Helmingur þarf að fjölga konum í stjórn Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. mars 2012 11:00 Rúmur helmingur fyrirtækja sem falla undir ný lög um kynjahlutfall í stjórnum, eða 55 prósent, þarf að bæta við konu eða konum í stjórn. Alls falla 285 fyrirtæki undir löggjöfina sem tekur gildi í september á næsta ári. Þetta kom fram á fundi sem Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Félag kvenna í atvinnurekstri, Kauphöllin, Samtök verslunar- og þjónustu og efnahags- og viðskiptaráðuneytið stóðu fyrir í gær. Fram kom að alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföll þeirra, en á fundinum lagði Félag kvenna í atvinnurekstri fram lista með tengiliðaupplýsingum 190 kvenna sem bjóða fram krafta sína. Í opnunarræðu sinni á fundinum hafði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sérstaklega orð á þeim tíðindum að Samtök atvinnulífsins hafi tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára og að þar af væru 10 konur. Ísland er með fyrstu löndum sem fylgja fordæmi Norðmanna með lagasetningu um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Taldi ráðherra víst að víðtæk sátt yrði um þessa tilhögun. „Í fyrsta lagi er þetta sjálfsagt og eðlilegur hlutur í samfélaginu eins og við viljum hafa það. Um þetta ætti hvorki að þurfa að rökræða né rífast,“ sagði Steingrímur, og benti á að rannsóknir sýndu að fyrirtækjum með fjölbreyttar stjórnir og jöfn kynjahlutföll farnist betur en öðrum. Í svipaðan streng tók Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann sagði því auðsvarað hvað hafi orðið verðbréfamarkaði hér að falli: einsleitni og slæmir stjórnarhættir. „Þetta varð til þess að margir féllu á sama tíma. Með meiri fyrirhyggju hefðu fjármálafyrirtækin getað staðið af sér fjármálakreppuna.” Lið í því að bæta stjórnarhætti og losna úr viðjum kunningjasamfélagsins sagði Páll vera að auka hlutfall kvenna, og þar með fjölbreytnina, í stjórnum fyrirtækja. Um leið sagði hann það þó enga tryggingu fyrir velgengni og benti á að kynjahlutföll hafi verið þau sömu í stjórnum fyrirtækjanna sem best komu út úr hruninu og þeirra sem urðu verst úti. „Ég held það væri vel til fundið af fyrirtækjum að láta gera úttekt á sínum stjórnarháttum. En lykilatriðið er samt vakandi fjárfestar. Fjárfestar sem láta sig stjórnarhætti fyrirtækja varða,“ sagði Páll. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Rúmur helmingur fyrirtækja sem falla undir ný lög um kynjahlutfall í stjórnum, eða 55 prósent, þarf að bæta við konu eða konum í stjórn. Alls falla 285 fyrirtæki undir löggjöfina sem tekur gildi í september á næsta ári. Þetta kom fram á fundi sem Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Félag kvenna í atvinnurekstri, Kauphöllin, Samtök verslunar- og þjónustu og efnahags- og viðskiptaráðuneytið stóðu fyrir í gær. Fram kom að alls vantar 192 konur í stjórnir til að jafna kynjahlutföll þeirra, en á fundinum lagði Félag kvenna í atvinnurekstri fram lista með tengiliðaupplýsingum 190 kvenna sem bjóða fram krafta sína. Í opnunarræðu sinni á fundinum hafði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sérstaklega orð á þeim tíðindum að Samtök atvinnulífsins hafi tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára og að þar af væru 10 konur. Ísland er með fyrstu löndum sem fylgja fordæmi Norðmanna með lagasetningu um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Taldi ráðherra víst að víðtæk sátt yrði um þessa tilhögun. „Í fyrsta lagi er þetta sjálfsagt og eðlilegur hlutur í samfélaginu eins og við viljum hafa það. Um þetta ætti hvorki að þurfa að rökræða né rífast,“ sagði Steingrímur, og benti á að rannsóknir sýndu að fyrirtækjum með fjölbreyttar stjórnir og jöfn kynjahlutföll farnist betur en öðrum. Í svipaðan streng tók Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann sagði því auðsvarað hvað hafi orðið verðbréfamarkaði hér að falli: einsleitni og slæmir stjórnarhættir. „Þetta varð til þess að margir féllu á sama tíma. Með meiri fyrirhyggju hefðu fjármálafyrirtækin getað staðið af sér fjármálakreppuna.” Lið í því að bæta stjórnarhætti og losna úr viðjum kunningjasamfélagsins sagði Páll vera að auka hlutfall kvenna, og þar með fjölbreytnina, í stjórnum fyrirtækja. Um leið sagði hann það þó enga tryggingu fyrir velgengni og benti á að kynjahlutföll hafi verið þau sömu í stjórnum fyrirtækjanna sem best komu út úr hruninu og þeirra sem urðu verst úti. „Ég held það væri vel til fundið af fyrirtækjum að láta gera úttekt á sínum stjórnarháttum. En lykilatriðið er samt vakandi fjárfestar. Fjárfestar sem láta sig stjórnarhætti fyrirtækja varða,“ sagði Páll.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira