Viðskipti innlent

Fasteignamat á landinu öllu nemur 4.377 milljörðum

Heildarfasteignamat á landinu öllu samkvæmt nýrri fasteignaskrá um síðustu áramót var 4.377 milljarðar króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár íslands. Þar segir að þar af var húsmat 3.621 milljarður króna og lóðarmat 756 milljarðar króna. Fasteignamat hækkaði í fyrra um samtals 8,0% frá árinu 2010.

Þá kemur fram að brunabótamat var 5.985 milljarðar króna um síðustu áramót og hækkaði um 10,6% frá fyrra ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×