Skatturinn vill allt að 1,8 milljarða greiðslu 3. janúar 2012 07:00 Skipti, móðurfélag Símans, áætlar að það þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt boðun um endurálagningu skatta sem félaginu hefur borist frá ríkisskattstjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Endurálagningin er vegna skuldsettra yfirtakna sem átt hafa sér stað innan Skipta-samstæðunnar. Elsta málið nær aftur til þess þegar Landssíminn var einkavæddur fyrir rúmum sex árum. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Skipta hafi verið búist við formlegri endurálagningu núna um áramótin en að hún hafi ekki borist. Embætti ríkisskattstjóra hefur þó boðað umrædda endurálagningu. Þegar Síminn var seldur til Skipta ehf. haustið 2005 á 66,7 milljarða króna tók félagið sambankalán fyrir kaupunum. Í desember 2005 var Skiptum, Íslenska sjónvarpsfélaginu (sem átti og rak Skjá einn) og Símanum svo rennt saman með öllum eignum og skuldum félaganna þriggja. Í mars 2007 var hinu sameinaða félagi síðan skipt aftur upp í fjórar mismunandi einingar. Ein þeirra hét Skipti hf. og varð móðurfélag hinna þriggja. Það félag bar skuldirnar sem urðu til við einkavæðingu Símans eftir skipulagsbreytinguna. Í uppgjörum Skipta hefur vaxtakostnaður vegna yfirtökulánsins verið talinn frádráttarbær frá hagnaði og þar með lækkað skattgreiðslur félagsins. Það segir ríkisskattstjóri að sé ekki heimilt og hefur áætlað að Skipti skuldi 800 til 1.800 milljónir króna í ógreidda skatta vegna þessa. Ástæða þess að ekki er um fasta tölu að ræða er að túlkun á meðhöndlun á gengistapi og -hagnaði getur skipt máli um endanlega niðurstöðu. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, vildi ekki staðfesta umfang upphæðarinnar sem Skipti þurfa að greiða, verði skilningur ríkisskattstjóra staðfestur. Hann segir þó ljóst að væntanlegri endurálagningu verði mótmælt. „Okkar afstaða er einfaldlega sú að þetta standist engan veginn hvað Skipti varðar. Við höfum komið þeim sjónarmiðum á framfæri og teljum að þau muni halda." Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Húsasmiðjan hefði fengið boð um endurálagningu á sambærilegum forsendum. Heimildir Fréttablaðsins herma að hún gæti numið allt að 700 milljónum króna. Ástæða endurálagningarinnar er meint skattalagabrot sem rekja má til samruna tveggja eignarhaldsfélaga við Húsasmiðjuna á árunum 2003 til 2006.- þsj Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Skipti, móðurfélag Símans, áætlar að það þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt boðun um endurálagningu skatta sem félaginu hefur borist frá ríkisskattstjóra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Endurálagningin er vegna skuldsettra yfirtakna sem átt hafa sér stað innan Skipta-samstæðunnar. Elsta málið nær aftur til þess þegar Landssíminn var einkavæddur fyrir rúmum sex árum. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Skipta hafi verið búist við formlegri endurálagningu núna um áramótin en að hún hafi ekki borist. Embætti ríkisskattstjóra hefur þó boðað umrædda endurálagningu. Þegar Síminn var seldur til Skipta ehf. haustið 2005 á 66,7 milljarða króna tók félagið sambankalán fyrir kaupunum. Í desember 2005 var Skiptum, Íslenska sjónvarpsfélaginu (sem átti og rak Skjá einn) og Símanum svo rennt saman með öllum eignum og skuldum félaganna þriggja. Í mars 2007 var hinu sameinaða félagi síðan skipt aftur upp í fjórar mismunandi einingar. Ein þeirra hét Skipti hf. og varð móðurfélag hinna þriggja. Það félag bar skuldirnar sem urðu til við einkavæðingu Símans eftir skipulagsbreytinguna. Í uppgjörum Skipta hefur vaxtakostnaður vegna yfirtökulánsins verið talinn frádráttarbær frá hagnaði og þar með lækkað skattgreiðslur félagsins. Það segir ríkisskattstjóri að sé ekki heimilt og hefur áætlað að Skipti skuldi 800 til 1.800 milljónir króna í ógreidda skatta vegna þessa. Ástæða þess að ekki er um fasta tölu að ræða er að túlkun á meðhöndlun á gengistapi og -hagnaði getur skipt máli um endanlega niðurstöðu. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, vildi ekki staðfesta umfang upphæðarinnar sem Skipti þurfa að greiða, verði skilningur ríkisskattstjóra staðfestur. Hann segir þó ljóst að væntanlegri endurálagningu verði mótmælt. „Okkar afstaða er einfaldlega sú að þetta standist engan veginn hvað Skipti varðar. Við höfum komið þeim sjónarmiðum á framfæri og teljum að þau muni halda." Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Húsasmiðjan hefði fengið boð um endurálagningu á sambærilegum forsendum. Heimildir Fréttablaðsins herma að hún gæti numið allt að 700 milljónum króna. Ástæða endurálagningarinnar er meint skattalagabrot sem rekja má til samruna tveggja eignarhaldsfélaga við Húsasmiðjuna á árunum 2003 til 2006.- þsj
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira