Viðskipti innlent

Skarphéðinn fær 300 þúsund í miskabætur

Athafnamanninum Skarphéðni Berg Steinarssyni voru dæmdar 300 þúsund krónur í miskabætur í Hæstarétti Íslands í gær. Skarphéðinn stefndi íslenska ríkinu vegna kyrrsetninga á eignum hans vegna rannsóknar á bókhaldi og skattskilum FL Group hf., nú Stoða.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt íslenska ríkið saklaust í málinu en Hæstiréttur snéri þeim dómi við en þó kemur fram að Skarphéðinn hafi ekki sýnt fram á að hann hefði beðið fjártjón. Upphaflega krafðist Skarphéðinn fimm milljónir í miskabætur.

Ríkinu er einnig gert að greiða málskostnað Skarphéðins, eða milljón krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×