Vara við frekari launahækkunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2012 21:47 Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, ásamt Franek Rowzadowski fastafulltrúa hér. mynd/ vilhelm. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu geti kynt undir verðbólgu á Íslandi og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Þetta er á meðal þess sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nefnir sem eina af helstu hættunum sem íslenskt efnahagslíf standi andspænis. Eins og fram kom í fréttum í dag gaf sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins út lokayfirlýsingu eftir dvöl sína hérna sem stóð frá 21. febrúar og þangað til í dag. Í yfirlýsingunni segir að margt hafi áunnist á Íslandi síðan kreppan skall á og hagvöxtur sé hafinn á ný. Samt sem áður standi eftir erfið úrlausnarefni. Til að ná tökum á þeim þurfi stefnufestu, aukin samráð og sterkari umgjörð um stefnumið. Sendinefndin nefnir innlendar og ytri hættur sem hún telur að hagkerfið standi frammi fyrir núna. Bent er á í tengslum við innlendar hættur að seinkun fjárfestingarverkefna í orkufrekum greinum myndi hafa áhrif á hagvöxt strax vegna minni fjárfestingar og til meðallangs tíma vegna minni útflutnings. Óvissa um laga- og viðskiptaumhverfi og um stefnuna í helstu geirum atvinnulífsins gæti einnig haft áhrif á fjárfestingar. Þá er bent aá að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu gætu kynt undir verðbólgu og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að helstu ytri hætturnar séu mögulega versnandi ástand í Evrópu sem hefði áhrif á Ísland gegnum utanríkisviðskipti, markaðsaðgengi, beina erlenda fjárfestingu og hrávöruverð. Sendinefndin segir að bankakerfið ætti að vera tiltölulega vel varið vegna lítilla tengsla við Evrópu. Hinsvegar gæti mikill skellur fyrir hagkerfið lent á bankakerfinu vegna minni hagvaxtar og samsvarandi lakari gæða eigna. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu geti kynt undir verðbólgu á Íslandi og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Þetta er á meðal þess sem sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nefnir sem eina af helstu hættunum sem íslenskt efnahagslíf standi andspænis. Eins og fram kom í fréttum í dag gaf sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins út lokayfirlýsingu eftir dvöl sína hérna sem stóð frá 21. febrúar og þangað til í dag. Í yfirlýsingunni segir að margt hafi áunnist á Íslandi síðan kreppan skall á og hagvöxtur sé hafinn á ný. Samt sem áður standi eftir erfið úrlausnarefni. Til að ná tökum á þeim þurfi stefnufestu, aukin samráð og sterkari umgjörð um stefnumið. Sendinefndin nefnir innlendar og ytri hættur sem hún telur að hagkerfið standi frammi fyrir núna. Bent er á í tengslum við innlendar hættur að seinkun fjárfestingarverkefna í orkufrekum greinum myndi hafa áhrif á hagvöxt strax vegna minni fjárfestingar og til meðallangs tíma vegna minni útflutnings. Óvissa um laga- og viðskiptaumhverfi og um stefnuna í helstu geirum atvinnulífsins gæti einnig haft áhrif á fjárfestingar. Þá er bent aá að frekari launahækkanir umfram framleiðniaukningu gætu kynt undir verðbólgu og grafið undan samkeppnisforskoti í útflutningi. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að helstu ytri hætturnar séu mögulega versnandi ástand í Evrópu sem hefði áhrif á Ísland gegnum utanríkisviðskipti, markaðsaðgengi, beina erlenda fjárfestingu og hrávöruverð. Sendinefndin segir að bankakerfið ætti að vera tiltölulega vel varið vegna lítilla tengsla við Evrópu. Hinsvegar gæti mikill skellur fyrir hagkerfið lent á bankakerfinu vegna minni hagvaxtar og samsvarandi lakari gæða eigna.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira