Handbolti

Rúnar: Draumur að rætast

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Rúnar Kárason var valinn bestur annan leikinn í röð.
Rúnar Kárason var valinn bestur annan leikinn í röð. Mynd/Vilhelm
Nýliðinn Rúnar Kárason hefur komið skemmtilega á óvart og var valinn maður leiksins hjá Íslandi annan leikinn í röð í gær.

„Ég er nokkuð ánægður. Mér fannst þetta reyndar ekki vera verðskuldað núna frekar en í síðasta leik. Ég átti samt fína spretti og þetta er búin að vera frábær reynsla og skemmtileg. Maður tekur það með sér áfram," sagði Rúnar hógvær.

„Ég ætla að berjast fyrir mínu sæti hér áfram. Vonandi stend ég mig nógu vel í Þýskalandi svo ég verði valinn aftur í landsliðið fyrir undankeppni Ólympíuleikanna," sagði Rúnar sem gleymir seint þessu móti.

„Það er frábært að hafa fengið að kynnast þessu eftir að hafa dreymt um það frá því ég var 14 ára. Ég hef alltaf horft á stórmót í sjónvarpinu og það var draumur að rætast hérna. Ég er líka ánægður með að hafa haldið haus allt mótið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×