Berlínarverkefnið dafnar vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2012 09:00 Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, og Dagur Sigurðsson þjálfari. Árangur liðsins undir þeirra stjórn er með ólíkindum. Bob Hanning var í júlí árið 2005 ráðinn framkvæmdastjóri hins nýstofnaða handboltaliðs Füchse Berlin. Það var klofið úr Reinickendorfer Füchse – rótgrónu íþróttafélagi sem hefur verið starfandi í þýsku höfuðborginni síðan 1891. Hanning fékk það verkefni að byggja upp sterkt lið sem hefði þó ákveðin grunngildi að sjónarmiði. Í dag, tæpum sjö árum síðar, er Füchse Berlin orðið eitt sterkasta handboltafélag heims og „Projekt Berlin" eða Berlínarverkefnið, eins og það er kallað, dafnar vel. Þjóðverjinn Jörn-Uwe Lommel var þjálfari Füchse Berlin fyrstu fjögur árin og kom hann liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina árið 2007. Hann steig svo frá borði vorið 2009 og Hanning ákvað að leita til Dags Sigurðssonar sem tók að sér þjálfun liðsins. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið með ólíkindum. Füchse Berlin er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sterkustu deildar heims, og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Árangurinn hefur komið handboltaheiminum í opna skjöldu en Fréttablaðið settist niður með þeim Degi og Hanning í Berlín á dögunum og fór yfir þessa mögnuðu sögu með þeim. Íslenskt fjölskyldumynstur„Við byrjuðum árið 2005, þegar við vorum í B-deildinni. Við lítum á okkur sem eina stóra fjölskylda með íslensku mynstri – við trúum því að það sé hægt að ná langt með lítið á milli handanna," segir Hanning. „Okkar hugsjón er að byggja liðið upp á heimamönnum. Við viljum gefa ungum leikmönnum tækifæri til að spila með okkur, sérstaklega þeim sem koma upp í gegnum okkar starf í yngri flokkunum. Við viljum vera eins góðir og við getum en ef við lendum í sjötta, áttunda eða tíunda sæti er það í góðu lagi líka." Það skal tekið fram að blaðamaður ræddi við þá Dag og Hanning hvorn í sínu lagi. Aðspurður segir Dagur að Hanning sé aðalpersónan í sögu þessa unga félags. „Hann þekkir þetta allt saman enda búinn að vera lengi í bransanum. Hann þjálfaði lengi sjálfur og starfaði til að mynda sem aðstoðarþjálfari Heiners Brand hjá þýska landsliðinu og sem aðalþjálfari Hamburg. Eftir að hann hætti hjá Hamburg ákvað hann að gera eitthvað nýtt. Hann kom til Berlínar og tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá liði sem var að falla úr B-deildinni. Hann fékk þjálfara og leikmenn sem náðu að halda liðinu uppi og koma því svo upp í úrvalsdeildina stuttu síðar." Ætlaði ekki aftur útDagur segir að samstarf þeirra Hannings og Lommels hafi ekki gengið að óskum og því hafi sá fyrrnefndi ákveðið að finna nýjan þjálfara. „Hann ákvað að fá nýtt blóð. Hann var búinn að fylgjast lengi með mér en við kynntumst fyrst þegar ég var að fara sem leikmaður frá Wuppertal árið 2000. Eftir það fylgdist hann með mér bæði í Japan og Austurríki." Dagur var í fjögur ár hjá austurríska félaginu Bregenz sem spilandi þjálfari en hætti árið 2007. Þá fluttist hann heim til Íslands ásamt fjölskyldu sinni og tók að sér stöðu framkvæmdastjóra Vals. Árið 2008 var hann ráðinn landsliðsþjálfari Austurríkis en bjó áfram á Íslandi. Ári síðar hafði Bob Hanning samband. „Ég veit ekki af hverju hann hafði samband. Ég var kominn heim og ekki að velta því fyrir mér að flytja aftur út," segir Dagur. „Þegar við bjuggum í Bregenz sagði ég við Ingibjörgu, konuna mína, að ég hefði í raun ekki áhuga að þjálfa í Þýskalandi nema annað hvort eitt af sex bestu liðunum eða þá félagið í Berlín. Þetta sagði ég án þess að eitthvað annað lægi þar að baki. Það var ekkert sem benti til þess að ég myndi fá tilboð frá Füchse Berlin." Dagur er eins og íslenskt eldfjallÉg spurði Bob Hanning af hverju hann hafi sótt sér þjálfara sem var fluttur til Íslands og aldrei þjálfað í Þýskalandi áður. Hanning brosti. „Ég hafði fylgst vel með Dagi, allt frá því að hann spilaði með Wuppertal," segir hann. „Og þó svo að hann hafi ekki þjálfað áður í Þýskalandi bjó hann yfir mikilli alþjóðlegri reynslu sem leikmaður í Þýskalandi, Japan og Austurríki auk þess sem hann hafði náð góðum árangri sem þjálfari í Austurríki. Dagur er reyndur handboltamaður." En það var meira sem bjó að baki, segir Hanning. „Ég vildi fá annað hvort þjálfara frá Þýskalandi eða Skandinavíu. Ég var að leita að þjálfara sem passaði að okkar hugmyndum – þjálfara sem vildi vinna með ungu fólki og taka þátt í að byggja upp öflugt félag. Það var ekki erfitt að koma auga á þessa eiginleika í Degi. Í honum endurspeglast allt það sem okkur finnst mikilvægast og ég trúi því að hann hafi vaxið með okkur og þróast sem þjálfari á þessum árum. Hann er líka tilbúinn að bæta sig á hverjum degi." Hanning kom því til Íslands til að funda með Degi. „Við töluðum saman í bílferðinni frá flugvellinum til Reykjavíkur. Ég þurfti ekki að heyra meira og hefði þess vegna getað snúið strax aftur við. Ég vissi að Dagur væri sá þjálfari sem hentaði félaginu einmitt á þessum tímapunkti. Dagur á stóran þátt í góðu gengi okkar. Hann er eins og íslenskt eldfjall en samt einnig yfirvegaður og íhugull. Hann vill alltaf meira og er reiðubúinn til að fara út fyrir þægindasvið sitt." Enginn mikilvægari en félagiðFüchse Berlin kom öllum að óvörum með því að ná þriðja sæti í fyrra, á eftir stórliðum Hamburg og Kiel en á undan liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og Flensburg. Hafi einhver átt von á því að árangurinn væri blaðra sem myndi svo springa á endanum hefur annað komið á daginn. „Það er engin ein ástæða fyrir þessari velgengni," segir Hanning. „Það sem mestu skiptir er að allir sem koma að verkefninu gefa eitthvað af sér. Enginn er mikilvægari en félagið og verkefnið. Það er mikilvægast. Við erum með góðan þjálfara, öflugan fyrirliða og samstilltan leikmannahóp sem vinnur ötullega að því að ná sínum markmiðum." Leikmenn Füchse Berlin eru ekki þeir launahæstu í deildinni enda séð til þess að félagið eyði aldrei um efni fram. „Við hugsum vel um okkar leikmenn. Við borgum launin alltaf á réttum tíma og það hefur aldrei brugðist. Við reynum að skapa umhverfi þar sem leikmönnum og fjölskyldum þeirra líður vel. Við viljum að leikmenn taki þátt í verkefninu okkar af lífi og sál og það er einmitt það sem þeir gera." Og það er enginn vafi á því að Degi líður vel í höfuðborginni. „Þetta hefur allt saman verið vonum framar," segir Dagur. „Ég hélt að það yrði flóknara ferli að starfa fyrir svo stóran klúbb og að ég yrði með allt dæmið yfir mér. En boðleiðirnar eru skýrar – ég sé um allt það sem snýr að íþróttinni og framkvæmdastjórinn um allt annað. Þetta gæti í raun ekki verið einfaldara og stjórnin treystir okkur mjög vel fyrir þessu." Lifum drauminnFlestir íþróttamenn vilja ná árangri í sinni grein og mætti ætla að markmiðið hjá liði eins og Füchse Berlin, sem er í öðru sæti sinnar deildar, væri að komast í fyrsta sæti. En svo einfalt er það ekki. „Mitt markmið hér í Berlín er ekki að verða bestur," segir Dagur og í því kristallast hugsjón félagsins. „Ekki að ég verði besti þjálfarinn og við verðum besti klúbburinn. Ég vil að Füchse Berlin verði flottasti klúbburinn í Þýskalandi. Um það snýst mín vinna. Ég vil að við búum til okkar eigin leikmenn, liðið verði með flottustu aðstöðuna og flottustu umgjörðina. Það er jafn mikil ánægja sem felst í því og verða meistari." Dagur myndi þó ekki fúlsa við titlunum. „Auðvitað langar mig líka að vinna titla – það er enginn vafi á því. En ég vil standa mig sem best og það yrði ekkert betra en að Füchse Berlin yrði flottasta félagið í Þýskalandi." Ég spurði Hanning að því sama – hvort það væri ekki draumur hans að verða Þýskalandsmeistari – eða jafnvel Evrópumeistari. „Það var draumur fyrir okkur að komast upp í þýsku úrvalsdeildina. Það var draumur að festa félagið í sessi í keppni þeirra bestu og spila fyrir fullri höll, leik eftir leik. Og þennan draum fáum við að upplifa í hverri viku. Við erum lítið félag – fjárhagur okkar er 40 prósent á við fjárhag stóru félaganna – Kiel, Hamburg og Rhein-Neckar Löwen. En samt stöndum við framar Hamburg og Rhein-Neckar Löwen í dag. Hvað er hægt að biðja um meira?" Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Bob Hanning var í júlí árið 2005 ráðinn framkvæmdastjóri hins nýstofnaða handboltaliðs Füchse Berlin. Það var klofið úr Reinickendorfer Füchse – rótgrónu íþróttafélagi sem hefur verið starfandi í þýsku höfuðborginni síðan 1891. Hanning fékk það verkefni að byggja upp sterkt lið sem hefði þó ákveðin grunngildi að sjónarmiði. Í dag, tæpum sjö árum síðar, er Füchse Berlin orðið eitt sterkasta handboltafélag heims og „Projekt Berlin" eða Berlínarverkefnið, eins og það er kallað, dafnar vel. Þjóðverjinn Jörn-Uwe Lommel var þjálfari Füchse Berlin fyrstu fjögur árin og kom hann liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina árið 2007. Hann steig svo frá borði vorið 2009 og Hanning ákvað að leita til Dags Sigurðssonar sem tók að sér þjálfun liðsins. Síðan þá hefur uppgangur liðsins verið með ólíkindum. Füchse Berlin er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sterkustu deildar heims, og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Árangurinn hefur komið handboltaheiminum í opna skjöldu en Fréttablaðið settist niður með þeim Degi og Hanning í Berlín á dögunum og fór yfir þessa mögnuðu sögu með þeim. Íslenskt fjölskyldumynstur„Við byrjuðum árið 2005, þegar við vorum í B-deildinni. Við lítum á okkur sem eina stóra fjölskylda með íslensku mynstri – við trúum því að það sé hægt að ná langt með lítið á milli handanna," segir Hanning. „Okkar hugsjón er að byggja liðið upp á heimamönnum. Við viljum gefa ungum leikmönnum tækifæri til að spila með okkur, sérstaklega þeim sem koma upp í gegnum okkar starf í yngri flokkunum. Við viljum vera eins góðir og við getum en ef við lendum í sjötta, áttunda eða tíunda sæti er það í góðu lagi líka." Það skal tekið fram að blaðamaður ræddi við þá Dag og Hanning hvorn í sínu lagi. Aðspurður segir Dagur að Hanning sé aðalpersónan í sögu þessa unga félags. „Hann þekkir þetta allt saman enda búinn að vera lengi í bransanum. Hann þjálfaði lengi sjálfur og starfaði til að mynda sem aðstoðarþjálfari Heiners Brand hjá þýska landsliðinu og sem aðalþjálfari Hamburg. Eftir að hann hætti hjá Hamburg ákvað hann að gera eitthvað nýtt. Hann kom til Berlínar og tók við stöðu framkvæmdastjóra hjá liði sem var að falla úr B-deildinni. Hann fékk þjálfara og leikmenn sem náðu að halda liðinu uppi og koma því svo upp í úrvalsdeildina stuttu síðar." Ætlaði ekki aftur útDagur segir að samstarf þeirra Hannings og Lommels hafi ekki gengið að óskum og því hafi sá fyrrnefndi ákveðið að finna nýjan þjálfara. „Hann ákvað að fá nýtt blóð. Hann var búinn að fylgjast lengi með mér en við kynntumst fyrst þegar ég var að fara sem leikmaður frá Wuppertal árið 2000. Eftir það fylgdist hann með mér bæði í Japan og Austurríki." Dagur var í fjögur ár hjá austurríska félaginu Bregenz sem spilandi þjálfari en hætti árið 2007. Þá fluttist hann heim til Íslands ásamt fjölskyldu sinni og tók að sér stöðu framkvæmdastjóra Vals. Árið 2008 var hann ráðinn landsliðsþjálfari Austurríkis en bjó áfram á Íslandi. Ári síðar hafði Bob Hanning samband. „Ég veit ekki af hverju hann hafði samband. Ég var kominn heim og ekki að velta því fyrir mér að flytja aftur út," segir Dagur. „Þegar við bjuggum í Bregenz sagði ég við Ingibjörgu, konuna mína, að ég hefði í raun ekki áhuga að þjálfa í Þýskalandi nema annað hvort eitt af sex bestu liðunum eða þá félagið í Berlín. Þetta sagði ég án þess að eitthvað annað lægi þar að baki. Það var ekkert sem benti til þess að ég myndi fá tilboð frá Füchse Berlin." Dagur er eins og íslenskt eldfjallÉg spurði Bob Hanning af hverju hann hafi sótt sér þjálfara sem var fluttur til Íslands og aldrei þjálfað í Þýskalandi áður. Hanning brosti. „Ég hafði fylgst vel með Dagi, allt frá því að hann spilaði með Wuppertal," segir hann. „Og þó svo að hann hafi ekki þjálfað áður í Þýskalandi bjó hann yfir mikilli alþjóðlegri reynslu sem leikmaður í Þýskalandi, Japan og Austurríki auk þess sem hann hafði náð góðum árangri sem þjálfari í Austurríki. Dagur er reyndur handboltamaður." En það var meira sem bjó að baki, segir Hanning. „Ég vildi fá annað hvort þjálfara frá Þýskalandi eða Skandinavíu. Ég var að leita að þjálfara sem passaði að okkar hugmyndum – þjálfara sem vildi vinna með ungu fólki og taka þátt í að byggja upp öflugt félag. Það var ekki erfitt að koma auga á þessa eiginleika í Degi. Í honum endurspeglast allt það sem okkur finnst mikilvægast og ég trúi því að hann hafi vaxið með okkur og þróast sem þjálfari á þessum árum. Hann er líka tilbúinn að bæta sig á hverjum degi." Hanning kom því til Íslands til að funda með Degi. „Við töluðum saman í bílferðinni frá flugvellinum til Reykjavíkur. Ég þurfti ekki að heyra meira og hefði þess vegna getað snúið strax aftur við. Ég vissi að Dagur væri sá þjálfari sem hentaði félaginu einmitt á þessum tímapunkti. Dagur á stóran þátt í góðu gengi okkar. Hann er eins og íslenskt eldfjall en samt einnig yfirvegaður og íhugull. Hann vill alltaf meira og er reiðubúinn til að fara út fyrir þægindasvið sitt." Enginn mikilvægari en félagiðFüchse Berlin kom öllum að óvörum með því að ná þriðja sæti í fyrra, á eftir stórliðum Hamburg og Kiel en á undan liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen og Flensburg. Hafi einhver átt von á því að árangurinn væri blaðra sem myndi svo springa á endanum hefur annað komið á daginn. „Það er engin ein ástæða fyrir þessari velgengni," segir Hanning. „Það sem mestu skiptir er að allir sem koma að verkefninu gefa eitthvað af sér. Enginn er mikilvægari en félagið og verkefnið. Það er mikilvægast. Við erum með góðan þjálfara, öflugan fyrirliða og samstilltan leikmannahóp sem vinnur ötullega að því að ná sínum markmiðum." Leikmenn Füchse Berlin eru ekki þeir launahæstu í deildinni enda séð til þess að félagið eyði aldrei um efni fram. „Við hugsum vel um okkar leikmenn. Við borgum launin alltaf á réttum tíma og það hefur aldrei brugðist. Við reynum að skapa umhverfi þar sem leikmönnum og fjölskyldum þeirra líður vel. Við viljum að leikmenn taki þátt í verkefninu okkar af lífi og sál og það er einmitt það sem þeir gera." Og það er enginn vafi á því að Degi líður vel í höfuðborginni. „Þetta hefur allt saman verið vonum framar," segir Dagur. „Ég hélt að það yrði flóknara ferli að starfa fyrir svo stóran klúbb og að ég yrði með allt dæmið yfir mér. En boðleiðirnar eru skýrar – ég sé um allt það sem snýr að íþróttinni og framkvæmdastjórinn um allt annað. Þetta gæti í raun ekki verið einfaldara og stjórnin treystir okkur mjög vel fyrir þessu." Lifum drauminnFlestir íþróttamenn vilja ná árangri í sinni grein og mætti ætla að markmiðið hjá liði eins og Füchse Berlin, sem er í öðru sæti sinnar deildar, væri að komast í fyrsta sæti. En svo einfalt er það ekki. „Mitt markmið hér í Berlín er ekki að verða bestur," segir Dagur og í því kristallast hugsjón félagsins. „Ekki að ég verði besti þjálfarinn og við verðum besti klúbburinn. Ég vil að Füchse Berlin verði flottasti klúbburinn í Þýskalandi. Um það snýst mín vinna. Ég vil að við búum til okkar eigin leikmenn, liðið verði með flottustu aðstöðuna og flottustu umgjörðina. Það er jafn mikil ánægja sem felst í því og verða meistari." Dagur myndi þó ekki fúlsa við titlunum. „Auðvitað langar mig líka að vinna titla – það er enginn vafi á því. En ég vil standa mig sem best og það yrði ekkert betra en að Füchse Berlin yrði flottasta félagið í Þýskalandi." Ég spurði Hanning að því sama – hvort það væri ekki draumur hans að verða Þýskalandsmeistari – eða jafnvel Evrópumeistari. „Það var draumur fyrir okkur að komast upp í þýsku úrvalsdeildina. Það var draumur að festa félagið í sessi í keppni þeirra bestu og spila fyrir fullri höll, leik eftir leik. Og þennan draum fáum við að upplifa í hverri viku. Við erum lítið félag – fjárhagur okkar er 40 prósent á við fjárhag stóru félaganna – Kiel, Hamburg og Rhein-Neckar Löwen. En samt stöndum við framar Hamburg og Rhein-Neckar Löwen í dag. Hvað er hægt að biðja um meira?"
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira