Gefið í skyn að Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi brotið lög 4. febrúar 2012 12:15 Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna. Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna gefur í skyn að Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi brotið lög með kaupum á gjaldeyristryggingum árið 2008. Með þeim hafi sjóðurinn aukið áhættu sjóðsins - þvert á lögbundið hlutverk sitt. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er stærsti almenni lífeyrissjóður landsins, tapaði samtals röskum 80 milljörðum króna á árunum 2008-2010 - en eignir hans í árslok 2010 voru metnar á 310 milljarða. Tapið er því umtalsvert. Langmesta tapið var á hlutabréfum í íslenskum fyrirtækjum - eða tæpir 47 milljarðar. Sjóðurinn á nú í deilu við slitastjórnir Glitnis og Kaupþings vegna uppgjörs á gjaldmiðlavarnarsamningum - eins og bankarnir reikna þá samninga er tapið sjóðsins umtalsvert meira, nánar tiltekið rúmum 33 milljörðum meira. Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna, sem er varfærin nokkuð í orðalagi, gerir athugasemdir við ákvörðun sjóðsins að kaupa slíkar gjaldeyristryggingar. Það séu í raun kaup á afleiðum. Til dæmis hafi lífeyrissjóðir á fyrri hluta árs 2008 keypt slíkar tryggingar þegar krónan lækkaði í verði á þeirri forsendu að krónan myndi hækka fljótt aftur og sjóðirnir hagnast. Eins og menn muna hækkaði hún ekki. En það er ekki slök spádómsgáfa sjóðanna sem nefndin gerir athugasemdir við - heldur spyr hún: Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum? Það er sú ákvörðun að hafa skammtímagróða að leiðarljósi sem nefndin gagnrýnir. Í skýrslunni er vitnað í lagagrein þar sem tíundaðir eru möguleikar lífeyrissjóðanna til að ávaxta sitt fé. Þar á meðal er lífeyrissjóðunum heimilt að gera afleiðusamninga til að draga úr áhættu sjóðsins. Orðrétt segir í skýrslunni að það sé "eðlilegt að skilja þetta ákvæði svo að það sé bæði nauðsynlegt og nægilegt skilyrði fyrir afleiðusamningi að hann dragi úr áhættu sjóðsins. Afleiðusamningarnir sem gerðir voru árið 2008 til að tryggja erlendar eignir sjóðanna drógu ekki úr áhættu sjóðsins, heldur þvert á móti juku hana." Tilvitnun lýkur. Með öðrum orðum leiðir nefndin hér líkur að því að Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti lífeyrissjóður launþega á almennum vinnumarkaði, hafi brotið lög með kaupum á gjaldeyristryggingum. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna gefur í skyn að Lífeyrissjóður verslunarmanna hafi brotið lög með kaupum á gjaldeyristryggingum árið 2008. Með þeim hafi sjóðurinn aukið áhættu sjóðsins - þvert á lögbundið hlutverk sitt. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er stærsti almenni lífeyrissjóður landsins, tapaði samtals röskum 80 milljörðum króna á árunum 2008-2010 - en eignir hans í árslok 2010 voru metnar á 310 milljarða. Tapið er því umtalsvert. Langmesta tapið var á hlutabréfum í íslenskum fyrirtækjum - eða tæpir 47 milljarðar. Sjóðurinn á nú í deilu við slitastjórnir Glitnis og Kaupþings vegna uppgjörs á gjaldmiðlavarnarsamningum - eins og bankarnir reikna þá samninga er tapið sjóðsins umtalsvert meira, nánar tiltekið rúmum 33 milljörðum meira. Rannsóknarnefnd lífeyrissjóðanna, sem er varfærin nokkuð í orðalagi, gerir athugasemdir við ákvörðun sjóðsins að kaupa slíkar gjaldeyristryggingar. Það séu í raun kaup á afleiðum. Til dæmis hafi lífeyrissjóðir á fyrri hluta árs 2008 keypt slíkar tryggingar þegar krónan lækkaði í verði á þeirri forsendu að krónan myndi hækka fljótt aftur og sjóðirnir hagnast. Eins og menn muna hækkaði hún ekki. En það er ekki slök spádómsgáfa sjóðanna sem nefndin gerir athugasemdir við - heldur spyr hún: Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum? Það er sú ákvörðun að hafa skammtímagróða að leiðarljósi sem nefndin gagnrýnir. Í skýrslunni er vitnað í lagagrein þar sem tíundaðir eru möguleikar lífeyrissjóðanna til að ávaxta sitt fé. Þar á meðal er lífeyrissjóðunum heimilt að gera afleiðusamninga til að draga úr áhættu sjóðsins. Orðrétt segir í skýrslunni að það sé "eðlilegt að skilja þetta ákvæði svo að það sé bæði nauðsynlegt og nægilegt skilyrði fyrir afleiðusamningi að hann dragi úr áhættu sjóðsins. Afleiðusamningarnir sem gerðir voru árið 2008 til að tryggja erlendar eignir sjóðanna drógu ekki úr áhættu sjóðsins, heldur þvert á móti juku hana." Tilvitnun lýkur. Með öðrum orðum leiðir nefndin hér líkur að því að Lífeyrissjóður verslunarmanna, stærsti lífeyrissjóður launþega á almennum vinnumarkaði, hafi brotið lög með kaupum á gjaldeyristryggingum.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur