Viðskipti innlent

Kjörin formaður SI

Svana Helen
Svana Helen
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.

Fyrir í stjórn samtakanna eru Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís ehf., Kolbeinn Kolbeinsson, Ístak hf. og Tómas Már Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál






Fleiri fréttir

Sjá meira


×