Leik lokið: Ísland - Bretland 41-24 | Öruggt eftir erfiða fæðingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 6. ágúst 2012 12:33 Mynd/Valli Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. Bretar náðu að skora fimmtán mörk á íslensku vörnina í fyrri hálfleik - jafn mörg og Frakkar gerðu í síðasta leik okkar á undan. Allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleik og tókst þeim þá að klára verkefnið sómasamlega. Ísland mætir Ungverjalandi í fjórðungsúrslitum keppninnar á miðvikudaginn en þá færist keppnin úr Koparboxinu og yfir í körfuboltahöllina. Fyrri hálfleikur var með ólíkindum og fyrsta viðvörunarbjallan hringdi eftir um átta mínútna leik. Þá misstu Bretar mann af velli í tvær mínútur en á þeim leikkafla tókst þeim engu að síður að galopna íslensku vörnina og skora tvö mörk gegn einu. Skyndilega föttuðu gestgjafarnir að þeir ættu greiða leið í gegnum íslenska vörnina og nýttu þeir hana óspart. Steven Larsson, hægri skytta breska liðsins, fór þar fremstur í flokki og var óhræddur við að láta vaða. Árangurinn var átta mörk í fyrri hálfleik. Eftir ellefu mínútuna leik náðu Bretar að jafna metin með sínu sjötta marki í leiknum. Þar var á ferðinni Mark Hawkins, leikmaður Aftureldingar, en hann gerði sér lítið fyrir og fór inn úr vinstra horninu, framhjá Ólafi Stefánssyni og lét vaða á nærstöng úr þröngu færi. Björgvin Páll Gústavsson kom engum vörnum við. Markvörður Breta fór einnig á kostum en sá heitir Robert White. Hann varði oft glæsilega frá íslensku strákunum í dauðafærum, hvað eftir annað. Svipurinn á honum sagði allt sem segja þurfti - hann var hissa, mjög hissa. En svo fagnaði sem óður maður og áhorfendur tóku vel undir. White varði átta skot í fyrri hálfleik - meira en Hreiðar Levý (6) og Björgvin Páll (1) samanlagt. Það sem einkenndi fyrri hálfleik íslenska liðsins var hversu slakur varnarleikurinn var. Það kom á óvart enda vörnin búin að vera frábær hingað til gegn miklu, miklu sterkari liðum en Bretlandi. Alls skoruðu Bretar fimmtán mörk í fyrri hálfleik og hverju einasta var fagnað með gríðarlegum látum áhorfenda í Koparboxinu. Strákarnir skoruðu sjálfir átján mörk og höfðu því þriggja marka forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá síðari endaði. Larsson skoraði og White varði. En strákarnir voru einbeittir á svip og hafði greinilega verið sagt í búningsklefanum að vinsamlegast gyrða sig í brók. Bretar héldu áfram að berjast og skora einstaka mark en þegar strákarnir fóru að spila eins og þeir áttu að gera frá upphafi jókst munurinn á liðunum hratt og örugglega. Það eina jákvæða við þennan leik er að leikmennirnir vissu upp á sig sökina og kláruðu leikinn almennilega, fram á síðustu sekúndu. Allir leikmenn Íslansd komust á blað nema Sverre Jakobsson og markverðirnir. Larsson náði að skora aðeins eitt mark í seinni hálfleik og markvarsla White datt einnig niður eftir því sem leið á leikinn. Viðtöl eru væntanleg á Vísi innan skamms. Handbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Ísland kláraði riðlakeppnina á Ólympíuleikunum í London með öruggum sigri á Bretum í Koparboxinu. Fyrri hálfleikur var þó afspyrnuslakur af hálfu strákanna okkar. Bretar náðu að skora fimmtán mörk á íslensku vörnina í fyrri hálfleik - jafn mörg og Frakkar gerðu í síðasta leik okkar á undan. Allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleik og tókst þeim þá að klára verkefnið sómasamlega. Ísland mætir Ungverjalandi í fjórðungsúrslitum keppninnar á miðvikudaginn en þá færist keppnin úr Koparboxinu og yfir í körfuboltahöllina. Fyrri hálfleikur var með ólíkindum og fyrsta viðvörunarbjallan hringdi eftir um átta mínútna leik. Þá misstu Bretar mann af velli í tvær mínútur en á þeim leikkafla tókst þeim engu að síður að galopna íslensku vörnina og skora tvö mörk gegn einu. Skyndilega föttuðu gestgjafarnir að þeir ættu greiða leið í gegnum íslenska vörnina og nýttu þeir hana óspart. Steven Larsson, hægri skytta breska liðsins, fór þar fremstur í flokki og var óhræddur við að láta vaða. Árangurinn var átta mörk í fyrri hálfleik. Eftir ellefu mínútuna leik náðu Bretar að jafna metin með sínu sjötta marki í leiknum. Þar var á ferðinni Mark Hawkins, leikmaður Aftureldingar, en hann gerði sér lítið fyrir og fór inn úr vinstra horninu, framhjá Ólafi Stefánssyni og lét vaða á nærstöng úr þröngu færi. Björgvin Páll Gústavsson kom engum vörnum við. Markvörður Breta fór einnig á kostum en sá heitir Robert White. Hann varði oft glæsilega frá íslensku strákunum í dauðafærum, hvað eftir annað. Svipurinn á honum sagði allt sem segja þurfti - hann var hissa, mjög hissa. En svo fagnaði sem óður maður og áhorfendur tóku vel undir. White varði átta skot í fyrri hálfleik - meira en Hreiðar Levý (6) og Björgvin Páll (1) samanlagt. Það sem einkenndi fyrri hálfleik íslenska liðsins var hversu slakur varnarleikurinn var. Það kom á óvart enda vörnin búin að vera frábær hingað til gegn miklu, miklu sterkari liðum en Bretlandi. Alls skoruðu Bretar fimmtán mörk í fyrri hálfleik og hverju einasta var fagnað með gríðarlegum látum áhorfenda í Koparboxinu. Strákarnir skoruðu sjálfir átján mörk og höfðu því þriggja marka forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá síðari endaði. Larsson skoraði og White varði. En strákarnir voru einbeittir á svip og hafði greinilega verið sagt í búningsklefanum að vinsamlegast gyrða sig í brók. Bretar héldu áfram að berjast og skora einstaka mark en þegar strákarnir fóru að spila eins og þeir áttu að gera frá upphafi jókst munurinn á liðunum hratt og örugglega. Það eina jákvæða við þennan leik er að leikmennirnir vissu upp á sig sökina og kláruðu leikinn almennilega, fram á síðustu sekúndu. Allir leikmenn Íslansd komust á blað nema Sverre Jakobsson og markverðirnir. Larsson náði að skora aðeins eitt mark í seinni hálfleik og markvarsla White datt einnig niður eftir því sem leið á leikinn. Viðtöl eru væntanleg á Vísi innan skamms.
Handbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira