Handbolti

Dýrkeypt leikhlé hjá Ungverjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lajos Mocsai, þjálfari Ungverja.
Lajos Mocsai, þjálfari Ungverja. Nordic Photos / Getty Images
Ungverjar voru hársbreidd frá sigri gegn Króötum á EM í handbolta í gær en varð að sætta sig við jafntefli eftir dramatískar lokamínútur.

Ungverjaland jafnaði metin þegar tvær mínútur voru til leiksloka, 24-24. Króatar fengu tækifæri til að skora en tókst ekki. Ungverjar brunuðu í sókn og náðu að koma boltanum í netið.

En þá var Lajoc Mocsai, þjálfari Ungverja, búinn að biðja um leikhlé og var markið því ógilt. Ungverjum tókst ekki að skora í lokasókn sinni og því endaði leikurinn 24-24.

Ungverjar hefðu með sigri tekið þriðja sætið í riðlinum og þar með spilað um fimmta sætið við Makedóníu. En þess í stað verða þeir að sætta sig við áttunda sæti keppninnar. Króatar voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Það kom ekki að sök fyrir Ungverja því þeir voru þegar búnir að tryggja sér þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna. Það gerðu þeir á HM í Svíþjóð í fyrra.

Slóvenar græddu hins vegar mikið á þessu því þeir spila nú um fimmta sætið við Makedóníu og fá þar með tækifæri til að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×