Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur aftur upp í úrvalsdeild Stefán Árni Pálsson í Fjósinu skrifar 27. mars 2012 13:24 Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. Stemningin var mögnuð í Borganesi í kvöld en undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og voru Skagamenn til að mynda með forystu 14-10 í byrjun fyrsta leikhluta. Skallagrímur hrökk þá í gang og leiddu eftir fyrsta fjórðung 21-12. Í byrjun annars leikhluta svöruðu Skagamenn áhlaupi heimamanna og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú stig 28-25. Staðan í hálfleik var síðan 43-39 og galopinn leikur. Í síðari hálfleiknum var aftur á móti aðeins eitt lið á vellinum. Skallagrímsmenn réðu gjörsamlega ferðinni og léku við hvern sinn fingur. Varnarleikur liðsins var frábær og Skagamenn lentu hreinlega á vegg. Taugartitringurinn var greinilega mikill í liði ÍA og leikmenn hreinlega réðu ekki við spennuna. Það kristallaðist greinilega á vítalínunni hjá gestunum en þeim var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna úr vítaskotum. Skallagrímur náði mest 22 stiga forskoti 82-60 og í raun niðurlægðu Skagamenn. Stemningin í Fjósinu var stórkostleg í lokin og menn fögnuðu eins brjálæðingar þegar flautan gall. Skallagrímur var síðast í efstu deild árið 2009 og menn voru fegnir að vera komnir á ný á meðal þeirra bestu. Leiknum lauk með öruggum sigri Borgnesinga 89-67. Sigmar: Við erum einfaldlega miklu betri„Þessi tilfinning er svakaleg," sagði Sigmar Egilsson, leikmaður Skallagríms, eftir að liðið tryggði sér í úrvalsdeildina. „Ég fór upp með Val í fyrra en þetta er mesta geðshræring sem ég hef upplifað." „Þeir voru að tala um það að ÍA væri betra liðið í þessari seríu en við vissum betur, við erum miklu betri." „Það voru allir með í kvöld, allir á bekknum og fólkið í stúkunni. Ég hef aldrei spilað fyrir framan svona áhorfendur." „Við eigum heima í úrvalsdeild og ætlum okkur að vera þar um ókomna tíð," sagði Sigmar í sigurvímu eftir leikinn. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni með því að ýta hér. Áskell: Menn mættu ekki til leiks„Við vorum bara ekki alveg til staðar hér í kvöld," sagði Áskell Jónsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Menn höfðu bara ekki trú á verkefninu í fjórða leikhlutanum og það sást alveg frá byrjun fjórðungsins." „Þessi leikur var alveg opin til að byrja með og við vorum lengi vel alveg vel inn í honum. Í lokin var bara algjört andleysi í liðinu og við vildum þetta greinilega ekki nægilega mikið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Áskel með því að ýta hér. Pálmi: Þetta er svo rosalega sættMynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson„Þetta alveg ólýsanlegt og ég er í þvílíku spennufalli," sagði Pálmi Þór Sævarsson, þjálfari Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta hefur verið frábær úrslitakeppni og magnaðir leikir við ÍA. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur og höfum verið óheppnir með meiðsli. Við erum komnir þar sem við eigum heima, í efstu deild," sagði Pálmi en rétt þegar hann var búinn að sleppa orðinu réðust allir leikmenn liðsins að honum og tolleruðu hann. „Við vildum þetta bara miklu meira í kvöld. Höfum spilað frekar illa gegn Skagamönnum en í kvöld kom þetta," sagði Pálmi, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálmi með því að ýta hér. Hér efst má einnig sjá fögnuðinn sem braust út í lokinn. Sjón er sögu ríkari.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira