Handbolti

Slóvenarnir dæma þriðja leikinn í röð hjá Dönum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Annar slóvenski dómarinn horfir hér á dönsku leikmennina fagna sigri á Svíum.
Annar slóvenski dómarinn horfir hér á dönsku leikmennina fagna sigri á Svíum. Mynd/AFP
Slóvenarnir Nenad Krstić og Peter Ljubič ættu að vera farnir að þekkja danska landsliðið nokkuð vel og þeir dönsku ættu jafnframt að vera búnir að læra inn á línuna hjá þeim Slóvenunum. Það má segja að dómaraparið sé orðið áskrifandi að leikjum Dana á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu.

Þeir Krstić og Ljubič munu dæma undanúrslitaleik Spánverja og Dana á morgun og er það þriðji leikur danska liðsins í röð þar sem Slóvenarnir sjá um dómgæsluna. Slóvenska dómaraparið dæmdi einnig sigurleiki Dana á móti Þjóðverjum og Svíum en með þeim sigrum tryggði Danir sér sæti í undanúrslitaleiknum.

Danskir fjölmiðlar eru farnir að tala um lukku-dómaraparið enda gekk mjög vel hjá danska liðinu í umræddum tveimur leikjum. Svíar voru sem dæmi átta mínútum lengur í skammakróknum í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×