Viðskipti innlent

Milljarða hagræðing í bígerð hjá ríkinu

BBI skrifar
Gerð verður krafa um fimm til tíu milljarða króna hagræðingu í rekstri ríkisins í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Vinna við það er nú á lokastigi. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins í dag.

Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkisins aukist umtalsvert á árinu en það breytir því ekki að sýna þarf aðhald í rekstrinum. Björn Valur Gíslason, sem er fyrsti varaformaður fjárlaganefndar, gerir ráð fyrir að skorið verði niður um eitt til tvö prósent á ári komanda. Eitt prósent nemur fimm milljörðum svo þarna er verið að tala um fimm til tíu milljarða króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×