fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni og er það met sem ekki er hægt að bæta. Yrði það ein stærsta viðurkenning sem þjálfari getur fengið."
Handbolti Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira