Viðskipti innlent

Skúli hættir að verja Gunnar vegna trúnaðarbrests

Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður.
Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður.
Skúli Bjarnason hrl., sem hefur gætt hagsmuna Gunnars Þ. Andersen, hefur sagt sig frá málinu vegna trúnaðarbrests. Í yfirlýsingu sem Skúli sendi frá sér fyrir skömmu segir að nýja upplýsingar sem fram komu í uppsagnarbréfi í gær og skýrðust með ákveðnum hætti í gærkvöldi, hafi komið sér í algerlega opna skjöldu og séu til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg.

„Sú niðurstaða er hörmuð, sérstaklega í ljósi þess að undirritaður er enn þeirrar skoðunar að fyrrum umbjóðandi minn hafi verið beittur rangindum í hinu löglausa uppsagnarferli. Öll meðferð málsins og aðkoma undirritaðs að því fram að hinum nýju upplýsingum stendur óhögguð. Gunnar verður sjálfur að gefa skýringar á sínum þætti og er honum óskað velfarnaðar í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni frá Skúla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×